Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrenalíni.

Adrenalín hefur þau almennu áhrif að undirbúa líkamann fyrir baráttu upp á líf eða dauða, eða flótta („fight-or-flee“ hormón) og almennt að standast álag. Áhrif adrenalíns í líkamanum eru víðtæk. Það hækkar blóðþrýsting með því að auka hjartsláttartíðnina og slagkraft hjartans og þrengja æðar í flestum innyflum og húðinni. Adrenalín veldur samdrætti í milta, eykur öndunartíðni og víkkar út loftveginn. Það dregur úr meltingu, eykur afköst vöðva og eykur blóðsykurinn. Allt þetta undirbýr einstaklinginn, hvort sem um er að ræða mann eða dýr, fyrir átök og gerir honum kleift að standast þau.

Höfundur

Útgáfudagur

16.1.2003

Spyrjandi

Sævar Ingþórsson
Örn Thors

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2003, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3015.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 16. janúar). Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3015

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2003. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3015>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?
Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrenalíni.

Adrenalín hefur þau almennu áhrif að undirbúa líkamann fyrir baráttu upp á líf eða dauða, eða flótta („fight-or-flee“ hormón) og almennt að standast álag. Áhrif adrenalíns í líkamanum eru víðtæk. Það hækkar blóðþrýsting með því að auka hjartsláttartíðnina og slagkraft hjartans og þrengja æðar í flestum innyflum og húðinni. Adrenalín veldur samdrætti í milta, eykur öndunartíðni og víkkar út loftveginn. Það dregur úr meltingu, eykur afköst vöðva og eykur blóðsykurinn. Allt þetta undirbýr einstaklinginn, hvort sem um er að ræða mann eða dýr, fyrir átök og gerir honum kleift að standast þau....