Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum?Það eru 50 ríki í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Alabama, Alaska, Arizona, Oklahoma, Oregon, Mississippi, Hawaii, Florida, Minnesota, New York, Washington, Texas og Kansas. Þeirra stærst að flatarmáli eru Alaska og Texas. Rhode Island er minnsta fylkið. Alaska og Hawaii eru lengst frá hinum fylkjunum og jafnframt þau sem síðast gengu inn í ríkjasambandið. Hawaii samanstendur af eyjum í Kyrrahafi en Alaska er norðvestan við Kanada og er ekki tengt hinum Bandaríkjunum á landi.

Heimild:

Vefsetur um ríki Bandaríkjanna.

Myndin er fengin af sama vefsetri

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

3.4.2001

Spyrjandi

Tinna Svansdóttir, f. 1989

Höfundar

Tilvísun

Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. „Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2001. Sótt 16. janúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1457.

Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. (2001, 3. apríl). Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1457

Hanna Lilja Jónasdóttir og Sandra Kristrún Magnúsdóttir. „Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2001. Vefsíða. 16. jan. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1457>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Þorgeirsdóttir

1958

Sigríður Þorgeirsdóttir er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og er hún fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við skólann. Rannsóknir Sigríðar hafa beinst að því að draga fram fjölbreyttan mannskilning innan heimspekinnar með tilliti til þess að viðhorf hefðbundinnar heimspeki hefur lengst af verið karlhverft.