Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?

JGÞ

Fæðingargalli er það þegar barn fæðist með óeðlilega gerð, starfsemi eða efnaskipti sem leiða til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Yfir 4000 mismunandi fæðingargallar eru þekktir. Sumir þeirra eru vægir en aðrir banvænir.

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna? kemur fram að fæðingargallar geta verið af völdum erfða, vegna umhverfisþátta eða af óþekktum ástæðum. Talið er að um 60% fæðingargalla séu af óþekktum ástæðum en um 40% af völdum erfða- eða umhverfisþátta eða einhvers samspils beggja.


Geislavirkni mæld í jarðvegi.

Geislun og geislavirk efni geta haft ýmis áhrif á umhverfið. Svonefnd jónandi geislun getur til að mynda valdið varanlegum breytingum á efni sem hún fer um. Hún getur meðal annars valdið stökkbreytingum (e. mutations) í erfðaefni lífvera. Stundum hafa þessar breytingar engin áhrif á lífveruna eða afkomendur hennar. Sumar breytingarnar hafa hins vegar slæm áhrif og gætu þá orsakað fæðingargalla í afkvæmum lífverunnar.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Ingólfur Daði, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59245.

JGÞ. (2011, 5. apríl). Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59245

JGÞ. „Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?
Fæðingargalli er það þegar barn fæðist með óeðlilega gerð, starfsemi eða efnaskipti sem leiða til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Yfir 4000 mismunandi fæðingargallar eru þekktir. Sumir þeirra eru vægir en aðrir banvænir.

Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna? kemur fram að fæðingargallar geta verið af völdum erfða, vegna umhverfisþátta eða af óþekktum ástæðum. Talið er að um 60% fæðingargalla séu af óþekktum ástæðum en um 40% af völdum erfða- eða umhverfisþátta eða einhvers samspils beggja.


Geislavirkni mæld í jarðvegi.

Geislun og geislavirk efni geta haft ýmis áhrif á umhverfið. Svonefnd jónandi geislun getur til að mynda valdið varanlegum breytingum á efni sem hún fer um. Hún getur meðal annars valdið stökkbreytingum (e. mutations) í erfðaefni lífvera. Stundum hafa þessar breytingar engin áhrif á lífveruna eða afkomendur hennar. Sumar breytingarnar hafa hins vegar slæm áhrif og gætu þá orsakað fæðingargalla í afkvæmum lífverunnar.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...