Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?

Jónína Guðjónsdóttir

Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar.

Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í höfuðið á þeim sem uppgötvaði þá fyrst árið 1895, Wilhelm Conrad Röntgen. Röntgen sjálfur kynnti hinn áður óþekkta geisla til sögunnar sem X-geisla, en vísindamenn honum samtíða nefndu geislann röntgengeisla. Bæði nöfnin eru notuð enn og er misjafnt eftir löndum og tungumálum hvort talað er um röntgen- eða X-geisla.

Röntgengeislun er rafsegulgeislun sem á uppruna sinn í röntgenlampa. Eiginleikar rafsegulgeislunar, og þar af leiðandi áhrif þeirra á líkamann, fara eftir tíðni þeirra, eins og lýst er í svarinu: Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Meginmunurinn á röntgengeislun og gammageislun er uppruni geislunarinnar en röntgengeislun kemur frá röntgenlampa.

Læknir þarf að meta hverju sinni hvort að skaðsemi röntgengeislunar sé miklu mun minni en ávinningurinn sem hlýst af notkuninni.

Röntgengeislun, eins og gammageislun, er jónandi geislun og getur valdið varanlegum breytingum í efni sem hún fer um eins og fram kemur í áðurnefndu svari. Skaðleg áhrif jónandi geislunar á líkamsvefi hafa verið þekkt lengi og rótgrónar alþjóðastofnanir vinna að því á heimsvísu að takmarka geislun sem fólk verður fyrir af völdum starfsemi þar sem jónandi geislun er notuð.

Þegar reglur um geislavarnir eru búnar til er gengið út frá því að öll jónandi geislun geti haft skaðleg áhrif, sama hversu lítil hún er. Sé geislun mjög lítil eru hverfandi líkur á því að hún valdi skaða.

Grundvöllurinn fyrir notkun röntgengeislunar í læknisfræði er að skaðsemi geislunarinnar sé miklu mun minni en ávinningurinn af notkun hennar. Þess vegna er engin röntgenrannsókn gerð nema læknir hafi metið rannsóknina nauðsynlega.

Vert er að hafa í huga að jónandi geislun er eðlilegur hluti af umhverfi okkar og því er rökrétt að skoða geislun sem fólk verður fyrir (geislaálag), til dæmis í röntgenrannsóknum, í samhengi við náttúrlega geislun.

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

7.2.2012

Spyrjandi

Valgerður Olgeirsdóttir

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2012. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16599.

Jónína Guðjónsdóttir. (2012, 7. febrúar). Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16599

Jónína Guðjónsdóttir. „Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2012. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16599>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?
Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar.

Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í höfuðið á þeim sem uppgötvaði þá fyrst árið 1895, Wilhelm Conrad Röntgen. Röntgen sjálfur kynnti hinn áður óþekkta geisla til sögunnar sem X-geisla, en vísindamenn honum samtíða nefndu geislann röntgengeisla. Bæði nöfnin eru notuð enn og er misjafnt eftir löndum og tungumálum hvort talað er um röntgen- eða X-geisla.

Röntgengeislun er rafsegulgeislun sem á uppruna sinn í röntgenlampa. Eiginleikar rafsegulgeislunar, og þar af leiðandi áhrif þeirra á líkamann, fara eftir tíðni þeirra, eins og lýst er í svarinu: Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Meginmunurinn á röntgengeislun og gammageislun er uppruni geislunarinnar en röntgengeislun kemur frá röntgenlampa.

Læknir þarf að meta hverju sinni hvort að skaðsemi röntgengeislunar sé miklu mun minni en ávinningurinn sem hlýst af notkuninni.

Röntgengeislun, eins og gammageislun, er jónandi geislun og getur valdið varanlegum breytingum í efni sem hún fer um eins og fram kemur í áðurnefndu svari. Skaðleg áhrif jónandi geislunar á líkamsvefi hafa verið þekkt lengi og rótgrónar alþjóðastofnanir vinna að því á heimsvísu að takmarka geislun sem fólk verður fyrir af völdum starfsemi þar sem jónandi geislun er notuð.

Þegar reglur um geislavarnir eru búnar til er gengið út frá því að öll jónandi geislun geti haft skaðleg áhrif, sama hversu lítil hún er. Sé geislun mjög lítil eru hverfandi líkur á því að hún valdi skaða.

Grundvöllurinn fyrir notkun röntgengeislunar í læknisfræði er að skaðsemi geislunarinnar sé miklu mun minni en ávinningurinn af notkun hennar. Þess vegna er engin röntgenrannsókn gerð nema læknir hafi metið rannsóknina nauðsynlega.

Vert er að hafa í huga að jónandi geislun er eðlilegur hluti af umhverfi okkar og því er rökrétt að skoða geislun sem fólk verður fyrir (geislaálag), til dæmis í röntgenrannsóknum, í samhengi við náttúrlega geislun.

Mynd:...