Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Gjarnan er miðað við að í líkama meðalþungs fullorðins einstaklings séu eitthvað í kringum 5 lítrar af blóði. Þarna er venjulega átt við karlmann sem er um 70 kg að þyngd en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á blóðmagnið svo sem kyn, heilsufar, líkamssamsetning og búseta.

Sá þáttur sem oftast er nefndur sem áhrifaþáttur á magn blóðs er líkamsþyngdin. Til viðmiðunar er hægt að áætla að blóð sé um 7-8% af líkamsþyngd manna. Samkvæmt þessu ætti 50 kg einstaklingur að vera með um 4 kg (lítra) af blóði en 150 kg einstaklingur með um 12 lítra af blóði. Málið er hins vegar ekki svona einfalt, því líkamssamsetningin spilar þarna inn í. Fituvefur þarf ekki sama blóðflæði og vöðvar og því vex blóðmagnið ekki í sama hlutfalli og líkamsþyngdin ef aukna þyngd má fyrst og fremst rekja til aukinnar fitu.

Hjá heilbrigðum einstaklingi er blóðmagnið um 8% af líkamsþyngd.

Aldur og kyn hafa líka einhver áhrif, til dæmi hafa konur yfirleitt aðeins minna blóð en karlar af sömu þyngd. Til gamans má benda á töflu á vef University of Michigan Medical School sem sjá má með því að smella hér en þar má sjá stuðla til þess að reikna út blóðmagn hjá börnum, konum og körlum. Þessi tafla er þó einfölduð eins og flest annað þegar kemur að umfjöllun um blóðmagn einstaklinga þar sem þarna er ekki tekið tilliti til líkamssamsetningar heldur miðað við líkamsþyngdina.

Eins og nefnt var hér að ofan er búseta eitt af því sem getur haft áhrif á magn blóðs. Fólk sem býr hátt yfir sjávarmáli hefur venjulega meira blóð en fólk sem býr neðar. Ástæðan er sú að eftir því sem hærra er farið verður súrefnismagn í loftinu minna og því þarf meira blóð og þar með meiri flutningsgetu til þess að fullnægja súrefnisþörf líkamans. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Heimildir og mynd:


Vísindavefurinn þakkar Anders B. Jensen ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

7.5.2012

Spyrjandi

Hlín Þórhallsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2012. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53447.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 7. maí). Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53447

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2012. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53447>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið blóð er í okkur? Er meira blóð í 150 kg manni en í þeim sem er bara 50 kg?
Gjarnan er miðað við að í líkama meðalþungs fullorðins einstaklings séu eitthvað í kringum 5 lítrar af blóði. Þarna er venjulega átt við karlmann sem er um 70 kg að þyngd en það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á blóðmagnið svo sem kyn, heilsufar, líkamssamsetning og búseta.

Sá þáttur sem oftast er nefndur sem áhrifaþáttur á magn blóðs er líkamsþyngdin. Til viðmiðunar er hægt að áætla að blóð sé um 7-8% af líkamsþyngd manna. Samkvæmt þessu ætti 50 kg einstaklingur að vera með um 4 kg (lítra) af blóði en 150 kg einstaklingur með um 12 lítra af blóði. Málið er hins vegar ekki svona einfalt, því líkamssamsetningin spilar þarna inn í. Fituvefur þarf ekki sama blóðflæði og vöðvar og því vex blóðmagnið ekki í sama hlutfalli og líkamsþyngdin ef aukna þyngd má fyrst og fremst rekja til aukinnar fitu.

Hjá heilbrigðum einstaklingi er blóðmagnið um 8% af líkamsþyngd.

Aldur og kyn hafa líka einhver áhrif, til dæmi hafa konur yfirleitt aðeins minna blóð en karlar af sömu þyngd. Til gamans má benda á töflu á vef University of Michigan Medical School sem sjá má með því að smella hér en þar má sjá stuðla til þess að reikna út blóðmagn hjá börnum, konum og körlum. Þessi tafla er þó einfölduð eins og flest annað þegar kemur að umfjöllun um blóðmagn einstaklinga þar sem þarna er ekki tekið tilliti til líkamssamsetningar heldur miðað við líkamsþyngdina.

Eins og nefnt var hér að ofan er búseta eitt af því sem getur haft áhrif á magn blóðs. Fólk sem býr hátt yfir sjávarmáli hefur venjulega meira blóð en fólk sem býr neðar. Ástæðan er sú að eftir því sem hærra er farið verður súrefnismagn í loftinu minna og því þarf meira blóð og þar með meiri flutningsgetu til þess að fullnægja súrefnisþörf líkamans. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvernig er hægt að auka súrefnisupptöku í blóði, til þess að bæta árangur með löglegum hætti í hlaupum?

Heimildir og mynd:


Vísindavefurinn þakkar Anders B. Jensen ábendingar við gerð þessa svars....