Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?

Helga Hafliðadóttir

Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna og íbúa sem þar dvelja. Reglur um slíkar takmarkanir heyra til svonefnds grenndar- eða nábýlisréttar.

Hér á landi er ekki að finna neina heildarlöggjöf um nábýlisrétt, en um hann fjalla dreifð laga- og reglugerðarákvæði. Þegar meta skal hvort tiltekin athöfn brjóti í bága við nábýlisrétt þarf að kanna hvort athöfnin hafi í för með sér töluverð óþægindi fyrir nágranna. Nágrannar þurfa stundum að sætta sig við óveruleg óþægindi, nema að athöfnin sé einungis framkvæmd til að valda þeim ama. Þegar meta á hvað séu leyfileg óþægindi og hvað óleyfileg, verður annars vegar að líta á hagsmuni fasteignaeiganda til athafnafrelsis á fasteign sinni og hins vegar á hagsmuni nágrannans af því að njóta friðar á sinni eign.

Það getur verið misjafnt hversu viðkvæmir nágrannar eru fyrir tilteknum óþægindum eða breytingum, en meginreglan er sú að ekki er unnt að taka tillit til slíkrar viðkvæmni þegar draga á mörkin milli leyfilegrar og óleyfilegrar athafnar. Óþægindi geta verið af ýmsum toga, svo sem reykur, sót, ryk, lykt, hávaði. Einnig geta óþægindi hlotist af móðgandi hegðun og sjónmengun getur valdið því að fasteign falli í verði.

Telji nágranni að nágrannareglur hafi verið brotnar og tiltekin athöfn sem nágranni ætlar að framkvæma valdi þeim óþægindum, er meginreglan sú að hann getur farið fram á að athöfnin fari ekki fram, eða að úr óþægindunum verði dregið. Frá þessari meginreglu eru þó undantekningar og getur nágranni þurft að sæta að tiltekin athöfn fari fram þó að hún valdi honum óþægindum.



Þetta skógarhögg gæti valdið nágranna tímabundnum óþægindum.

Vilji aðili höggva tré á eigin lóð þarf hann ekki að biðja um samþykki nágranna. Ef það færi svo að nágranni yrði fyrir óþægindum vegna skógarhöggsins, er líklegt að væru talin óþægindi sem hann þyrfti að þola. Óalgengt er að nágrannar kvarti undan því að tré sé fellt á lóð nágrannans. Algengara er að þeir krefjist þess að nágranni felli tré sem valda þeim óþægindum.

Ef tré sem menn ætla að fella er 8 metrar eða hærri og eldri en 60 ára þarf að fá samþykki yfirvalda. Í Samþykkt um friðun trjáa í Reykjavík segir í 2. gr. samþykktarinnar:

Samþykkt þessi tekur til allra trjáa í Reykjavík, sem eru 8 m eða hærri og sem eru eldri en 60 ára. Ákvæði samþykktar þessara víkja fyrir strangari ákvæðum, sem sett eru í deiliskipulagi einstakra reita eða borgarhverfa.
Jafnframt kemur fram í 3. gr. samþykktarinnar:
Óheimilt er að fella tré samkvæmt 2. gr. nema með leyfi garðyrkjustjóra, eða eftir atvikum skipulags- og byggingarnefndar. Umsókn um leyfi til að fella tré skal beint til garðyrkjustjórans í Reykjavík. Garðyrkjustjóri getur gert kröfu til þess að umsækjandi leggi fram með umsókn sinni afstöðumynd, ljósmyndir og/eða greinargerð eftir því sem þörf er á. Ekki geta aðrir en eigendur trjáa fengið leyfi til að fella þau. Sé um að ræða tré á lóð fjöleignarhúss skal fylgja umsókn skriflegt samþykki meirihluta þinglýstra eigenda, bæði miðað við fjölda og hlutdeild í lóð, sbr. D-lið 41. gr. laga um fjöleignarhús.
Ef garðyrkjustjóri synjar umsókn er hægt að vísa erindi til Skipulags - og bygginganefndar. Á vefsetri Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar er hægt að lesa samþykktina í heild sinni.

Taka skal fram að aðrar reglur um hvort leyfilegt sé að fella tré án samþykkis geta gilt í öðrum bæjar- eða sveitarfélögum.

Mynd: Elveden

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.11.2005

Spyrjandi

Steinar Sturlaugsson

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2005. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5374.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 2. nóvember). Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5374

Helga Hafliðadóttir. „Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2005. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5374>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?
Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna og íbúa sem þar dvelja. Reglur um slíkar takmarkanir heyra til svonefnds grenndar- eða nábýlisréttar.

Hér á landi er ekki að finna neina heildarlöggjöf um nábýlisrétt, en um hann fjalla dreifð laga- og reglugerðarákvæði. Þegar meta skal hvort tiltekin athöfn brjóti í bága við nábýlisrétt þarf að kanna hvort athöfnin hafi í för með sér töluverð óþægindi fyrir nágranna. Nágrannar þurfa stundum að sætta sig við óveruleg óþægindi, nema að athöfnin sé einungis framkvæmd til að valda þeim ama. Þegar meta á hvað séu leyfileg óþægindi og hvað óleyfileg, verður annars vegar að líta á hagsmuni fasteignaeiganda til athafnafrelsis á fasteign sinni og hins vegar á hagsmuni nágrannans af því að njóta friðar á sinni eign.

Það getur verið misjafnt hversu viðkvæmir nágrannar eru fyrir tilteknum óþægindum eða breytingum, en meginreglan er sú að ekki er unnt að taka tillit til slíkrar viðkvæmni þegar draga á mörkin milli leyfilegrar og óleyfilegrar athafnar. Óþægindi geta verið af ýmsum toga, svo sem reykur, sót, ryk, lykt, hávaði. Einnig geta óþægindi hlotist af móðgandi hegðun og sjónmengun getur valdið því að fasteign falli í verði.

Telji nágranni að nágrannareglur hafi verið brotnar og tiltekin athöfn sem nágranni ætlar að framkvæma valdi þeim óþægindum, er meginreglan sú að hann getur farið fram á að athöfnin fari ekki fram, eða að úr óþægindunum verði dregið. Frá þessari meginreglu eru þó undantekningar og getur nágranni þurft að sæta að tiltekin athöfn fari fram þó að hún valdi honum óþægindum.



Þetta skógarhögg gæti valdið nágranna tímabundnum óþægindum.

Vilji aðili höggva tré á eigin lóð þarf hann ekki að biðja um samþykki nágranna. Ef það færi svo að nágranni yrði fyrir óþægindum vegna skógarhöggsins, er líklegt að væru talin óþægindi sem hann þyrfti að þola. Óalgengt er að nágrannar kvarti undan því að tré sé fellt á lóð nágrannans. Algengara er að þeir krefjist þess að nágranni felli tré sem valda þeim óþægindum.

Ef tré sem menn ætla að fella er 8 metrar eða hærri og eldri en 60 ára þarf að fá samþykki yfirvalda. Í Samþykkt um friðun trjáa í Reykjavík segir í 2. gr. samþykktarinnar:

Samþykkt þessi tekur til allra trjáa í Reykjavík, sem eru 8 m eða hærri og sem eru eldri en 60 ára. Ákvæði samþykktar þessara víkja fyrir strangari ákvæðum, sem sett eru í deiliskipulagi einstakra reita eða borgarhverfa.
Jafnframt kemur fram í 3. gr. samþykktarinnar:
Óheimilt er að fella tré samkvæmt 2. gr. nema með leyfi garðyrkjustjóra, eða eftir atvikum skipulags- og byggingarnefndar. Umsókn um leyfi til að fella tré skal beint til garðyrkjustjórans í Reykjavík. Garðyrkjustjóri getur gert kröfu til þess að umsækjandi leggi fram með umsókn sinni afstöðumynd, ljósmyndir og/eða greinargerð eftir því sem þörf er á. Ekki geta aðrir en eigendur trjáa fengið leyfi til að fella þau. Sé um að ræða tré á lóð fjöleignarhúss skal fylgja umsókn skriflegt samþykki meirihluta þinglýstra eigenda, bæði miðað við fjölda og hlutdeild í lóð, sbr. D-lið 41. gr. laga um fjöleignarhús.
Ef garðyrkjustjóri synjar umsókn er hægt að vísa erindi til Skipulags - og bygginganefndar. Á vefsetri Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar er hægt að lesa samþykktina í heild sinni.

Taka skal fram að aðrar reglur um hvort leyfilegt sé að fella tré án samþykkis geta gilt í öðrum bæjar- eða sveitarfélögum.

Mynd: Elveden...