Sólin Sólin Rís 03:37 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:00 • Síðdegis: 20:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:01 • Síðdegis: 14:02 í Reykjavík
Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?

Sigurður Steinþórsson

Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður en gosmökkurinn sást rísa frá Kötlu. Hálftíma síðar, um 15:30, náði vestasti armur jökulhlaupsins til sjávar eftir farvegi Múlakvíslar. Um sama leyti klofnaði meginflaumur hlaupsins um Hjörleifshöfða og byltist fram báðum megin við hann, en austustu álmar hlaupsins náðu í farveg Hólmsár ofan við Hrífunes og eftir farvegi Skálmar að Álftaveri. Þar náði hlaupið sennilega hámarki milli kl. 17:30 og 18, og morguninn eftir hafði það að mestu farið hjá. Við Hjörleifshöfða var mikill gangur í hlaupinu 14. október en síðan hjaraði það út á einni viku.

Leið jökulhlaupsins sem fylgdi Kötlugosinu 1918. Smellið á myndina til þess að sjá hana stærri.

Áætlað er að í hlaupinu hafi borist til sjávar um 200 milljón rúmmetrar (0,2 km3) af sandi, mestmegnis Kötlugjósku – það jafngildir rúmmáli tenings sem er 585 metrar á kant eða kúlu sem er 726 metrar í þvermál. Framburðurinn færði ströndina sunnan við Hjörleifshöfða fram um meira en þrjá kílómetra þannig að um tíma var Kötlutangi syðsti oddi Íslands í stað Dyrhólaeyjar. Síðan hefur hafið borið sandinn vestur með ströndinni og meðal annars aukið mjög landrými við Vík í Mýrdal.

Mikið gjóskufall var frá Kötlu fyrstu daga gossins, og flesta daga til loka október féll umtalsverð aska. Gosinu lauk 4. nóvember. Mælingar benda til þess að gosstrókurinn hafi náð að minnsta kosti 14.300 metra hæð en gufa, sennilega með fíngerðu gjóskuryki, hafi náð yfir 25 km hæð, því eldingar yfir gígnum urðu í þeirri hæð. Meginhluti gjóskunnar barst til norðausturs og olli tjóni í Skaftártungu þaðan sem íbúar flúðu um tíma frá nyrstu bæjum. Gjóskan frá Kötlugosinu 1918 dreifðist yfir meira en helming landsins, um 60.000 km2, rúmmálið hefur verið metið um 0,7 km3.

Kötlugosinu 1918 fylgdi mikið gjóskufall.

Sennilega olli tilviljun því að ekki varð manntjón af hlaupinu. Þennan dag, 12. október, átti að reka fé vestur yfir Mýrdalssand frá Álftaveri og sveitunum austan sandsins til slátrunar í Vík, en það frestaðist vegna þess að saltfarmur til Víkur hafði tafist. Hefði allt farið samkvæmt áætlun er sennilegt að margir menn og fjöldi fjár hefði orðið hlaupinu að bráð.

Tilvísun:

  • Guðrún Larsen 2000. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49: 1-28.

Myndir:

  • Larsen, G. 2010. Katla - Tephrochronology and eruption history. In: A. Schomacker, J. Krüger, and K. Kjær (eds): The Mýrdalsjökull ice cap, Iceland: glacial processes, sediments and landforms on an active volcano. Development in Quaternary Science 13, 23-49. Elsevier, Amsterdam.
  • Katla 1918 á is.wikipedia.org. Sótt 13. 3 .2012.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað dóu margir í Kötlugosinu 1918?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.3.2012

Spyrjandi

Embla Katrín, Harpa Dögg Hafsteinsdóttir, Högni Grétar Kristjánsson, Elísabet Ólafsdóttir, Sunna Jónína Sigurðardóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2012. Sótt 26. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61203.

Sigurður Steinþórsson. (2012, 19. mars). Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61203

Sigurður Steinþórsson. „Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2012. Vefsíða. 26. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61203>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Kötlugosið 1918?
Kötlugosið 1918 telur Guðrún Larsen (2000) hið 21. í eldstöðinni eftir landnám. Eins og jafnan í Kötlugosum olli jökulhlaupið sem fylgdi mestum tíðindum. Gosið hófst skömmu fyrir kl. 3 eftir hádegi 12. október og varð meðal stærstu Kötlugosa síðan land byggðist. Jarðskjálftar fundust í Mýrdal um tveimur tímum áður en gosmökkurinn sást rísa frá Kötlu. Hálftíma síðar, um 15:30, náði vestasti armur jökulhlaupsins til sjávar eftir farvegi Múlakvíslar. Um sama leyti klofnaði meginflaumur hlaupsins um Hjörleifshöfða og byltist fram báðum megin við hann, en austustu álmar hlaupsins náðu í farveg Hólmsár ofan við Hrífunes og eftir farvegi Skálmar að Álftaveri. Þar náði hlaupið sennilega hámarki milli kl. 17:30 og 18, og morguninn eftir hafði það að mestu farið hjá. Við Hjörleifshöfða var mikill gangur í hlaupinu 14. október en síðan hjaraði það út á einni viku.

Leið jökulhlaupsins sem fylgdi Kötlugosinu 1918. Smellið á myndina til þess að sjá hana stærri.

Áætlað er að í hlaupinu hafi borist til sjávar um 200 milljón rúmmetrar (0,2 km3) af sandi, mestmegnis Kötlugjósku – það jafngildir rúmmáli tenings sem er 585 metrar á kant eða kúlu sem er 726 metrar í þvermál. Framburðurinn færði ströndina sunnan við Hjörleifshöfða fram um meira en þrjá kílómetra þannig að um tíma var Kötlutangi syðsti oddi Íslands í stað Dyrhólaeyjar. Síðan hefur hafið borið sandinn vestur með ströndinni og meðal annars aukið mjög landrými við Vík í Mýrdal.

Mikið gjóskufall var frá Kötlu fyrstu daga gossins, og flesta daga til loka október féll umtalsverð aska. Gosinu lauk 4. nóvember. Mælingar benda til þess að gosstrókurinn hafi náð að minnsta kosti 14.300 metra hæð en gufa, sennilega með fíngerðu gjóskuryki, hafi náð yfir 25 km hæð, því eldingar yfir gígnum urðu í þeirri hæð. Meginhluti gjóskunnar barst til norðausturs og olli tjóni í Skaftártungu þaðan sem íbúar flúðu um tíma frá nyrstu bæjum. Gjóskan frá Kötlugosinu 1918 dreifðist yfir meira en helming landsins, um 60.000 km2, rúmmálið hefur verið metið um 0,7 km3.

Kötlugosinu 1918 fylgdi mikið gjóskufall.

Sennilega olli tilviljun því að ekki varð manntjón af hlaupinu. Þennan dag, 12. október, átti að reka fé vestur yfir Mýrdalssand frá Álftaveri og sveitunum austan sandsins til slátrunar í Vík, en það frestaðist vegna þess að saltfarmur til Víkur hafði tafist. Hefði allt farið samkvæmt áætlun er sennilegt að margir menn og fjöldi fjár hefði orðið hlaupinu að bráð.

Tilvísun:

  • Guðrún Larsen 2000. Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and environmental impact. Jökull 49: 1-28.

Myndir:

  • Larsen, G. 2010. Katla - Tephrochronology and eruption history. In: A. Schomacker, J. Krüger, and K. Kjær (eds): The Mýrdalsjökull ice cap, Iceland: glacial processes, sediments and landforms on an active volcano. Development in Quaternary Science 13, 23-49. Elsevier, Amsterdam.
  • Katla 1918 á is.wikipedia.org. Sótt 13. 3 .2012.


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað dóu margir í Kötlugosinu 1918?

...