Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Sigurður Steinþórsson

Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands (Mál og menning 1991, bls. 74-75).Vífilsfell séð til suðurs.

Stallurinn á Vífilsfelli er stapi, það er efsti hluti hans er blágrýtislög en móberg undir. Toppurinn á Vífilsfelli er hins vegar yngri myndun sem liggur ofan á blágrýtinu og utan í vesturhlíð stapans. Hann er úr móbergi og er hluti af NV-SA gossprungu sem teygir sig frá Henglafjöllum suður fyrir Sandskeið. Þessi sprungustefna er óvenjuleg en þó ekkert einsdæmi, en ríkjandi sprungustefna á Suðurlandi er NA-SV.

Vífilsfell er semsagt myndað í tveimur gosum, þar sem hið síðara varð undir þykkari jökli en hið fyrra -- sennilega hvort á sínu jökulskeiði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.11.2007

Spyrjandi

Alda Sverrisdóttir

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6882.

Sigurður Steinþórsson. (2007, 2. nóvember). Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6882

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6882>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?
Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs Einarssonar, Myndun og mótun lands (Mál og menning 1991, bls. 74-75).Vífilsfell séð til suðurs.

Stallurinn á Vífilsfelli er stapi, það er efsti hluti hans er blágrýtislög en móberg undir. Toppurinn á Vífilsfelli er hins vegar yngri myndun sem liggur ofan á blágrýtinu og utan í vesturhlíð stapans. Hann er úr móbergi og er hluti af NV-SA gossprungu sem teygir sig frá Henglafjöllum suður fyrir Sandskeið. Þessi sprungustefna er óvenjuleg en þó ekkert einsdæmi, en ríkjandi sprungustefna á Suðurlandi er NA-SV.

Vífilsfell er semsagt myndað í tveimur gosum, þar sem hið síðara varð undir þykkari jökli en hið fyrra -- sennilega hvort á sínu jökulskeiði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats - Íslandsmyndasafn...