Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?

Halldór Gunnar Haraldsson

Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi.

Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstaklinga og þjóðfélagið sem heild, þó að deildar meiningar séu um hvort það hafi tekist og þá að hve miklu leyti.

Hin skaðlegu áhrif kannabis eru í fyrsta lagi á andlega og líkamlega heilsu neytandans. Þessi áhrif eru almennt talin veruleg, að minnsta kosti ef neyslan er langvarandi. Neysla efnisins er talin geta leitt til alvarlegrar deyfðar og vanrækslu. Þá hafa verið leiddar líkur að því að neysla lyfsins valdi ýmsum líkamlegum sjúkdómum en oft er erfitt að sanna eða afsanna eitthvað í þeim efnum því að rannsóknir af þessu tagi geta tekið ár eða jafnvel áratugi.

Í annan stað er neysla kannabisefna talin geta haft óheppileg áhrif frá félagslegu sjónarmiði þar sem neytendur verða sinnulausir, þeir flýja undan skyldum sínum sem foreldrar, námsmenn, starfsmenn í fyrirtækjum og svo framvegis.

Í þriðja lagi telja margir að neysla kannabisefna leiði til afbrota bæði vegna þess að neytendur fremji afbrot til að eiga fyrir efnunum en einnig telja sumir að efnið valdi aukinni árásarhneigð.

Gagnrýnendur bannsins vilja hins vegar meina að fíkniefnabannið leiði til hækkunar á verði efnanna og þar með til aukinna afbrota sem tengjast þeim. Gegn þessu sjónarmiði hefur hins vegar verið bent á að mörg afbrot séu framin vegna sinnuleysis um venjulega launavinnu. Það sé neyslan sem geri menn illa starfhæfa og neytendur hneigist því til skyndilausna á borð við innbrot. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að langflest alvarleg afbrot eru framin af vímuefnaneytendum, ekki síst áfengisneytendum.

Í fjórða lagi telja margir að neysla kannabisefna leiði til neyslu sterkari efna. Um þetta er þó deilt því að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl. Þannig neyta margir kannabisneytendur áfengis en er þar með sagt að áfengi leiði til neyslu kannabisefna? Getur ekki verið að um sameiginlega orsakaskýringu sé að ræða, til dæmis ákveðna skapgerðareiginleika sem leiða til vímuefnaneyslu almennt? Þannig er ljóst að það er tölfræðileg fylgni milli neyslu tiltekinna vímuefna en hvort samsvarandi orsakatengsl eru fyrir hendi er efiðara að segja.

Af framansögðu er ljóst að umdeilt er hvort kannabisefni eigi að banna með öllu. Hollendingar hafa til að mynda reynt aðra og „mýkri“ leið. Íslendingar hafa hins vegar kosið að fylgja fordæmi flestra annarra þjóða, einkum Norðurlandaþjóða. Telja margir æskilegt að sem mest lögeining ríki á þessu sviði, ella gæti landið orðið að einhvers konar fríhöfn fíkniefnasala. Líklegt má telja að afstaða íslenska löggjafans hafi í gegnum tíðina mótast af alþjóðlegum straumum. Íslensk refsilöggjöf hefur jafnan verið tekin óbreytt eða lítið breytt frá nágrannaþjóðum, einkum Norðurlandaþjóðum. Þá er líka hefð fyrir „harðri“ stefnu í vímuefnamálum hér á landi og nægir að benda á fræg bjór- og áfengisbönn í þeim efnum.

Heimild:
  • Jónatan Þórmundsson, „Eiturlyf og afbrot“, Úlfljótur, 3.h. 1972.


Mynd: HB

Höfundur

Útgáfudagur

24.9.2001

Spyrjandi

Valdimar Kristjánsson, Ingvi Þór Þráinsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?“ Vísindavefurinn, 24. september 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1878.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 24. september). Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1878

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1878>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi.

Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstaklinga og þjóðfélagið sem heild, þó að deildar meiningar séu um hvort það hafi tekist og þá að hve miklu leyti.

Hin skaðlegu áhrif kannabis eru í fyrsta lagi á andlega og líkamlega heilsu neytandans. Þessi áhrif eru almennt talin veruleg, að minnsta kosti ef neyslan er langvarandi. Neysla efnisins er talin geta leitt til alvarlegrar deyfðar og vanrækslu. Þá hafa verið leiddar líkur að því að neysla lyfsins valdi ýmsum líkamlegum sjúkdómum en oft er erfitt að sanna eða afsanna eitthvað í þeim efnum því að rannsóknir af þessu tagi geta tekið ár eða jafnvel áratugi.

Í annan stað er neysla kannabisefna talin geta haft óheppileg áhrif frá félagslegu sjónarmiði þar sem neytendur verða sinnulausir, þeir flýja undan skyldum sínum sem foreldrar, námsmenn, starfsmenn í fyrirtækjum og svo framvegis.

Í þriðja lagi telja margir að neysla kannabisefna leiði til afbrota bæði vegna þess að neytendur fremji afbrot til að eiga fyrir efnunum en einnig telja sumir að efnið valdi aukinni árásarhneigð.

Gagnrýnendur bannsins vilja hins vegar meina að fíkniefnabannið leiði til hækkunar á verði efnanna og þar með til aukinna afbrota sem tengjast þeim. Gegn þessu sjónarmiði hefur hins vegar verið bent á að mörg afbrot séu framin vegna sinnuleysis um venjulega launavinnu. Það sé neyslan sem geri menn illa starfhæfa og neytendur hneigist því til skyndilausna á borð við innbrot. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að langflest alvarleg afbrot eru framin af vímuefnaneytendum, ekki síst áfengisneytendum.

Í fjórða lagi telja margir að neysla kannabisefna leiði til neyslu sterkari efna. Um þetta er þó deilt því að erfitt er að sýna fram á orsakatengsl. Þannig neyta margir kannabisneytendur áfengis en er þar með sagt að áfengi leiði til neyslu kannabisefna? Getur ekki verið að um sameiginlega orsakaskýringu sé að ræða, til dæmis ákveðna skapgerðareiginleika sem leiða til vímuefnaneyslu almennt? Þannig er ljóst að það er tölfræðileg fylgni milli neyslu tiltekinna vímuefna en hvort samsvarandi orsakatengsl eru fyrir hendi er efiðara að segja.

Af framansögðu er ljóst að umdeilt er hvort kannabisefni eigi að banna með öllu. Hollendingar hafa til að mynda reynt aðra og „mýkri“ leið. Íslendingar hafa hins vegar kosið að fylgja fordæmi flestra annarra þjóða, einkum Norðurlandaþjóða. Telja margir æskilegt að sem mest lögeining ríki á þessu sviði, ella gæti landið orðið að einhvers konar fríhöfn fíkniefnasala. Líklegt má telja að afstaða íslenska löggjafans hafi í gegnum tíðina mótast af alþjóðlegum straumum. Íslensk refsilöggjöf hefur jafnan verið tekin óbreytt eða lítið breytt frá nágrannaþjóðum, einkum Norðurlandaþjóðum. Þá er líka hefð fyrir „harðri“ stefnu í vímuefnamálum hér á landi og nægir að benda á fræg bjór- og áfengisbönn í þeim efnum.

Heimild:
  • Jónatan Þórmundsson, „Eiturlyf og afbrot“, Úlfljótur, 3.h. 1972.


Mynd: HB...