Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ofkæling hættuleg?

Bjartur Sæmundsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru einkenni og afleiðingar ofkælingar? Er hún alvarlegri en fólk almennt telur?

Ofkæling er lækkun á líkamshita sem getur valdið alvarlegum einkennum og jafnvel dauða. Um það bil 700 manns deyja árlega í Bandaríkjunum vegna ofkælingar.

Ofkæling verður þegar líkaminn tapar meiri hita en hann getur framleitt og líkamshiti fellur niður fyrir 35°C. Hætta er á ofkælingu til dæmis þegar fólk er lengi úti í miklum kulda eða ef það fellur í kalt vatn. Aðrar orsakir geta einnig valdið ofkælingu.

Einkenni ofkælingar eru misjöfn eftir því hversu slæm hún er. Kuldinn hægir á allri líkamsstarfsemi eins og æðakerfinu, hjartanu, öndunarkerfinu, taugaleiðni, viðbragðstíma og hugsun ásamt fleiri kerfum. Fari hiti niður fyrir 30°C slær hitakerfi líkamans út og eftir það þarf líkaminn utanaðkomandi aðstoð til að hita sig upp.

Einkenni ofkælingar eru misjöfn eftir því hversu alvarleg hún er. Flestir þola væga ofkælingu en hún flokkast sem líkamshiti á bilinu 32-35°C. Fyrsta einkennið sem sést við væga ofkælingu er mikill skjálfti (34-35°C). Hann hættir þó þegar líkamshiti fellur undir 31°C. Eftir því sem hitinn lækkar fer að bera á skertri dómgreind, minnileysi og erfiðleikum við að tala. Við 33°C fer að bera á hreyfiglöpum og sinnuleysi ásamt oföndun, hraðöndun og hraðtakti. Þvaglát aukast einnig við kuldann vegna þess að nýrun hætta að geta þétt þvagið.

Ofkæling getur leitt til meðvitundarleysis og síðan dauða ef ekkert er að gert.

Þegar ofkæling er orðin meðalslæm (28-32°C) minnkar súrefnisnotkun líkamans, það hægist enn frekar á taugakerfinu, og öndun verður hæg. Á þessu stigi getur það gerst að fólk taki að fækka fötum. Ekki er fullljóst af hverju það gerist en tvær kenningar eru um það. Annars vegar er talið að undirstúkan, sem er hitastöð líkamans, gefi sig við mikinn kulda. Ef það gerist heldur líkaminn að honum sé heitt. Hins vegar er talið að æðar í útlimum gefi sig og það leiðir til þess að blóð flæðir auðveldar og gefur falska tilfinningu um hita. Í kjölfar þessa missir fólk oft meðvitund og deyr sé ekkert að gert.

Við 30°C eykst áhættan á hjartsláttartruflunum, bæði frá gáttum, svo sem gáttatifi, og frá sleglum. Við 28-30°C víkka ljósop og hætta að bregðast við ljósi, þetta getur líkt eftir heiladauða.

Við alvarlega ofkælingu (undir 28°C) hægist enn frekar á hjartanu og áhætta á hjartsláttartruflunum eykst enn frekar. Þá koma fram alvarleg einkenni eins og lungnabjúgur, þvagþurrð, blóðþrýstingfall og dá. Púls finnst ekki og ljósop bregðast ekki við áreiti. Fari líkamshiti undir 27°C falla flestir í dá.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

3.3.2014

Spyrjandi

Stefanía Stefánsdóttir

Tilvísun

Bjartur Sæmundsson. „Er ofkæling hættuleg?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2014, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=27389.

Bjartur Sæmundsson. (2014, 3. mars). Er ofkæling hættuleg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=27389

Bjartur Sæmundsson. „Er ofkæling hættuleg?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2014. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=27389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ofkæling hættuleg?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hver eru einkenni og afleiðingar ofkælingar? Er hún alvarlegri en fólk almennt telur?

Ofkæling er lækkun á líkamshita sem getur valdið alvarlegum einkennum og jafnvel dauða. Um það bil 700 manns deyja árlega í Bandaríkjunum vegna ofkælingar.

Ofkæling verður þegar líkaminn tapar meiri hita en hann getur framleitt og líkamshiti fellur niður fyrir 35°C. Hætta er á ofkælingu til dæmis þegar fólk er lengi úti í miklum kulda eða ef það fellur í kalt vatn. Aðrar orsakir geta einnig valdið ofkælingu.

Einkenni ofkælingar eru misjöfn eftir því hversu slæm hún er. Kuldinn hægir á allri líkamsstarfsemi eins og æðakerfinu, hjartanu, öndunarkerfinu, taugaleiðni, viðbragðstíma og hugsun ásamt fleiri kerfum. Fari hiti niður fyrir 30°C slær hitakerfi líkamans út og eftir það þarf líkaminn utanaðkomandi aðstoð til að hita sig upp.

Einkenni ofkælingar eru misjöfn eftir því hversu alvarleg hún er. Flestir þola væga ofkælingu en hún flokkast sem líkamshiti á bilinu 32-35°C. Fyrsta einkennið sem sést við væga ofkælingu er mikill skjálfti (34-35°C). Hann hættir þó þegar líkamshiti fellur undir 31°C. Eftir því sem hitinn lækkar fer að bera á skertri dómgreind, minnileysi og erfiðleikum við að tala. Við 33°C fer að bera á hreyfiglöpum og sinnuleysi ásamt oföndun, hraðöndun og hraðtakti. Þvaglát aukast einnig við kuldann vegna þess að nýrun hætta að geta þétt þvagið.

Ofkæling getur leitt til meðvitundarleysis og síðan dauða ef ekkert er að gert.

Þegar ofkæling er orðin meðalslæm (28-32°C) minnkar súrefnisnotkun líkamans, það hægist enn frekar á taugakerfinu, og öndun verður hæg. Á þessu stigi getur það gerst að fólk taki að fækka fötum. Ekki er fullljóst af hverju það gerist en tvær kenningar eru um það. Annars vegar er talið að undirstúkan, sem er hitastöð líkamans, gefi sig við mikinn kulda. Ef það gerist heldur líkaminn að honum sé heitt. Hins vegar er talið að æðar í útlimum gefi sig og það leiðir til þess að blóð flæðir auðveldar og gefur falska tilfinningu um hita. Í kjölfar þessa missir fólk oft meðvitund og deyr sé ekkert að gert.

Við 30°C eykst áhættan á hjartsláttartruflunum, bæði frá gáttum, svo sem gáttatifi, og frá sleglum. Við 28-30°C víkka ljósop og hætta að bregðast við ljósi, þetta getur líkt eftir heiladauða.

Við alvarlega ofkælingu (undir 28°C) hægist enn frekar á hjartanu og áhætta á hjartsláttartruflunum eykst enn frekar. Þá koma fram alvarleg einkenni eins og lungnabjúgur, þvagþurrð, blóðþrýstingfall og dá. Púls finnst ekki og ljósop bregðast ekki við áreiti. Fari líkamshiti undir 27°C falla flestir í dá.

Heimildir og mynd:

...