Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eða lágt hitastigið er.

Hægt er að reikna út áætlaða brennslu líkamans og hér er ein leið til þess. Fyrst þarf að vita líkamsþyngdina í kílóum og margfalda hana með 3,5. Þetta margfeldi er síðan margfaldað með MET-gildi (metabolic equivalent intensity level) fyrir það sem þú ert að gera, en MET er eining sem notuð er til að áætla orkunotkun við hreyfingu (lista yfir ýmis MET-gildi má til dæmis finna með því að setja orðin MET value inn í leitarvél á Netinu). Að lokum er deilt í þetta margfeldi með 200 og þá fæst hversu mörgum hitaeiningum er brennt á mínútu miðað við þá hreyfingu og það MET-gildi sem gengið er út frá. Lífsnauðsynleg líkamsstarfsemi án nokkurrar viðbótarstarfsemi, svokölluð grunnefnaskipti líkamans, hefur MET-gildið 1 en MET-gildið fyrir göngu er til dæmis 2,5.

Samkvæmt grein um áhrif varma á frumur og vefi breytast grunnefnaskipti sem fall af hitastigi. Þegar ytri skilyrði hafa áhrif á líkamshitann aukast grunnefnaskiptin og er breytingin um 14% fyrir hverja breytingu um 1°C. Þetta eru viðbrögð til þess að koma líkamshitanum aftur í eðlilegt horf og gerist hvort sem skilyrði eru heit eða köld.

Þessi maður brennir fleiri hitaeiningum svona en hann mundi gera við stofuhita í sófanum heima hjá sér þar sem kuldinn kallar á aukna brennslu til þess að halda uppi líkamshitanum.

Grunnefnaskipti bregðast hægar við hita en kulda og breytast lítið ef hækkun á hita varir stutt. Í frumum okkar eru innbyggð ferli til að bregðast við hækkun á hita, svo sem að svitna, og draga þau úr áhrifum hita á grunnefnaskipti. Ef hitahækkun varir lengi eða líkamshitinn hækkar veldur það hækkun grunnefnaskipta. Ef líkamshitinn hækkar til dæmis um 1,7°C yfir kjörhitann 37°C aukast grunnefnaskiptin um 20%.

Líkaminn bregst skjótt við hitatapi sem verður vegna kulda í umhverfinu. Vöðvarnir hreyfast og kippast, maður skelfur, en það eykur hitamyndun um allt að fimmfalt miðað við eðlilegt ástand. Bláæðar dragast saman og blóðinu er beint inn í kjarna líkamans eftir því sem líkamshitinn lækkar og við það aukast grunnefnaskiptin.

Svarið við spurningunni um hvort líkaminn brenni meira þegar manni er heitt eða kalt er: Það fer eftir ýmsu. Í kulda eykur líkaminn grunnefnaskiptin strax til að bæta upp hitatapið og brennir fleiri hitaeiningum. Fáum aukahitaeiningum er hins vegar brennt í heitara veðri nema ef það varir lengi. Aftur á móti aukast grunnefnaskipti fljótt ef líkamshitinn hækkar um aðeins fáeinar gráður. Ef hitinn fer til dæmis upp í 41°C aukast grunnefnaskiptin um 50%. Brennsla hitaeininga á þessum hraða getur skaðað vefina og verið lífshættulegt.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.10.2012

Spyrjandi

Aron Teitsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?“ Vísindavefurinn, 8. október 2012. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61399.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 8. október). Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61399

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2012. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort brennir mannslíkaminn fleiri hitaeiningum þegar honum er kalt eða heitt?
Mannslíkaminn brennir hitaeiningum undir öllum kringumstæðum, jafnvel í svefni. Samkvæmt rannsóknum notar hann fleiri hitaeiningar bæði þegar hann hitar sig vegna kulda og þegar hann svitnar til að kæla sig heldur en við venjulegar aðstæður. Áhrif hitastigs á brennsluna fara eftir líkamsmassanum og hversu hátt eða lágt hitastigið er.

Hægt er að reikna út áætlaða brennslu líkamans og hér er ein leið til þess. Fyrst þarf að vita líkamsþyngdina í kílóum og margfalda hana með 3,5. Þetta margfeldi er síðan margfaldað með MET-gildi (metabolic equivalent intensity level) fyrir það sem þú ert að gera, en MET er eining sem notuð er til að áætla orkunotkun við hreyfingu (lista yfir ýmis MET-gildi má til dæmis finna með því að setja orðin MET value inn í leitarvél á Netinu). Að lokum er deilt í þetta margfeldi með 200 og þá fæst hversu mörgum hitaeiningum er brennt á mínútu miðað við þá hreyfingu og það MET-gildi sem gengið er út frá. Lífsnauðsynleg líkamsstarfsemi án nokkurrar viðbótarstarfsemi, svokölluð grunnefnaskipti líkamans, hefur MET-gildið 1 en MET-gildið fyrir göngu er til dæmis 2,5.

Samkvæmt grein um áhrif varma á frumur og vefi breytast grunnefnaskipti sem fall af hitastigi. Þegar ytri skilyrði hafa áhrif á líkamshitann aukast grunnefnaskiptin og er breytingin um 14% fyrir hverja breytingu um 1°C. Þetta eru viðbrögð til þess að koma líkamshitanum aftur í eðlilegt horf og gerist hvort sem skilyrði eru heit eða köld.

Þessi maður brennir fleiri hitaeiningum svona en hann mundi gera við stofuhita í sófanum heima hjá sér þar sem kuldinn kallar á aukna brennslu til þess að halda uppi líkamshitanum.

Grunnefnaskipti bregðast hægar við hita en kulda og breytast lítið ef hækkun á hita varir stutt. Í frumum okkar eru innbyggð ferli til að bregðast við hækkun á hita, svo sem að svitna, og draga þau úr áhrifum hita á grunnefnaskipti. Ef hitahækkun varir lengi eða líkamshitinn hækkar veldur það hækkun grunnefnaskipta. Ef líkamshitinn hækkar til dæmis um 1,7°C yfir kjörhitann 37°C aukast grunnefnaskiptin um 20%.

Líkaminn bregst skjótt við hitatapi sem verður vegna kulda í umhverfinu. Vöðvarnir hreyfast og kippast, maður skelfur, en það eykur hitamyndun um allt að fimmfalt miðað við eðlilegt ástand. Bláæðar dragast saman og blóðinu er beint inn í kjarna líkamans eftir því sem líkamshitinn lækkar og við það aukast grunnefnaskiptin.

Svarið við spurningunni um hvort líkaminn brenni meira þegar manni er heitt eða kalt er: Það fer eftir ýmsu. Í kulda eykur líkaminn grunnefnaskiptin strax til að bæta upp hitatapið og brennir fleiri hitaeiningum. Fáum aukahitaeiningum er hins vegar brennt í heitara veðri nema ef það varir lengi. Aftur á móti aukast grunnefnaskipti fljótt ef líkamshitinn hækkar um aðeins fáeinar gráður. Ef hitinn fer til dæmis upp í 41°C aukast grunnefnaskiptin um 50%. Brennsla hitaeininga á þessum hraða getur skaðað vefina og verið lífshættulegt.

Heimildir og mynd:...