Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Halldór Gunnar Haraldsson

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar segir í 3. tölulið 3. málsgreinar sömu greinir að með auglýsingum sé hér meðal annars átt við hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu. Á því leikur enginn vafi að vefsíður flokkast undir fjölmiðla á sama hátt og prentmiðlar. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar samkvæmt 1. málsgrein 20. greinar laga númer 75 frá árinu 1998, svokallaðra áfengislaga. Í 4. málsgrein sömu laga er raunar veitt sambærileg undanþága og í tóbaksvarnalögunum.

Af ofansögðu er ljóst að auglýsingar á áfengi og tóbaki eru bannaðar á Íslandi og skiptir þar engu máli að vefsíður eru hvergi nefndar í lögum um áfengis- og tóbaksvarnir. Hljóta vefsíður enda að flokkast undir fjölmiðla með sama hætti og prent- og ljósvakamiðlar. Alþingi er talið heimilt að leggja bann við áfengis- og tóbaksauglýsingum samkvæmt 2. málsgrein 73. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að tjáningarfrelsi megi setja skorður með lögum til verndar heilsu manna.

Í

e1fengisaugl%fdsingar" target="_blank">Hæstaréttardómum frá 1999
er á blaðsíðu 781 staðfest að bann löggjafans við áfengisauglýsingum sé í samræmi við 73. grein stjórnarskrárinnar og réttlætist af því að verið sé að vernda heilsu manna. Augljóst er að dómurinn hefur einnig fordæmisgildi hvað varðar tóbak sem og auglýsingar á vefsíðum.

Höfundur

Útgáfudagur

7.6.2002

Spyrjandi

Orri Guðjónsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2002. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2470.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 7. júní). Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2470

Halldór Gunnar Haraldsson. „Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2002. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2470>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?
Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar segir í 3. tölulið 3. málsgreinar sömu greinir að með auglýsingum sé hér meðal annars átt við hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu. Á því leikur enginn vafi að vefsíður flokkast undir fjölmiðla á sama hátt og prentmiðlar. Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar samkvæmt 1. málsgrein 20. greinar laga númer 75 frá árinu 1998, svokallaðra áfengislaga. Í 4. málsgrein sömu laga er raunar veitt sambærileg undanþága og í tóbaksvarnalögunum.

Af ofansögðu er ljóst að auglýsingar á áfengi og tóbaki eru bannaðar á Íslandi og skiptir þar engu máli að vefsíður eru hvergi nefndar í lögum um áfengis- og tóbaksvarnir. Hljóta vefsíður enda að flokkast undir fjölmiðla með sama hætti og prent- og ljósvakamiðlar. Alþingi er talið heimilt að leggja bann við áfengis- og tóbaksauglýsingum samkvæmt 2. málsgrein 73. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að tjáningarfrelsi megi setja skorður með lögum til verndar heilsu manna.

Í

e1fengisaugl%fdsingar" target="_blank">Hæstaréttardómum frá 1999
er á blaðsíðu 781 staðfest að bann löggjafans við áfengisauglýsingum sé í samræmi við 73. grein stjórnarskrárinnar og réttlætist af því að verið sé að vernda heilsu manna. Augljóst er að dómurinn hefur einnig fordæmisgildi hvað varðar tóbak sem og auglýsingar á vefsíðum....