Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið hollur er notað um eitthvað sem er heilsusamlegt. Þess vegna er vafasamt að nota það í samanburði tveggja hluta sem á engan hátt geta talist heilsunni góðir. Hvorki vindlar né sígarettur geta uppfyllt þau skilyrði sem orðið hollur kveður á um og vindlar eru því ekki hollari en sígarettur eða öfugt.

Miðstigið hollari er hins vegar hægt að nota í samanburði tveggja tegunda af einhverju ef báðar geta talist heilsusamlegar. Til dæmis er hægt að segja að paprika sé hollari en vínber ef sýnt hefur verið fram á að hún sé ríkari af bætiefnum.

Á Vísindavefnum er hægt að fræðast meira um sígarettur og óhollustu í svörum við spurningunum:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.10.2003

Spyrjandi

Brynjar Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?“ Vísindavefurinn, 8. október 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3787.

Guðrún Kvaran. (2003, 8. október). Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3787

Guðrún Kvaran. „Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3787>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota orðið hollari þegar bornir eru saman tveir óhollir hlutir eins og vindlar og sígarettur?
Orðið hollur er notað um eitthvað sem er heilsusamlegt. Þess vegna er vafasamt að nota það í samanburði tveggja hluta sem á engan hátt geta talist heilsunni góðir. Hvorki vindlar né sígarettur geta uppfyllt þau skilyrði sem orðið hollur kveður á um og vindlar eru því ekki hollari en sígarettur eða öfugt.

Miðstigið hollari er hins vegar hægt að nota í samanburði tveggja tegunda af einhverju ef báðar geta talist heilsusamlegar. Til dæmis er hægt að segja að paprika sé hollari en vínber ef sýnt hefur verið fram á að hún sé ríkari af bætiefnum.

Á Vísindavefnum er hægt að fræðast meira um sígarettur og óhollustu í svörum við spurningunum: