Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lágþrýstingur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Yfirleitt er lágþrýstingur miðaður við efri mörk blóðþrýstings lægri en 90 mm Hg (millimetrar kvikasilfurs) eða lægri mörk blóðþrýstings lægri en 60 mm Hg. Ástæður fyrir lágþrýstingi geta verið allt frá ofþornun vegna vökvaskorts í líkamanum til vandamála sem tengjast því hvernig heilinn sendir boð til hjartans um að dæla blóði, það er stjórn hans á hjartslættinum.

Einkenni sem geta fylgt lágþrýstingi eru til dæmis svimi eða yfirlið en þau geta líka bent til að viðkomandi sé með alvarlega kvilla í hjarta, taugakerfi eða innkirtlakerfi. Lágþrýstingur getur leitt til þess að heilinn og fleiri mikilvæg líffæri fái ekki nóg súrefni og næringarefni sem getur leitt til lífshættulegs losts. Önnur einkenni sem geta fylgt lágþrýstingi eru erfiðleikar við að einbeita sér, maður er andstuttur, finnur fyrir ógleði, húð verður köld og þvöl, þreyta, þunglyndi og þorsti.

Talað er um lágþrýsting ef efri mörk blóðþrýstings eru undir 90 mm Hg eða neðri mörkin undir 60 mm Hg.

Barnshafandi konur eru stundum með lágþrýsting, einkum á fyrri hluta meðgöngu, og er það eðlileg afleiðing stækkunar blóðrásarkerfisins. Slíkur lágþrýstingur lagast yfirleitt aftur eftir fæðingu barns.

Hjartavandamálin sem geta haft lágþrýsting í för með sér eru helst hægsláttur, bilanir í hjartalokum, hjartaáfall og hjartabilun.

Varðandi innkirtlakerfið er það helst van- eða ofvirkur skjaldkirtill sem getur leitt til lágþrýstings en einnig vanvirkni nýrnahettna, lágur blóðsykur og í sumum tilfellum sykursýki.

Ofþornun verður þegar vökvainntaka er minni en vökvatap. Slíkt getur komið fyrir vegna mikils niðurgangs eða uppkasta, mikillar líkamlegrar áreynslu (svitnunar) og mikillar blæðingar sem getur á endanum leitt til dauða vegna losts. Lost getur líka átt sér stað vegna blóðeitrunar, kröftugs bráðaofnæmis eða skorts á næringarefnum sem eru nauðsynleg fyrir blóðið. Einnig getur ofþornun orðið vegna notkunar ýmissa lyfja, til dæmis þvagræsilyfja.

Meðhöndlun lágþrýstings fer eftir því hver orsökin er. Ef um er að ræða lyf, þarf að breyta skammtastærð þeirra. Ef vökva- og steinefnaskortur er orsökin er hægt að bæta úr því með því að gefa vökva og sölt. Meðhöndla þarf hjarta- og innkirtlasjúkdóma í samræmi við hvað er að.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig lýsir lágur blóðþrýstingur sér og hvaða afleiðingar getur hann haft á líkama?
  • Er það hættulegt eða getur það haft slæmar afleiðingar að vera með lágan blóðþrýsting, aðrar en t.d. yfirlið?
  • Hvað orsakar lágan blóðþrýsting?

Höfundur

Útgáfudagur

14.4.2010

Síðast uppfært

17.1.2019

Spyrjandi

Hjördís Bára Sigurðardóttir, Svava Hrafnkelsdóttir, Bjarney Grímsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er lágþrýstingur?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2010, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54809.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 14. apríl). Hvað er lágþrýstingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54809

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er lágþrýstingur?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2010. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lágþrýstingur?
Yfirleitt er lágþrýstingur miðaður við efri mörk blóðþrýstings lægri en 90 mm Hg (millimetrar kvikasilfurs) eða lægri mörk blóðþrýstings lægri en 60 mm Hg. Ástæður fyrir lágþrýstingi geta verið allt frá ofþornun vegna vökvaskorts í líkamanum til vandamála sem tengjast því hvernig heilinn sendir boð til hjartans um að dæla blóði, það er stjórn hans á hjartslættinum.

Einkenni sem geta fylgt lágþrýstingi eru til dæmis svimi eða yfirlið en þau geta líka bent til að viðkomandi sé með alvarlega kvilla í hjarta, taugakerfi eða innkirtlakerfi. Lágþrýstingur getur leitt til þess að heilinn og fleiri mikilvæg líffæri fái ekki nóg súrefni og næringarefni sem getur leitt til lífshættulegs losts. Önnur einkenni sem geta fylgt lágþrýstingi eru erfiðleikar við að einbeita sér, maður er andstuttur, finnur fyrir ógleði, húð verður köld og þvöl, þreyta, þunglyndi og þorsti.

Talað er um lágþrýsting ef efri mörk blóðþrýstings eru undir 90 mm Hg eða neðri mörkin undir 60 mm Hg.

Barnshafandi konur eru stundum með lágþrýsting, einkum á fyrri hluta meðgöngu, og er það eðlileg afleiðing stækkunar blóðrásarkerfisins. Slíkur lágþrýstingur lagast yfirleitt aftur eftir fæðingu barns.

Hjartavandamálin sem geta haft lágþrýsting í för með sér eru helst hægsláttur, bilanir í hjartalokum, hjartaáfall og hjartabilun.

Varðandi innkirtlakerfið er það helst van- eða ofvirkur skjaldkirtill sem getur leitt til lágþrýstings en einnig vanvirkni nýrnahettna, lágur blóðsykur og í sumum tilfellum sykursýki.

Ofþornun verður þegar vökvainntaka er minni en vökvatap. Slíkt getur komið fyrir vegna mikils niðurgangs eða uppkasta, mikillar líkamlegrar áreynslu (svitnunar) og mikillar blæðingar sem getur á endanum leitt til dauða vegna losts. Lost getur líka átt sér stað vegna blóðeitrunar, kröftugs bráðaofnæmis eða skorts á næringarefnum sem eru nauðsynleg fyrir blóðið. Einnig getur ofþornun orðið vegna notkunar ýmissa lyfja, til dæmis þvagræsilyfja.

Meðhöndlun lágþrýstings fer eftir því hver orsökin er. Ef um er að ræða lyf, þarf að breyta skammtastærð þeirra. Ef vökva- og steinefnaskortur er orsökin er hægt að bæta úr því með því að gefa vökva og sölt. Meðhöndla þarf hjarta- og innkirtlasjúkdóma í samræmi við hvað er að.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig lýsir lágur blóðþrýstingur sér og hvaða afleiðingar getur hann haft á líkama?
  • Er það hættulegt eða getur það haft slæmar afleiðingar að vera með lágan blóðþrýsting, aðrar en t.d. yfirlið?
  • Hvað orsakar lágan blóðþrýsting?
...