Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvernig myndast jarðskjálftar?

Páll Einarsson og Kristín Vogfjörð

Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, víxlast og kastast frá yfirborði mismunandi jarðskorpulaga, svo að úr verður mjög flókin hreyfing.

Berg brotnar þegar spenna sem hlaðist hefur upp, fer yfir brotþol þess. Misgengi myndast og veggir þess ganga á víxl. Ef það er þegar fyrir hendi, þarf spennan einungis að yfirstíga núningsviðnám á misgengisfleti til að færsla verði. Þetta gerist oft með snöggum rykk í stökkum hluta jarðskorpunnar og efstu lögum möttulsins. Hann hrindir af stað fjaðurbylgjum út frá brotfleti, og spennuorka sem fyrir var í berginu, breytist að hluta í varmaorku við núning og að hluta í sveifluorku bylgnanna. Berg brestur venjulega fyrst á þeim stað þar sem spenna fer yfir brotmörk þess, og kallast hann upptakastaður jarðskjálftans. Lóðrétt yfir honum á yfirborði jarðar er hins vegar skjálftamiðja.

Fjallað er um þrjár mismunandi gerðir misgengja; siggengi, samgengi og sniðgengi, í svari Steinunnar Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum?

Mynd:


Þetta svar er hluti af umfjöllun um eðlisfræði jarðskjálfta í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

18.12.2013

Spyrjandi

Tinna Mirjam Reynisdóttir, f. 1997

Tilvísun

Páll Einarsson og Kristín Vogfjörð. „Hvernig myndast jarðskjálftar? “ Vísindavefurinn, 18. desember 2013. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58928.

Páll Einarsson og Kristín Vogfjörð. (2013, 18. desember). Hvernig myndast jarðskjálftar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58928

Páll Einarsson og Kristín Vogfjörð. „Hvernig myndast jarðskjálftar? “ Vísindavefurinn. 18. des. 2013. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58928>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast jarðskjálftar?
Jarðskjálfti verður þegar mikil spenna myndast í bergi og nær brotmörkum þess. Það er oftast nátengt flekahreyfingum jarðskorpunnar, þar sem þeir nuggast saman eða troðast hver undir annan. Þegar bergið brotnar, losnar mikil orka sem berst í allar áttir í formi bylgjuhreyfingar. Bylgjurnar fara um alla jörðina, víxlast og kastast frá yfirborði mismunandi jarðskorpulaga, svo að úr verður mjög flókin hreyfing.

Berg brotnar þegar spenna sem hlaðist hefur upp, fer yfir brotþol þess. Misgengi myndast og veggir þess ganga á víxl. Ef það er þegar fyrir hendi, þarf spennan einungis að yfirstíga núningsviðnám á misgengisfleti til að færsla verði. Þetta gerist oft með snöggum rykk í stökkum hluta jarðskorpunnar og efstu lögum möttulsins. Hann hrindir af stað fjaðurbylgjum út frá brotfleti, og spennuorka sem fyrir var í berginu, breytist að hluta í varmaorku við núning og að hluta í sveifluorku bylgnanna. Berg brestur venjulega fyrst á þeim stað þar sem spenna fer yfir brotmörk þess, og kallast hann upptakastaður jarðskjálftans. Lóðrétt yfir honum á yfirborði jarðar er hins vegar skjálftamiðja.

Fjallað er um þrjár mismunandi gerðir misgengja; siggengi, samgengi og sniðgengi, í svari Steinunnar Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum?

Mynd:


Þetta svar er hluti af umfjöllun um eðlisfræði jarðskjálfta í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi....