Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Kristján Leósson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um.

Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar geislun efniseinda, það er að segja örsmárra hraðfara einda sem hafa massa (til dæmis rafeindageislun). Rafsegulgeislun er stundum lýst sem straumi svokallaðra ljóseinda (photons) en ljóseindir hafa ekki massa í venjulegum skilningi og falla því ekki undir seinni skilgreininguna.

Það sem við skynjum sem ljós eru í raun sveiflur í raf- og segulsviði með sveiflutíðni sem augu okkar eru næm fyrir. Rafsegulbylgjur með aðra sveiflutíðni eru "ósýnilegar" en að öðru leyti sambærilegar við ljósið. Skipta má rafsegulbylgjum í marga flokka eftir því hver tíðni þeirra er, til dæmis útvarpsbylgjur, örbylgjur, röntgengeisla, gamma-geisla og svo framvegis, en í raun er þetta allt sama tegund geislunar sem byggist á tilteknum eiginleikum rafsegulsviðs.

Rafsegulgeislun skiptir á margan hátt sköpum fyrir lífið á jörðinni og nægir þar að nefna ljósið og varmann sem við fáum frá sólinni.

Eindageislun skiptist einnig í mismunandi flokka eftir því hvaða eindir er um að ræða. Geislavirk efni geta til dæmis sent frá sér svokallaðar alfa-eindir (sem samanstanda af tveimur róteindum og tveimur nifteindum) eða beta-eindir sem eru ekkert annað en rafeindir. Ennfremur geta slík efni sent frá sér gamma-geislun sem er rafsegulgeislun með mikilli tíðni og birtist sem orkumiklar ljóseindir þegar hún víxlverkar við efni sem hún fer um.

Svokallaðir geimgeislar (cosmic rays) eru hraðfara öreindir af ýmsum gerðum sem eru á ferð um geiminn og skella meðal annars á lofthjúp jarðar. Þegar ein slík eind kemur inn í lofthjúpinn getur hún valdið hrinu af árekstrum sem birtist síðan sem geislahrina niðri á jörðinni.

Geimgeislar eru hraðfara öreindir af ýmsum gerðum sem eru á ferð um geiminn og skella meðal annars á lofthjúp jarðar.

Þegar rætt er um áhrif geislunar á umhverfið er yfirleitt gerður greinarmunur á jónandi geislun (ionising radiation) og annarri geislun. Fyrrnefnd geislun frá geislavirkum efnum, alfa-, beta- og gamma-geislun, er jónandi og sömuleiðis geimgeislun (cosmic radiation). Jónandi geislun getur valdið varanlegum breytingum á efni sem hún fer um. Oft eru þessar breytingar til tjóns frá sjónarmiði okkar en geislun af þessu tagi er þó einnig notuð til lækninga.

Jónandi geislun getur einnig valdið svokölluðum stökkbreytingum (mutations) í erfðaefni lífvera. Slíkar breytingar eru tilviljunarkenndar og margar þeirra hafa engin áhrif á lífveruna eða afkomendur hennar. Sumar eru hins vegar til tjóns fyrir lífveruna eða ættina og geta valdið því að hún deyr út. Enn aðrar reynast hins vegar verða til gagns fyrir ættina og stuðla þá að því að eflingu hennar með náttúruvali (natural selection) og þróun (evolution). Jónandi geislun á þannig verulegan þátt í þróun lífsins á jörðinni.

Almennt má því segja að geislun og geislavirkni, þar með talin jónandi geislun, gegni úrslitahlutverki í náttúrunni kringum okkur.

Mynd:

Höfundar

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.12.2004

Spyrjandi

Ásrún Lára Arnþórsdóttir, f. 1984; Hermann Hannesson, f. 1987; Helga Dýrfinna Magnúsdóttir

Tilvísun

Kristján Leósson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2004, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3933.

Kristján Leósson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 30. desember). Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3933

Kristján Leósson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2004. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?
Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um.

Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar geislun efniseinda, það er að segja örsmárra hraðfara einda sem hafa massa (til dæmis rafeindageislun). Rafsegulgeislun er stundum lýst sem straumi svokallaðra ljóseinda (photons) en ljóseindir hafa ekki massa í venjulegum skilningi og falla því ekki undir seinni skilgreininguna.

Það sem við skynjum sem ljós eru í raun sveiflur í raf- og segulsviði með sveiflutíðni sem augu okkar eru næm fyrir. Rafsegulbylgjur með aðra sveiflutíðni eru "ósýnilegar" en að öðru leyti sambærilegar við ljósið. Skipta má rafsegulbylgjum í marga flokka eftir því hver tíðni þeirra er, til dæmis útvarpsbylgjur, örbylgjur, röntgengeisla, gamma-geisla og svo framvegis, en í raun er þetta allt sama tegund geislunar sem byggist á tilteknum eiginleikum rafsegulsviðs.

Rafsegulgeislun skiptir á margan hátt sköpum fyrir lífið á jörðinni og nægir þar að nefna ljósið og varmann sem við fáum frá sólinni.

Eindageislun skiptist einnig í mismunandi flokka eftir því hvaða eindir er um að ræða. Geislavirk efni geta til dæmis sent frá sér svokallaðar alfa-eindir (sem samanstanda af tveimur róteindum og tveimur nifteindum) eða beta-eindir sem eru ekkert annað en rafeindir. Ennfremur geta slík efni sent frá sér gamma-geislun sem er rafsegulgeislun með mikilli tíðni og birtist sem orkumiklar ljóseindir þegar hún víxlverkar við efni sem hún fer um.

Svokallaðir geimgeislar (cosmic rays) eru hraðfara öreindir af ýmsum gerðum sem eru á ferð um geiminn og skella meðal annars á lofthjúp jarðar. Þegar ein slík eind kemur inn í lofthjúpinn getur hún valdið hrinu af árekstrum sem birtist síðan sem geislahrina niðri á jörðinni.

Geimgeislar eru hraðfara öreindir af ýmsum gerðum sem eru á ferð um geiminn og skella meðal annars á lofthjúp jarðar.

Þegar rætt er um áhrif geislunar á umhverfið er yfirleitt gerður greinarmunur á jónandi geislun (ionising radiation) og annarri geislun. Fyrrnefnd geislun frá geislavirkum efnum, alfa-, beta- og gamma-geislun, er jónandi og sömuleiðis geimgeislun (cosmic radiation). Jónandi geislun getur valdið varanlegum breytingum á efni sem hún fer um. Oft eru þessar breytingar til tjóns frá sjónarmiði okkar en geislun af þessu tagi er þó einnig notuð til lækninga.

Jónandi geislun getur einnig valdið svokölluðum stökkbreytingum (mutations) í erfðaefni lífvera. Slíkar breytingar eru tilviljunarkenndar og margar þeirra hafa engin áhrif á lífveruna eða afkomendur hennar. Sumar eru hins vegar til tjóns fyrir lífveruna eða ættina og geta valdið því að hún deyr út. Enn aðrar reynast hins vegar verða til gagns fyrir ættina og stuðla þá að því að eflingu hennar með náttúruvali (natural selection) og þróun (evolution). Jónandi geislun á þannig verulegan þátt í þróun lífsins á jörðinni.

Almennt má því segja að geislun og geislavirkni, þar með talin jónandi geislun, gegni úrslitahlutverki í náttúrunni kringum okkur.

Mynd: