Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?

EDS og SSt

Hjörleifshöfði (221 m.y.s) er móbergshöfði á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Það þýðir að hann hefur myndast við eldgos undir jökli en myndun móbergfjalla er lýst í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Ekki er vitað til þess að Hjörleifshöfði hafi verið aldursgreindur, en hann er örugglega frá síðari hluta ísaldar -- gæti verið frá lokum næst- (120.000 ár) eða þarnæstsíðasta (200.000 ár) jökulskeiðs.



Eins og sjá má er Hjörleifshöfði langt frá því að vera eyja. Sandurinn fyrir framan höfðann myndar Kötlutanga, syðsta odda Íslands.

Eftir ísöld hefur höfðinn verið eyja umlukin sjó. Smám saman hefur ströndin gengið fram þannig að við landnám var eyjan höfði sem gekk í sjó fram líkt og Víkurfjall nú. Á 15. öld varð höfðinn umlukinn sandi af völdum framburðar Kötluhlaupa og nú nær sandurinn töluvert suður fyrir höfðann.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

6.3.2008

Spyrjandi

Hrafnhildur Fannarsdóttir

Tilvísun

EDS og SSt. „Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7186.

EDS og SSt. (2008, 6. mars). Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7186

EDS og SSt. „Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig og hvenær myndaðist Hjörleifshöfði?
Hjörleifshöfði (221 m.y.s) er móbergshöfði á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Það þýðir að hann hefur myndast við eldgos undir jökli en myndun móbergfjalla er lýst í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Ekki er vitað til þess að Hjörleifshöfði hafi verið aldursgreindur, en hann er örugglega frá síðari hluta ísaldar -- gæti verið frá lokum næst- (120.000 ár) eða þarnæstsíðasta (200.000 ár) jökulskeiðs.



Eins og sjá má er Hjörleifshöfði langt frá því að vera eyja. Sandurinn fyrir framan höfðann myndar Kötlutanga, syðsta odda Íslands.

Eftir ísöld hefur höfðinn verið eyja umlukin sjó. Smám saman hefur ströndin gengið fram þannig að við landnám var eyjan höfði sem gekk í sjó fram líkt og Víkurfjall nú. Á 15. öld varð höfðinn umlukinn sandi af völdum framburðar Kötluhlaupa og nú nær sandurinn töluvert suður fyrir höfðann.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....