Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?

Björn Reynir Halldórsson

Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum sem skeytt var saman og eru á bakhlið plötunnar.

Eins og titill lagsins gefur til kynna var um kvenmann að ræða. Kona að nafni Diane Ashley gekkst við því að hafa klifrað inn um baðherbergisglugga Paul McCartneys. Hún tilheyrði hópi æstra aðdáenda Bítlanna sem í daglegu tali kölluðust „Apple scruffs“. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessir aðdáendur höfðust dögum saman fyrir utan höfuðstöðvar Apple-fyrirtækisins og hljóðversins fræga við Abbey Road, þar sem samnefnd plata Bítlanna var tekin upp. Enska orðið scruff merkir hnakkadramb og orðasambandið 'she grabbed him by the scruff of his neck' mætti þýða sem 'hún tók í hnakkadrambið á honum' eða 'hún tók í lurginn á honum'.

Nokkrar af svonefndum „Apple scruffs“, en svo nefndust aðdáendur Bítlanna sem dvöldu löngum stundum fyrir utan Abbey Road-hljóðverið í London. Diane Ashely var ein þeirra. Hún fór inn um baðherbergisglugga Paul McCartneys og sá atburður varð kveikjan að laginu „She Came in Through the Bathroom Window“.

Samkvæmt heimildum beið hópurinn eitt sunnudagskvöldið eftir Paul á heimili hans í St. John Wood-hverfinu í London en biðin var löng og leiddist stúlkunum. Þær tóku eftir því að einn glugginn var hálfopinn og klifraði Diane inn um hann og opnaði fyrir hinum sem tóku með sér ýmsa muni til minningar um átrúnaðargoðið sitt. Nágrannar tóku eftir þessu og reyndu að ná í Paul en ekki náðist í hann fyrr en næsta þriðjudag enda var hann í New York að kynna hið nýstofnaða Apple-útgáfufyrirtæki. Síðasta erindið vísar til leigubílsstjóra sem keyrði hann á JFK-flugvöllinn í New York en sá hafði áður verið lögreglumaður.

She Came In Through the Bathroom Window kom út á plötunni Abbey Road árið 1969

Texti lagsins lýsir atburðarásinni ágætlega:

She came in through the bathroom window

Protected by a silver spoon

But now she sucks her thumb and wanders

By the banks of her own lagoon

Didn't anybody tell her?

Didn't anybody see?

Sunday's on the phone to Monday

Tuesday's on the phone to me

She said she'd always been a dancer

She worked at 15 clubs a day

And though she thought I knew the answer

Well I knew what I could not say

And so I quit the police department

And got myself a steady job

And though she tried her best to help me

She could steal but she could not rob

Oh yeah

Lagið rataði óvænt inn í íslenska þjóðlegsumræðu sumarið 2014 þegar Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri, deildi því á Twitter-síðu og kvað vera eitt af sínum uppáhaldsbítlalögum. Eftir að DV greindi frá afskiptum innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á svonefndu lekamáli fóru fjölmiðlar að rýna í þessa Twitter-færslu Stefáns og velta fyrir sér hvort Stefán væri að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri að afskipti ráðherra hefði eitthvað að segja um starflok hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir væri þannig „vernduð af silfurskeið“ og Stefán „hætti í lögreglunni og fékk sér þægilega vinnu“. Því hafnaði Stefán og kvað einfaldlega komin tíma á nýjan starfsvettvang og að færslan tengdist starfslokum ekki á neinn hátt.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.8.2014

Spyrjandi

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hver kom inn um baðherbergisgluggann?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2014, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63083.

Björn Reynir Halldórsson. (2014, 29. ágúst). Hver kom inn um baðherbergisgluggann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63083

Björn Reynir Halldórsson. „Hver kom inn um baðherbergisgluggann?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2014. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?
Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum sem skeytt var saman og eru á bakhlið plötunnar.

Eins og titill lagsins gefur til kynna var um kvenmann að ræða. Kona að nafni Diane Ashley gekkst við því að hafa klifrað inn um baðherbergisglugga Paul McCartneys. Hún tilheyrði hópi æstra aðdáenda Bítlanna sem í daglegu tali kölluðust „Apple scruffs“. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessir aðdáendur höfðust dögum saman fyrir utan höfuðstöðvar Apple-fyrirtækisins og hljóðversins fræga við Abbey Road, þar sem samnefnd plata Bítlanna var tekin upp. Enska orðið scruff merkir hnakkadramb og orðasambandið 'she grabbed him by the scruff of his neck' mætti þýða sem 'hún tók í hnakkadrambið á honum' eða 'hún tók í lurginn á honum'.

Nokkrar af svonefndum „Apple scruffs“, en svo nefndust aðdáendur Bítlanna sem dvöldu löngum stundum fyrir utan Abbey Road-hljóðverið í London. Diane Ashely var ein þeirra. Hún fór inn um baðherbergisglugga Paul McCartneys og sá atburður varð kveikjan að laginu „She Came in Through the Bathroom Window“.

Samkvæmt heimildum beið hópurinn eitt sunnudagskvöldið eftir Paul á heimili hans í St. John Wood-hverfinu í London en biðin var löng og leiddist stúlkunum. Þær tóku eftir því að einn glugginn var hálfopinn og klifraði Diane inn um hann og opnaði fyrir hinum sem tóku með sér ýmsa muni til minningar um átrúnaðargoðið sitt. Nágrannar tóku eftir þessu og reyndu að ná í Paul en ekki náðist í hann fyrr en næsta þriðjudag enda var hann í New York að kynna hið nýstofnaða Apple-útgáfufyrirtæki. Síðasta erindið vísar til leigubílsstjóra sem keyrði hann á JFK-flugvöllinn í New York en sá hafði áður verið lögreglumaður.

She Came In Through the Bathroom Window kom út á plötunni Abbey Road árið 1969

Texti lagsins lýsir atburðarásinni ágætlega:

She came in through the bathroom window

Protected by a silver spoon

But now she sucks her thumb and wanders

By the banks of her own lagoon

Didn't anybody tell her?

Didn't anybody see?

Sunday's on the phone to Monday

Tuesday's on the phone to me

She said she'd always been a dancer

She worked at 15 clubs a day

And though she thought I knew the answer

Well I knew what I could not say

And so I quit the police department

And got myself a steady job

And though she tried her best to help me

She could steal but she could not rob

Oh yeah

Lagið rataði óvænt inn í íslenska þjóðlegsumræðu sumarið 2014 þegar Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri, deildi því á Twitter-síðu og kvað vera eitt af sínum uppáhaldsbítlalögum. Eftir að DV greindi frá afskiptum innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á svonefndu lekamáli fóru fjölmiðlar að rýna í þessa Twitter-færslu Stefáns og velta fyrir sér hvort Stefán væri að reyna að koma þeim skilaboðum á framfæri að afskipti ráðherra hefði eitthvað að segja um starflok hans. Hanna Birna Kristjánsdóttir væri þannig „vernduð af silfurskeið“ og Stefán „hætti í lögreglunni og fékk sér þægilega vinnu“. Því hafnaði Stefán og kvað einfaldlega komin tíma á nýjan starfsvettvang og að færslan tengdist starfslokum ekki á neinn hátt.

Heimildir:

Mynd:

...