Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?

JGÞ

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum.


MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökka svæðið er í skugga frá efri hluta gosstróksins í austurjaðrinum.

Grímsvötn eru þrjár samliggjandi öskjur og í þeirri yngstu er vatnið sem eldstöðin dregur nafn sitt af. Eldfjallið er undir Vatnajökli og þar kemur aðallega upp basaltkvika. Þegar kvikan kemst í snertingu við ís og bræðsluvatn verður svokallað sprengigos. Hægt er að lesa meira um sprengigos í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Unnur Sesselía Ólafsdóttir, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59756.

JGÞ. (2011, 23. maí). Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59756

JGÞ. „Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59756>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gos er það sem nú er nýlega hafið í Grímsvötnum 2011?
Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins. Í svari við spurningunni: Hvaða eldfjall hefur gosið mest? kemur fram að Grímsvötn hafa líklega gosið oftar en 30 sinnum á síðustu 400 árum.


MODIS-gervitunglamynd frá 22.5.2011, tekin klukkan 5 um morgun. Á myndinni sést gosmökkurinn frá eldstöðinni í Grímsvötnum. Dökka svæðið er í skugga frá efri hluta gosstróksins í austurjaðrinum.

Grímsvötn eru þrjár samliggjandi öskjur og í þeirri yngstu er vatnið sem eldstöðin dregur nafn sitt af. Eldfjallið er undir Vatnajökli og þar kemur aðallega upp basaltkvika. Þegar kvikan kemst í snertingu við ís og bræðsluvatn verður svokallað sprengigos. Hægt er að lesa meira um sprengigos í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:...