Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?

EDS

Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri orku að hlaupa upp langar brekkur heldur en sömu vegalengd á flatlendi. Fleiri þættir eins og til dæmis veðurfar, vindur og hitastig, geta líka haft áhrif.

Víða á Netinu má finna reiknivélar þar sem hægt er að áætla hversu margar hitaeiningar þarf til þess að framkvæma ákveðnar athafnir, þar með talið hinar ýmsu íþróttir. Þessar reiknivélar verður þó að nota með þeim fyrirvara að þær taka yfirleitt aðeins tillit til líkamsþyngdar en ekki annarra áhrifaþátta og eru því aðeins til viðmiðunar en ekki endanlegur og algildur sannleikur.



Hitaeiningarnar sem meðalmaður brennir í maraþonhlaupi samsvara rúmlega orkuþörfinni á einum sólahring við venjulegar aðstæður.

Fyrir hlaup má til dæmis benda á síðuna Runner's World. Þar er hægt að áætla brennsluna miðað við ákveðna vegalengd og ákveðinn tíma. Miðað við þessa reiknivél brennir 50 kg manneskja sem hleypur maraþon (42,195 km) á 4 klukkutímum tæplega 2.200 hitaeiningum á þessari vegalengd, en 70 kg manneskja sem hleypur sömu vegalengd á sama tíma brennir rúmlega 3.000 hitaeiningum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.5.2009

Síðast uppfært

18.8.2017

Spyrjandi

Ottó Tynes

Tilvísun

EDS. „Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2009, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28361.

EDS. (2009, 15. maí). Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28361

EDS. „Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2009. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28361>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?
Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri orku að hlaupa upp langar brekkur heldur en sömu vegalengd á flatlendi. Fleiri þættir eins og til dæmis veðurfar, vindur og hitastig, geta líka haft áhrif.

Víða á Netinu má finna reiknivélar þar sem hægt er að áætla hversu margar hitaeiningar þarf til þess að framkvæma ákveðnar athafnir, þar með talið hinar ýmsu íþróttir. Þessar reiknivélar verður þó að nota með þeim fyrirvara að þær taka yfirleitt aðeins tillit til líkamsþyngdar en ekki annarra áhrifaþátta og eru því aðeins til viðmiðunar en ekki endanlegur og algildur sannleikur.



Hitaeiningarnar sem meðalmaður brennir í maraþonhlaupi samsvara rúmlega orkuþörfinni á einum sólahring við venjulegar aðstæður.

Fyrir hlaup má til dæmis benda á síðuna Runner's World. Þar er hægt að áætla brennsluna miðað við ákveðna vegalengd og ákveðinn tíma. Miðað við þessa reiknivél brennir 50 kg manneskja sem hleypur maraþon (42,195 km) á 4 klukkutímum tæplega 2.200 hitaeiningum á þessari vegalengd, en 70 kg manneskja sem hleypur sömu vegalengd á sama tíma brennir rúmlega 3.000 hitaeiningum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

...