Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:52 • sest 18:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:56 • Sest 17:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:59 • Síðdegis: 20:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:51 • Síðdegis: 14:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Orri Vésteinsson

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjörð eða austur í Grímsnes eða Flóa til að finna slíkar leifar. Raunar sker hið svokallaða landnám Ingólfs sig úr hvað varðar kumlafæð; ef ekki væri fyrir allstóran kumlateiginn á Hafurbjarnarstöðum væri það ein stærsta eyðan í kumladreifingu á Íslandi.

En má þá draga þá ályktun að minni byggð hafi verið á suðvesturhorninu en annarsstaðar í öndverðu? Svo er ekki. Góðar vísbendingar hafa fundist um mjög forna byggð í þeim landshluta. Raunar eru Reykjavík og Krýsuvík einu staðirnir á landinu þar sem fullvíst er að fólk var komið áður en svokölluð landnámsgjóska féll, í eldgosi um 871. Á bæjarstæði Reykjavíkur hafa líka verið grafnir upp ekki færri en fjórir skálar og fleiri byggingar frá víkingaöld, og leifar frá þeim tíma hafa einnig fundist í Viðey, Nesi við Seltjörn, á Hofstöðum í Garðabæ, Bessastöðum og Mosfelli. Það þarf því ekki að efast um að svæðið hafi verið byggt snemma og að sú byggð hafi verið þétt. En hvar er þá fólkið sjálft?


Á víkingaöld var fólk gjarnan grafið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé.

Á Íslandi hafa fundist meir en 300 kuml á um 150 stöðum, það er heiðnar grafir frá seinni hluta 9. aldar fram á fyrri hluta þeirrar 11. Þau dreifast misjafnlega um landið, og er mest af þeim á Suðurlandsundirlendinu, á miðhluta Norðurlands og Fljótsdalshéraði, en mjög fá kuml hafa fundist á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þessi ójafna dreifing hefur valdið fræðimönnum heilabrotum og hafa nokkrar skýringar verið settar fram, en engin ein hefur þó orðið ofan á.

Greinilegt er að fundaraðstæður skipta máli, til dæmis er greinilega meira um kumlfundi á uppblásturssvæðum en annarsstaðar, en það skýrir þó ekki mikinn fjölda kumla í vel grónum sveitum eins og Skagafirði eða á Héraði. Mögulegt er að grafsiður hafi verið ólíkur frá einu svæði til annars, ef til vill vegna mismunandi uppruna, og kæmi þá helst til álita að hátt hlutfall þeirra sem byggðu á Vesturlandi og á Vestfjörðum hafi verið kristið fólk og að líkamsleifar þeirra væri því að finna í kirkjugörðum. Þá hefur verið bent á að kuml séu oft við sjó og því gæti landbrot, sem einmitt hefur verið mjög mikið á Reykjavíkursvæðinu, skýrt af hverju kuml finnast ekki þar.

Á undanförnum árum hefur náðst góður árangur í því að finna kuml, en til skamms tíma fundust þau eingöngu af tilviljun, vegna uppblásturs eða framkvæmda. Sá árangur byggir á tilgátum um staðsetningar kumla, en hún laut greinilega ákveðnum lögmálum þannig að sumir staðir geta talist líklegri en aðrir til að geyma kuml. Þau eru mjög oft skammt utan við túngarð, en einnig á merkjum á milli jarða eða við einhverskonar önnur mörk, til dæmis á sjávarbakka. Þá eru þau einnig mjög oft við leiðir og sérílagi þar sem leiðir skarast við mörk, til dæmis við vöð á lækjum eða ám sem skilja landareignir.

Ef giska ætti á staði þar sem leifar hinna fyrstu Reykvíkinga gætu hafa verið mætti nefna Grófina, vörina þar sem þeir lögðu skipum sínum; eða vesturenda traðanna sem enn má sjá á Arnarhóli, við ósa lækjarins sem nú rennur undir Lækjargötu, en sá staður hefur einnig verið á merkjum milli Reykjavíkur og Arnarhóls. Hugsanlega hafa kumlin verið lengra í burtu frá bænum, kannski austanvert á Skólavörðuholti, eða jafnvel enn austar á merkjum milli Reykjavíkur og Laugarness, sem voru á svipuðum slóðum og Kringlumýrarbrautin nú, annaðhvort þá í Fossvogi eða við Kirkjusand.

Ef til vill er til lítils að velta vöngum yfir þessu því líklegt má telja að hafi þessar grafir ekki verið horfnar af náttúrulegum ástæðum þegar þéttbýlismyndun hófst í Reykjavík þá hafi framkvæmdir seinustu tvær aldirnar örugglega eytt því sem eftir var. Á það má þó minna að lygilega mikið hefur reynst vera eftir af byggingaleifum í miðborg Reykjavíkur, þar sem þó hefur verið byggt lengst og mest, og er því aldrei að vita hvort kuml fyrstu kynslóða Reykvíkinga gætu ekki komið í ljós einhversstaðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Adolf Friðriksson, ‘Haugar og heiðni. Minjar um íslenskt járnaldarsamfélag.’ Hlutvelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni, Árni Björnsson & Hrefna Róbertsdóttir ritstjórar, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2004, bls. 56-63.
  • Adolf Friðriksson, ‘Social and symbolic landscapes in Late Iron Age Iceland.’ Archaeologia islandica 7 (2009), bls. 9-21.
  • Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Adolf Friðriksson ritstjóri, Reykjavík: Mál og menning 2000.
  • Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson & Árni Einarsson, Reykjavík 871±2. Landnámssýningin. The Settlement Exhibition, Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur [2006].

Myndir:

Höfundur

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

1.6.2010

Spyrjandi

Ketill Árni Ingólfsson, f. 1996

Tilvísun

Orri Vésteinsson. „Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2010, sótt 6. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52713.

Orri Vésteinsson. (2010, 1. júní). Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52713

Orri Vésteinsson. „Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2010. Vefsíða. 6. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52713>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?
Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjörð eða austur í Grímsnes eða Flóa til að finna slíkar leifar. Raunar sker hið svokallaða landnám Ingólfs sig úr hvað varðar kumlafæð; ef ekki væri fyrir allstóran kumlateiginn á Hafurbjarnarstöðum væri það ein stærsta eyðan í kumladreifingu á Íslandi.

En má þá draga þá ályktun að minni byggð hafi verið á suðvesturhorninu en annarsstaðar í öndverðu? Svo er ekki. Góðar vísbendingar hafa fundist um mjög forna byggð í þeim landshluta. Raunar eru Reykjavík og Krýsuvík einu staðirnir á landinu þar sem fullvíst er að fólk var komið áður en svokölluð landnámsgjóska féll, í eldgosi um 871. Á bæjarstæði Reykjavíkur hafa líka verið grafnir upp ekki færri en fjórir skálar og fleiri byggingar frá víkingaöld, og leifar frá þeim tíma hafa einnig fundist í Viðey, Nesi við Seltjörn, á Hofstöðum í Garðabæ, Bessastöðum og Mosfelli. Það þarf því ekki að efast um að svæðið hafi verið byggt snemma og að sú byggð hafi verið þétt. En hvar er þá fólkið sjálft?


Á víkingaöld var fólk gjarnan grafið í fullum klæðum með gripum, svokölluðu haugfé.

Á Íslandi hafa fundist meir en 300 kuml á um 150 stöðum, það er heiðnar grafir frá seinni hluta 9. aldar fram á fyrri hluta þeirrar 11. Þau dreifast misjafnlega um landið, og er mest af þeim á Suðurlandsundirlendinu, á miðhluta Norðurlands og Fljótsdalshéraði, en mjög fá kuml hafa fundist á Vesturlandi og Vestfjörðum. Þessi ójafna dreifing hefur valdið fræðimönnum heilabrotum og hafa nokkrar skýringar verið settar fram, en engin ein hefur þó orðið ofan á.

Greinilegt er að fundaraðstæður skipta máli, til dæmis er greinilega meira um kumlfundi á uppblásturssvæðum en annarsstaðar, en það skýrir þó ekki mikinn fjölda kumla í vel grónum sveitum eins og Skagafirði eða á Héraði. Mögulegt er að grafsiður hafi verið ólíkur frá einu svæði til annars, ef til vill vegna mismunandi uppruna, og kæmi þá helst til álita að hátt hlutfall þeirra sem byggðu á Vesturlandi og á Vestfjörðum hafi verið kristið fólk og að líkamsleifar þeirra væri því að finna í kirkjugörðum. Þá hefur verið bent á að kuml séu oft við sjó og því gæti landbrot, sem einmitt hefur verið mjög mikið á Reykjavíkursvæðinu, skýrt af hverju kuml finnast ekki þar.

Á undanförnum árum hefur náðst góður árangur í því að finna kuml, en til skamms tíma fundust þau eingöngu af tilviljun, vegna uppblásturs eða framkvæmda. Sá árangur byggir á tilgátum um staðsetningar kumla, en hún laut greinilega ákveðnum lögmálum þannig að sumir staðir geta talist líklegri en aðrir til að geyma kuml. Þau eru mjög oft skammt utan við túngarð, en einnig á merkjum á milli jarða eða við einhverskonar önnur mörk, til dæmis á sjávarbakka. Þá eru þau einnig mjög oft við leiðir og sérílagi þar sem leiðir skarast við mörk, til dæmis við vöð á lækjum eða ám sem skilja landareignir.

Ef giska ætti á staði þar sem leifar hinna fyrstu Reykvíkinga gætu hafa verið mætti nefna Grófina, vörina þar sem þeir lögðu skipum sínum; eða vesturenda traðanna sem enn má sjá á Arnarhóli, við ósa lækjarins sem nú rennur undir Lækjargötu, en sá staður hefur einnig verið á merkjum milli Reykjavíkur og Arnarhóls. Hugsanlega hafa kumlin verið lengra í burtu frá bænum, kannski austanvert á Skólavörðuholti, eða jafnvel enn austar á merkjum milli Reykjavíkur og Laugarness, sem voru á svipuðum slóðum og Kringlumýrarbrautin nú, annaðhvort þá í Fossvogi eða við Kirkjusand.

Ef til vill er til lítils að velta vöngum yfir þessu því líklegt má telja að hafi þessar grafir ekki verið horfnar af náttúrulegum ástæðum þegar þéttbýlismyndun hófst í Reykjavík þá hafi framkvæmdir seinustu tvær aldirnar örugglega eytt því sem eftir var. Á það má þó minna að lygilega mikið hefur reynst vera eftir af byggingaleifum í miðborg Reykjavíkur, þar sem þó hefur verið byggt lengst og mest, og er því aldrei að vita hvort kuml fyrstu kynslóða Reykvíkinga gætu ekki komið í ljós einhversstaðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Adolf Friðriksson, ‘Haugar og heiðni. Minjar um íslenskt járnaldarsamfélag.’ Hlutvelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni, Árni Björnsson & Hrefna Róbertsdóttir ritstjórar, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands 2004, bls. 56-63.
  • Adolf Friðriksson, ‘Social and symbolic landscapes in Late Iron Age Iceland.’ Archaeologia islandica 7 (2009), bls. 9-21.
  • Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, 2. útgáfa, Adolf Friðriksson ritstjóri, Reykjavík: Mál og menning 2000.
  • Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson & Árni Einarsson, Reykjavík 871±2. Landnámssýningin. The Settlement Exhibition, Reykjavík: Minjasafn Reykjavíkur [2006].

Myndir:...