Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndast aska?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hvað er gosaska? kemur fram að gosaska sé fínkornótt mylsna. Enn fremur segir:
Askan myndast þegar glóandi bráð freyðir og sundrast við það að eldfjallagufur, einkum vatn, losna úr bráðinni og þenjast út við þrýstilétti, líkt og koltvísýringur í gosflösku þegar tappinn er tekinn af. Mylsnan kólnar svo hratt að kristallar myndast ekki heldur „frýs“ hún sem gler. Gosaska er því óskyld þeirri ösku sem myndast við bruna, þegar kolefni og kolvetni oxast, kolefnið í koltvíoxíð og vetnið í vatn, en óbrennanlegur hluti efnisins, svo sem ýmis steinefni, verður eftir sem aska.

Öskumyndun í eldgosum er þannig að mestu leyti af völdum vatns. Að jafnaði myndast lítil aska í basaltgosum, líkt og gosið í Grímsvötnum sem hófst 21. maí árið 2011 var, vegna skorts á vatni en oftar en ekki bætist í vatnið þegar bráðin er á leið upp gíginn en það gerðist einmitt nú í Grímsvötnum þar sem um gos í jökli er að ræða. Þannig varð töluverð öskumyndun og öskufall í kjölfarið.

MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökka svæðið er í skugga frá efri hluta gosstróksins í austurjaðrinum.

Gosaska myndast þannig þegar bergbráð freyðir og sundrast af völdum vatns.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Stefán Hlífar Gunnarsson, f. 1997

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvernig myndast aska?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=59774.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Hvernig myndast aska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59774

ÍDÞ. „Hvernig myndast aska?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59774>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.