Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru eldgos algeng á ísöld?

EDS

Þegar spurt er um hvort eitthvað sé eða hafi verið algengt fer svarið eftir því við hvað er miðað. Hér er gert ráð fyrir að átt sér við hvernig eldvirkni var á Íslandi á síðustu ísöld.

Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,6 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið og hlýskeið eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

Það er ekkert sem að bendir til þess að eldgos hafi verið óalgengari á ísöld en þau eru í dag. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili þegar ísöld var að ganga í garð hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar. Í stuttu máli:

Ísöld gengur í garð =fækkun eldgosa
Ísöld stendur yfir=ástand eðlilegt
Ísöld lýkur=fjölgun eldgosa
Nútími=ástand eðlilegt

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars:
Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.

Gosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama.

Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum. Dæmi um eldkeilur sem gusu á ísöld og eru virkar enn í dag eru Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Öræfajökull. Dæmi um dyngjur sem mikil hraun runnu frá á þessum tíma eru Ok, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.



Herðubreið er dæmi um móbergsstapa sem myndaðist á einu af jökulskeiðum síðustu ísaldar.

Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, ýmist móbergshryggir sem hljóðust upp á sprungum en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveifluháls og Jarlhettur en dæmi um móbergsstapa eru Hlöðufell og Herðubreið.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör þar sem fjallað er um ísöld, til dæmis:Hægt er að nálgast fleiri svör um bæði um ísöld og eldvirkni með því að smella á leitarorð hér fyrir neðan.

Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi á Jarðvísindastofnun HÍ er þökkuð góð aðstoð við gerð þessa svars.

Heimild og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.5.2005

Spyrjandi

Gísli Erlendur Marinósson, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Voru eldgos algeng á ísöld?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2005, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4996.

EDS. (2005, 11. maí). Voru eldgos algeng á ísöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4996

EDS. „Voru eldgos algeng á ísöld?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2005. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4996>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru eldgos algeng á ísöld?
Þegar spurt er um hvort eitthvað sé eða hafi verið algengt fer svarið eftir því við hvað er miðað. Hér er gert ráð fyrir að átt sér við hvernig eldvirkni var á Íslandi á síðustu ísöld.

Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,6 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann tíma heldur skiptust á kuldaskeið og hlýskeið eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

Það er ekkert sem að bendir til þess að eldgos hafi verið óalgengari á ísöld en þau eru í dag. Hins vegar eru uppi hugmyndir um að á því tímabili þegar ísöld var að ganga í garð hafi eldgosum fækkað vegna aukins þrýstings frá upphleðslu íss. Að sama skapi voru eldgos tíðari þegar ísöld lauk og þrýstiléttir varð vegna ísbráðnunar. Í stuttu máli:

Ísöld gengur í garð =fækkun eldgosa
Ísöld stendur yfir=ástand eðlilegt
Ísöld lýkur=fjölgun eldgosa
Nútími=ástand eðlilegt

Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands má lesa um eldvirkni á ísöld. Þar segir meðal annars:
Þegar í upphafi ísaldar var eldvirknin einkum bundin við miðbik landsins og færðist, er á leið, á mjó belti suðvestan-, sunnan- og norðanlands og eru þar nú aðaljarðeldsvæði landsins. En auk þess voru allmikil eldsumbrot við utanverðan Skagafjörð og á Snæfellsnesi og hafa eldsumbrot haldist á síðarnefnda svæðinu fram á nútíma.

Gosbergið varð ólíkt að ytri gerð eftir því hvort það kom upp á auðu landi á hlýskeiðum eða undir jökli á jökulskeiðum þótt kvikan væri hin sama.

Á hlýskeiðum runnu grágrýtishraun langar leiðir og oft langt út fyrir gosbeltin. Þessi hraun komu ýmist frá gossprungum, eldkeilum eða dyngjum. Dæmi um eldkeilur sem gusu á ísöld og eru virkar enn í dag eru Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull og Öræfajökull. Dæmi um dyngjur sem mikil hraun runnu frá á þessum tíma eru Ok, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði.



Herðubreið er dæmi um móbergsstapa sem myndaðist á einu af jökulskeiðum síðustu ísaldar.

Á kuldaskeiðum ísaldar mynduðustu hins vegar móbergsfjöll við gos undir jökli, ýmist móbergshryggir sem hljóðust upp á sprungum en náðu yfirleitt ekki upp úr jöklinum eða móbergsstapar sem hlóðust upp úr jöklinum. Þessi fjöll setja mikinn svip á landslagið enn þann dag í dag. Sem dæmi um móbergshryggi má nefna Sveifluháls og Jarlhettur en dæmi um móbergsstapa eru Hlöðufell og Herðubreið.

Á Vísindavefnum eru nokkur svör þar sem fjallað er um ísöld, til dæmis:Hægt er að nálgast fleiri svör um bæði um ísöld og eldvirkni með því að smella á leitarorð hér fyrir neðan.

Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi á Jarðvísindastofnun HÍ er þökkuð góð aðstoð við gerð þessa svars.

Heimild og mynd:...