Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er réttarregla?

Sigurður Guðmundsson

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:
Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299).
Samkvæmt þessu ættu íslenskar réttarreglur að vera reglur, sem byggðar eru á settum lögum, venju eða öðrum viðurkenndum réttarheimildum íslensks réttar. Reglur sem byggðu til að mynda á siðferði en ekki á því sem hér á undan greinir, myndu hins vegar ekki teljast réttarreglur á Íslandi.

Um réttarreglur og annað þeim tengt er einnig hægt að lesa í mjög áhugaverðri bók Sigurðar Líndal, Um lög og lögfræði: Grundvöllur laga – réttarheimildir, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2002.

Heimild:
  • Björn Þ. Guðmundsson. Netlögbókin. (Sótt 19.1.2004).

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

19.1.2004

Síðast uppfært

19.4.2022

Spyrjandi

Þorvaldur Þorsteinsson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hvað er réttarregla?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2004, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3954.

Sigurður Guðmundsson. (2004, 19. janúar). Hvað er réttarregla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3954

Sigurður Guðmundsson. „Hvað er réttarregla?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2004. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er réttarregla?
Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:

Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299).
Samkvæmt þessu ættu íslenskar réttarreglur að vera reglur, sem byggðar eru á settum lögum, venju eða öðrum viðurkenndum réttarheimildum íslensks réttar. Reglur sem byggðu til að mynda á siðferði en ekki á því sem hér á undan greinir, myndu hins vegar ekki teljast réttarreglur á Íslandi.

Um réttarreglur og annað þeim tengt er einnig hægt að lesa í mjög áhugaverðri bók Sigurðar Líndal, Um lög og lögfræði: Grundvöllur laga – réttarheimildir, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2002.

Heimild:
  • Björn Þ. Guðmundsson. Netlögbókin. (Sótt 19.1.2004).
...