Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?

FRÆ: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum

Upphaflegar spurningar voru:

  • Hvað er marijúana? (Eðvarð)
  • Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig)
  • Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig)

Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinna má hamp úr basttrefjum í stofni hennar. Kannabisplantan vex víða um heim og er nú einkum ræktuð í Austurlöndum nær, svo sem Líbanon, Mið-Austurlöndum, til dæmis Íran, Pakistan, Afganistan og Nepal, í Marokkó í Norður-Afríku og Mexíkó og víðar í Ameríku.

Tetrahýdrókannabínól er einn margra svokallaðra kannabínóíða sem finnast í kannabisplöntunni. Aðrir eru til dæmis kannabídíól, kannabínól og kannabíkrómen. Í plöntunni hafa auk þess verið greind nokkur hundruð önnur efni sem einnig er að finna í tóbaksplöntunni, en þó ekki nikótín.

Kannabisplantan er einær, tvíkynja planta, og getur orðið allt að 4-5 m á hæð. Kannabínóíðar finnast bæði í karl- og kvenplöntunni. Blöð plöntunnar eru stór, oft 5-7 fingruð, sagtennt og með löngum stilk. Blómin eru smá og grænleit og skipa sér í blaðaxlirnar. Á smáblöðum sem umlykja blómin og á blómsprotum og víðar eru kirtilhár sem skilja út kvoðu (e. harpix) sem hefur að geyma kannabínóíða.


Mismunandi hlutar kannabisplöntunnar.

Hugtakið kannabis er yfirleitt notað yfir alla hluta kannabisplöntunnar sem innihalda kannabínóíða, þar á meðal tetrahýdrókannabínól. Helstu flokkar eða tegundir kannabis eru hass og marijúana (stundum kallað gras) en einnig hassolía.

Marijúana samanstendur af blómsprotum og laufi kannabisplantna sem eru þurrkuð og grófmulin.

Hass er mulin, sigtuð, pressuð og stundum hreinsuð kvoða unnin úr kannabisplöntum. Magn kannabínóíða í hassi er mun meira en í marijúana.

Hassolía er framleidd með því að láta lífræn leysiefni draga kannabínóíða úr hassi eða kannabisplöntum. Þannig verður þéttni eða magn tetrahýdrókannabínóls og annarra kannabínóíða meira en annars væri hægt að ná fram.

Magn THC í marijúana er oft á bilinu 5-10 mg í einu grammi, í hassi er það um 30-70 mg/g og í hassolíu 50-120 mg/g. Marijúana er venjulega reykt í heimatilbúnum sígarettum. Hass er oftast reykt mulið í pípum eða öðrum reykingartólum, en er stundum blandað í te. Hassolía er oftast notuð þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem síðan er reykt. Kannabis er einnig stundum neytt við inntöku í ýmsum formum.

Kannabis hefur í árþúsundir víða um heim verið notað sem róandi lyf, svefnlyf, verkjadeyfandi lyf, flogaveikilyf og vímugjafi. Það var samt ekki fyrr en árið 1964 að sannað þótti að tetrahýdrókannabínól væri hið vímugefandi efni í kannabis. Enn er því svo farið að minna er vitað um verkanir tetrahýdrókannabínóls en flestra annarra vímugjafa.


Þetta svar er stytt og örlítið breytt útgáfa greinar af vefsetrinu doktor.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér má nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Útgáfudagur

28.9.2006

Spyrjandi

Eðvarð Erlingsson
Sólveig Heimisdóttir

Tilvísun

FRÆ: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. „Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?“ Vísindavefurinn, 28. september 2006. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6217.

FRÆ: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. (2006, 28. september). Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6217

FRÆ: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. „Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2006. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6217>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?
Upphaflegar spurningar voru:

  • Hvað er marijúana? (Eðvarð)
  • Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig)
  • Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig)

Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinna má hamp úr basttrefjum í stofni hennar. Kannabisplantan vex víða um heim og er nú einkum ræktuð í Austurlöndum nær, svo sem Líbanon, Mið-Austurlöndum, til dæmis Íran, Pakistan, Afganistan og Nepal, í Marokkó í Norður-Afríku og Mexíkó og víðar í Ameríku.

Tetrahýdrókannabínól er einn margra svokallaðra kannabínóíða sem finnast í kannabisplöntunni. Aðrir eru til dæmis kannabídíól, kannabínól og kannabíkrómen. Í plöntunni hafa auk þess verið greind nokkur hundruð önnur efni sem einnig er að finna í tóbaksplöntunni, en þó ekki nikótín.

Kannabisplantan er einær, tvíkynja planta, og getur orðið allt að 4-5 m á hæð. Kannabínóíðar finnast bæði í karl- og kvenplöntunni. Blöð plöntunnar eru stór, oft 5-7 fingruð, sagtennt og með löngum stilk. Blómin eru smá og grænleit og skipa sér í blaðaxlirnar. Á smáblöðum sem umlykja blómin og á blómsprotum og víðar eru kirtilhár sem skilja út kvoðu (e. harpix) sem hefur að geyma kannabínóíða.


Mismunandi hlutar kannabisplöntunnar.

Hugtakið kannabis er yfirleitt notað yfir alla hluta kannabisplöntunnar sem innihalda kannabínóíða, þar á meðal tetrahýdrókannabínól. Helstu flokkar eða tegundir kannabis eru hass og marijúana (stundum kallað gras) en einnig hassolía.

Marijúana samanstendur af blómsprotum og laufi kannabisplantna sem eru þurrkuð og grófmulin.

Hass er mulin, sigtuð, pressuð og stundum hreinsuð kvoða unnin úr kannabisplöntum. Magn kannabínóíða í hassi er mun meira en í marijúana.

Hassolía er framleidd með því að láta lífræn leysiefni draga kannabínóíða úr hassi eða kannabisplöntum. Þannig verður þéttni eða magn tetrahýdrókannabínóls og annarra kannabínóíða meira en annars væri hægt að ná fram.

Magn THC í marijúana er oft á bilinu 5-10 mg í einu grammi, í hassi er það um 30-70 mg/g og í hassolíu 50-120 mg/g. Marijúana er venjulega reykt í heimatilbúnum sígarettum. Hass er oftast reykt mulið í pípum eða öðrum reykingartólum, en er stundum blandað í te. Hassolía er oftast notuð þannig að nokkrir dropar eru settir í tóbak sem síðan er reykt. Kannabis er einnig stundum neytt við inntöku í ýmsum formum.

Kannabis hefur í árþúsundir víða um heim verið notað sem róandi lyf, svefnlyf, verkjadeyfandi lyf, flogaveikilyf og vímugjafi. Það var samt ekki fyrr en árið 1964 að sannað þótti að tetrahýdrókannabínól væri hið vímugefandi efni í kannabis. Enn er því svo farið að minna er vitað um verkanir tetrahýdrókannabínóls en flestra annarra vímugjafa.


Þetta svar er stytt og örlítið breytt útgáfa greinar af vefsetrinu doktor.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér má nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...