Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er rafleysa í hjarta?

Rafleysa eða sláttarstöðvun (asystole) er það þegar að engin rafleiðni er í hjartanu og því enginn samdráttur í hjartavöðvum. Þá getur hjartað ekki dælt blóði. Þetta er því hjartastopp sem sést á hjartalínuriti (EKG) sem flöt lína.

Rafleysa getur komið í kjölfar sleglatifs (ventricular fibrillation) og er það oft endastig þess ferils. Sjúklingar með 3°AV blokk (leiðslutöf í AV hnút eða skiptahnút kallast AV blokk og er skipt í gráður 1-3 eftir alvarleika) eru í aukinni hættu á að fá rafleysu til dæmis í kjölfar ákveðinna lyfja sem hægja á leiðni hjartans.

Rafleysa kemur fram sem flöt lína á hjartalínuriti.

Hægt er að bregðast við rafleysu með hjartahnoði og gjöf adrenalíns í æð, en rafstuð kemur ekki að gagni. Ýmsar undirliggjandi orsakir geta valdið rafleysu, og þarf þá að leiðrétta þær, til dæmis ofkæling, súrefnisskortur, blóðkalínlækkun (hypokalemia), blóðkalínhækkun (hyperkalemia), auk margra eiturefna og lyfja.

Horfur sjúklinga sem fá hjartastopp með rafleysu eru talsvert verri en þeirra sem eru til dæmis með sleglatif. Ef endurlífgun hefur verið reynd til lengri tíma og neyðarúrræðum beitt án þess að rafleiðni komist aftur á hjarta er einstaklingur úrskurðaður látinn.

Mynd:

Útgáfudagur

6.3.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er rafleysa í hjarta?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2014. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=66974.

Þórdís Kristinsdóttir. (2014, 6. mars). Hvað er rafleysa í hjarta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66974

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er rafleysa í hjarta?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2014. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66974>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.