Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Símon Jón Jóhannsson

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru:

Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994.

Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu meðal annars hlutverki hjartans á eftirfarandi hátt: „Öll list er hjartanu að þakka“ og „Hvað hendurnar gera, hvert fæturnir fara og hvernig allir hlutar líkamans hreyfa sig – gerist fyrir tilhlutan hjartans.“ Í þeirra augum var hjartað bústaður skynsemi, vilja samvisku og tilfinninga. Guð sköpunarinnar, Ptah, skipulagði alheiminn fyrst í hjarta sínu áður en hann gerði hann að veruleika.

Sams konar hugmyndir koma víða fram í Biblíunni. Í Fyrri Samúelsbók segir drottinn til dæmis við Samúel: „Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.“ (1. Sam. 16.7.) Drottinn hóf líka að skipuleggja syndaflóðið vegna þess að „illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga“ og „ ... þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu.“ (1. Móseb. 6. 5.-6.)

Í hindúatrú er hjartað sagt bústaður atman, hins einstaklingsbundna, í andstöðu við brahman, hið algjöra. Íslam gerir ráð fyrir að hjartað sé líkamlegur íverustaður hins andlega. Í trúarhugmyndum Asteka kemur fram að sólin sem hringsólar rétt hjá jörðinni hafi á sinni náttlöngu ferð gegnum undirheimana orðið mögur eins og beinagrind. Einungis blóð úr hjarta manna sem fórnað var á siðbundinn hátt gat fært sólinni aftur kraft sinn. Astekarnir trúðu að í hjartanu, yollotli, byggi lífið og sálin.

Allt frá miðöldum hefur hjartað verið rómað í ástarkvæðum og í myndlist varð á sama tíma til hið stílfærða hjarta sem við þekkjum í dag. Hjarta með gegnumskotinni ör varð tákn frelsarans sem elskaði mennina og dó vegna þeirra. Í kirkjulist er hjarta Krists líka oft umvafið þyrnum og gegnumstungið þremur nöglum. Lögun mannshjartans er hins vegar ekki svo ólík hinu stílfærða hjarta ef vel er að gáð, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Biedermann, Hans. Symbolleksikon. J.W. Cappelens Forlag. Oslo. 1992.
  • Skottene, Ragnar. Kristne symboler. En elementær innføring. Verbum. Oslo. 2002.
  • Image:Humhrt2.jpg. Wikimedia Commons.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

20.6.2007

Spyrjandi

Ísleifur Egill Hjaltason, f. 1990

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er? “ Vísindavefurinn, 20. júní 2007. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6692.

Símon Jón Jóhannsson. (2007, 20. júní). Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6692

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er? “ Vísindavefurinn. 20. jún. 2007. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6692>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?
Fleiri spyrjendur um svipað efni eru:

Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994.

Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu meðal annars hlutverki hjartans á eftirfarandi hátt: „Öll list er hjartanu að þakka“ og „Hvað hendurnar gera, hvert fæturnir fara og hvernig allir hlutar líkamans hreyfa sig – gerist fyrir tilhlutan hjartans.“ Í þeirra augum var hjartað bústaður skynsemi, vilja samvisku og tilfinninga. Guð sköpunarinnar, Ptah, skipulagði alheiminn fyrst í hjarta sínu áður en hann gerði hann að veruleika.

Sams konar hugmyndir koma víða fram í Biblíunni. Í Fyrri Samúelsbók segir drottinn til dæmis við Samúel: „Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.“ (1. Sam. 16.7.) Drottinn hóf líka að skipuleggja syndaflóðið vegna þess að „illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga“ og „ ... þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu.“ (1. Móseb. 6. 5.-6.)

Í hindúatrú er hjartað sagt bústaður atman, hins einstaklingsbundna, í andstöðu við brahman, hið algjöra. Íslam gerir ráð fyrir að hjartað sé líkamlegur íverustaður hins andlega. Í trúarhugmyndum Asteka kemur fram að sólin sem hringsólar rétt hjá jörðinni hafi á sinni náttlöngu ferð gegnum undirheimana orðið mögur eins og beinagrind. Einungis blóð úr hjarta manna sem fórnað var á siðbundinn hátt gat fært sólinni aftur kraft sinn. Astekarnir trúðu að í hjartanu, yollotli, byggi lífið og sálin.

Allt frá miðöldum hefur hjartað verið rómað í ástarkvæðum og í myndlist varð á sama tíma til hið stílfærða hjarta sem við þekkjum í dag. Hjarta með gegnumskotinni ör varð tákn frelsarans sem elskaði mennina og dó vegna þeirra. Í kirkjulist er hjarta Krists líka oft umvafið þyrnum og gegnumstungið þremur nöglum. Lögun mannshjartans er hins vegar ekki svo ólík hinu stílfærða hjarta ef vel er að gáð, eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Biedermann, Hans. Symbolleksikon. J.W. Cappelens Forlag. Oslo. 1992.
  • Skottene, Ragnar. Kristne symboler. En elementær innføring. Verbum. Oslo. 2002.
  • Image:Humhrt2.jpg. Wikimedia Commons.
...