Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er móbergshryggur?

EDS

Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars:
Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.

Móbergshryggir hafa orðið til við eldgos undir jökli. Bergkvikan bræðir þá hvelfingu í jökulinn og þaðan kemur vatnið sem snöggkælir kvikuna eins og lýst er hér fyrir ofan. Gosefnin hlaðast smám saman upp og fylla hvelfinguna. Ef gosið hættir áður en gosefnin ná upp úr jöklinum verður til móbergshryggur ef gosið var sprungugos en móbergskeila ef um var að ræða gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu.

Ef gosefnin ná hins vegar að hlaðast upp úr jöklinum fer að renna hraun og þá er talað um móbergsstapa eins og til dæmis er lýst í svari við spurningunni Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Heimildir:

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson. 2001. Jarðfræði. Reykjavík: Iðnú.
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning.

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er móbergskeila og hvernig myndast hún?
  • Hvað eru móbergsstapar?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Kristín Haraldsdóttir, Alexander Ísak Sigurðsson, Steinunn Karlsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað er móbergshryggur?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7145.

EDS. (2008, 4. mars). Hvað er móbergshryggur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7145

EDS. „Hvað er móbergshryggur?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7145>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er móbergshryggur?
Kannski má segja að móberg sé sú bergtegund sem kemst næst því að geta kallast séríslensk. Sigurður Steinþórsson lýsir myndun þess í svari við spurningunni Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni? og segir þar meðal annars:

Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.

Móbergshryggir hafa orðið til við eldgos undir jökli. Bergkvikan bræðir þá hvelfingu í jökulinn og þaðan kemur vatnið sem snöggkælir kvikuna eins og lýst er hér fyrir ofan. Gosefnin hlaðast smám saman upp og fylla hvelfinguna. Ef gosið hættir áður en gosefnin ná upp úr jöklinum verður til móbergshryggur ef gosið var sprungugos en móbergskeila ef um var að ræða gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu.

Ef gosefnin ná hins vegar að hlaðast upp úr jöklinum fer að renna hraun og þá er talað um móbergsstapa eins og til dæmis er lýst í svari við spurningunni Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Heimildir:

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson. 2001. Jarðfræði. Reykjavík: Iðnú.
  • Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning.

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er móbergskeila og hvernig myndast hún?
  • Hvað eru móbergsstapar?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....