Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín.

Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsstarfsemi eins og öndun, blóðrás, melting og viðhald líkamshita við 37°C. Grunnefnaskiptin eru miðuð við líkamsstarfsemi í hvíld.

Þeir sem sitja og hugsa brenna um 1-1,5 hitaeiningu á mínútu.

Öll hreyfing krefst líka orkuútláta og eykst orkuþörfin eftir því sem hreyfingin er meiri. Líkaminn brennir einhverjum hitaeiningum við það að hugsa mikið eða beita heilanum mikið, til dæmis þegar lesið er fyrir próf eða fylgst er með í kennslustund. Orkan sem fer í þá iðju er um 1-1,5 hitaeining á mínútu sem er álíka mikið og þegar við sofum.

Til samanburðar má nefna að við iðkun fótbolta eða körfubolta brennum við um átta hitaeiningum á mínútu að jafnaði og um 2,7 hitaeiningum við létt heimilisstörf.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.2.2012

Spyrjandi

Nína Lea Jónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2012, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61913.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 15. febrúar). Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61913

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2012. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61913>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?
Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín.

Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsstarfsemi eins og öndun, blóðrás, melting og viðhald líkamshita við 37°C. Grunnefnaskiptin eru miðuð við líkamsstarfsemi í hvíld.

Þeir sem sitja og hugsa brenna um 1-1,5 hitaeiningu á mínútu.

Öll hreyfing krefst líka orkuútláta og eykst orkuþörfin eftir því sem hreyfingin er meiri. Líkaminn brennir einhverjum hitaeiningum við það að hugsa mikið eða beita heilanum mikið, til dæmis þegar lesið er fyrir próf eða fylgst er með í kennslustund. Orkan sem fer í þá iðju er um 1-1,5 hitaeining á mínútu sem er álíka mikið og þegar við sofum.

Til samanburðar má nefna að við iðkun fótbolta eða körfubolta brennum við um átta hitaeiningum á mínútu að jafnaði og um 2,7 hitaeiningum við létt heimilisstörf.

Mynd:

...