Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?

JGÞ

Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður.

Hitanemar í húðinni okkar greina þegar kólnar og skömmu síðar skynja hitanemar sem fylgjast með hitastigi blóðsins sömu breytingu. Þá fara ýmis ferli af stað sem auka varmamyndum í líkamanum og draga um leið úr varmatapi. Við þetta hækkar líkamshitinn og þannig bregst líkaminn við kólnandi umhverfi.

Glamrið í tönnunum á okkur þegar umhverfið kólnar er afleiðing af skjálfta í kjálkavöðvunum. Það er afleiðing af viðleitni líkamans til að auka varmamyndum með skjálfta í vöðvunum.

Eitt af þessum viðbrögðum er aukin spenna í beinagrindarvöðvum sem veldur skjálfta í þeim. Skjálftinn eykur varmamyndum í líkamanum og getur hann orðið allt að fjórum sinnum hraðari en þegar kringumstæður eru eðlilegar.

Glamrið í tönnunum á okkur þegar umhverfið kólnar er eingöngu afleiðing af skjálfta í vöðvum kjálkans. Það er sem sagt afleiðing af viðleitni líkamans til að auka varmamyndum með skjálfta í vöðvunum.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvers vegna skelfur maður af kulda? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.8.2023

Spyrjandi

Edda Jóhannesdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2023. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85427.

JGÞ. (2023, 30. ágúst). Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85427

JGÞ. „Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2023. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?
Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður.

Hitanemar í húðinni okkar greina þegar kólnar og skömmu síðar skynja hitanemar sem fylgjast með hitastigi blóðsins sömu breytingu. Þá fara ýmis ferli af stað sem auka varmamyndum í líkamanum og draga um leið úr varmatapi. Við þetta hækkar líkamshitinn og þannig bregst líkaminn við kólnandi umhverfi.

Glamrið í tönnunum á okkur þegar umhverfið kólnar er afleiðing af skjálfta í kjálkavöðvunum. Það er afleiðing af viðleitni líkamans til að auka varmamyndum með skjálfta í vöðvunum.

Eitt af þessum viðbrögðum er aukin spenna í beinagrindarvöðvum sem veldur skjálfta í þeim. Skjálftinn eykur varmamyndum í líkamanum og getur hann orðið allt að fjórum sinnum hraðari en þegar kringumstæður eru eðlilegar.

Glamrið í tönnunum á okkur þegar umhverfið kólnar er eingöngu afleiðing af skjálfta í vöðvum kjálkans. Það er sem sagt afleiðing af viðleitni líkamans til að auka varmamyndum með skjálfta í vöðvunum.

Hægt er að lesa meira um þetta í svari við spurningunni Hvers vegna skelfur maður af kulda? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:...