Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?

Þórdís Kristinsdóttir

Til að geta lifað er ekki nóg að hjartað slái. Blóðið sem það dælir þarf einnig að innihalda nógu mikið súrefni til að næra vefi líkamans og hjartadælan þarf að vera nógu öflug til að dreifa blóði til allra vefja. Ef súrefni skortir í blóð til dæmis vegna lungnabjúgs getur það leitt til dauða og ef rof verður á stórri æð getur einstaklingi blætt út og hann dáið.

Einstaklingar með vel starfandi gangráð geta einnig dáið úr hjartabilun. Gangráðurinn heldur þá áfram að senda boð til hjartans en ef vöðvinn bregst ekki við eða boðin berast ekki rétt eftir leiðslukerfi hjartans getur það ýmist stöðvast alveg eða það nær ekki að dæla nægu blóði til heilans sem veldur dauða. Gervigangráðar hafa ekki endurlífgunarhæfni og boð frá þeim nægja ekki til að láta hjarta sem hefur stoppað slá á ný.

Árið 1958 var þessi gangráður græddur í mann að nafni Arne Larsson en hann var þar með sá fyrsti í sögunni til að fá gervigangráð.

Margir halda að gangráður lengi dauðaferlið hjá alvarlega veiku fólki en almennt halda þeir deyjandi sjúklingum ekki á lífi. Dánarorsök er þá oft blóðsýking, blóðreki í lungum, blæðing eða hjartsláttartruflun af völdum brenglaðra efnaskipta vegna langt gengins krabbameins, lifrar- eða nýrnabilunar. Á dánarstundu er hjartavöðvavefurinn oftast orðinn svo þykkur að hann bregst ekki við boðum frá gangráðinum.

Mjög sjaldan er lagt til að aftengja gangráð. Helst er það tekið til athugunar hjá fólki með óafturkræfa vitsmunabilun þar sem gangráðurinn er ekki í samræmi við markmið meðferðar sem er að auka lífsgæði sjúklings. Í öðrum tilfellum er þetta sjaldnast talinn möguleiki þar sem afvirkjun veldur einkennum versnandi hjartabilunar, svo sem þreytu, andnauð og svima. Ólíkt því sem margir halda leiðir afvirkjun ekki til snöggs og sársaukalauss dauða þar sem mjög fáir sjúklingar eru 100% háðir gangráði.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.2.2012

Spyrjandi

Karl Gunnarsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2012. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=54465.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 20. febrúar). Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54465

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2012. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54465>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur maður sem tengdur er við gangráð dáið?
Til að geta lifað er ekki nóg að hjartað slái. Blóðið sem það dælir þarf einnig að innihalda nógu mikið súrefni til að næra vefi líkamans og hjartadælan þarf að vera nógu öflug til að dreifa blóði til allra vefja. Ef súrefni skortir í blóð til dæmis vegna lungnabjúgs getur það leitt til dauða og ef rof verður á stórri æð getur einstaklingi blætt út og hann dáið.

Einstaklingar með vel starfandi gangráð geta einnig dáið úr hjartabilun. Gangráðurinn heldur þá áfram að senda boð til hjartans en ef vöðvinn bregst ekki við eða boðin berast ekki rétt eftir leiðslukerfi hjartans getur það ýmist stöðvast alveg eða það nær ekki að dæla nægu blóði til heilans sem veldur dauða. Gervigangráðar hafa ekki endurlífgunarhæfni og boð frá þeim nægja ekki til að láta hjarta sem hefur stoppað slá á ný.

Árið 1958 var þessi gangráður græddur í mann að nafni Arne Larsson en hann var þar með sá fyrsti í sögunni til að fá gervigangráð.

Margir halda að gangráður lengi dauðaferlið hjá alvarlega veiku fólki en almennt halda þeir deyjandi sjúklingum ekki á lífi. Dánarorsök er þá oft blóðsýking, blóðreki í lungum, blæðing eða hjartsláttartruflun af völdum brenglaðra efnaskipta vegna langt gengins krabbameins, lifrar- eða nýrnabilunar. Á dánarstundu er hjartavöðvavefurinn oftast orðinn svo þykkur að hann bregst ekki við boðum frá gangráðinum.

Mjög sjaldan er lagt til að aftengja gangráð. Helst er það tekið til athugunar hjá fólki með óafturkræfa vitsmunabilun þar sem gangráðurinn er ekki í samræmi við markmið meðferðar sem er að auka lífsgæði sjúklings. Í öðrum tilfellum er þetta sjaldnast talinn möguleiki þar sem afvirkjun veldur einkennum versnandi hjartabilunar, svo sem þreytu, andnauð og svima. Ólíkt því sem margir halda leiðir afvirkjun ekki til snöggs og sársaukalauss dauða þar sem mjög fáir sjúklingar eru 100% háðir gangráði.

Heimild:

Mynd:...