Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu oft er kosið um forseta?

EDS

1944
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lögunum að kjósa skuli nýjan forseta innan árs og situr hann til 31. júlí á fjórða ári frá þeirri kosningu.

Frá því að Ísland varð lýðveldi hafa sex einstaklingar gegnt embætti forseta. Í sjö skipti hefur forseti verið kjörinn með atkvæðagreiðslu, í 10 skipti hefur aðeins einn verið í framboði og atkvæðagreiðsla ekki farið fram og í eitt skipti var það Alþingi sem kaus forseta.

Fyrsti forseti Íslands var Sveinn Björnsson. Hann var kjörinn af Alþingi á Þingvöllum við lýðveldisstofnun, 17. júní 1944. Ári síðar var hann þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu og aftur árið 1949. Samkvæmt fjögurra ára reglunni hefði næsta forsetakjör átt að vera 1953 en þar sem Sveinn lést áður en kjörtímabili hans lauk voru forsetakosningar ári fyrr.

Ásgeir Ásgeirsson var annar forseti Íslands og kjörinn í atkvæðagreiðslu til þess embættis 1952. Hann var síðan endurkjörinn án atkvæðagreiðslu þrisvar sinnum, árin 1956, 1960 og 1964.

Þriðji forseti Íslands var Kristján Eldjárn og var hann kjörinn í það embætti í atkvæðagreiðslu árið 1968. Hann var tvívegis endurkjörinn án atkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1976.

Vigdís Finnbogadóttir var fjórði forseti Íslands og jafnframt fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. Hún tók við embætti árið 1980 og var endurkjörin án atkvæðagreiðslu fjórum árum seinna. Hún gaf áfram kost á sér eftir þessi tvö kjörtímabil en þá kom í fyrsta skipti fram mótframboð gegnt sitjandi forseta. Því var kosið um forseta árið 1988 og var Vigdís kjörin. Hún var svo endurkjörin án atkvæðagreiðslu árið 1992.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur þing 1. október 2001.

Sá fimmti sem setið hefur á forsetastóli á Íslandi er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var fyrst kjörinn í kosningum árið 1996 og síðan endurkjörinn án atkvæðagreiðslu árið 2000. Árið 2004 kom hins vegar til atkvæðagreiðslu þar sem tvö mótframboð gegn Ólafi komu fram en hann var kjörinn. Árið 2008 var hann endurkjörinn án atkvæðagreiðslu. Árið 2012 komu fimm mótframboð en Ólafur var kjörinn til setu fimmta kjörtímabil sitt með rúmlega helming greiddra atkvæða.

Sjötti einstaklingurinn til þess að gegna embætti forseta Íslands er Guðni Th. Jóhannesson. Hann var kjörinn forseti árið 2016 með tæplega 40% atkvæða en frambjóðendur voru alls níu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2008

Síðast uppfært

6.5.2019

Spyrjandi

María Lilja Harðardóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hversu oft er kosið um forseta?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7278.

EDS. (2008, 1. apríl). Hversu oft er kosið um forseta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7278

EDS. „Hversu oft er kosið um forseta?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lögunum að kjósa skuli nýjan forseta innan árs og situr hann til 31. júlí á fjórða ári frá þeirri kosningu.

Frá því að Ísland varð lýðveldi hafa sex einstaklingar gegnt embætti forseta. Í sjö skipti hefur forseti verið kjörinn með atkvæðagreiðslu, í 10 skipti hefur aðeins einn verið í framboði og atkvæðagreiðsla ekki farið fram og í eitt skipti var það Alþingi sem kaus forseta.

Fyrsti forseti Íslands var Sveinn Björnsson. Hann var kjörinn af Alþingi á Þingvöllum við lýðveldisstofnun, 17. júní 1944. Ári síðar var hann þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu og aftur árið 1949. Samkvæmt fjögurra ára reglunni hefði næsta forsetakjör átt að vera 1953 en þar sem Sveinn lést áður en kjörtímabili hans lauk voru forsetakosningar ári fyrr.

Ásgeir Ásgeirsson var annar forseti Íslands og kjörinn í atkvæðagreiðslu til þess embættis 1952. Hann var síðan endurkjörinn án atkvæðagreiðslu þrisvar sinnum, árin 1956, 1960 og 1964.

Þriðji forseti Íslands var Kristján Eldjárn og var hann kjörinn í það embætti í atkvæðagreiðslu árið 1968. Hann var tvívegis endurkjörinn án atkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1976.

Vigdís Finnbogadóttir var fjórði forseti Íslands og jafnframt fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum. Hún tók við embætti árið 1980 og var endurkjörin án atkvæðagreiðslu fjórum árum seinna. Hún gaf áfram kost á sér eftir þessi tvö kjörtímabil en þá kom í fyrsta skipti fram mótframboð gegnt sitjandi forseta. Því var kosið um forseta árið 1988 og var Vigdís kjörin. Hún var svo endurkjörin án atkvæðagreiðslu árið 1992.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setur þing 1. október 2001.

Sá fimmti sem setið hefur á forsetastóli á Íslandi er Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var fyrst kjörinn í kosningum árið 1996 og síðan endurkjörinn án atkvæðagreiðslu árið 2000. Árið 2004 kom hins vegar til atkvæðagreiðslu þar sem tvö mótframboð gegn Ólafi komu fram en hann var kjörinn. Árið 2008 var hann endurkjörinn án atkvæðagreiðslu. Árið 2012 komu fimm mótframboð en Ólafur var kjörinn til setu fimmta kjörtímabil sitt með rúmlega helming greiddra atkvæða.

Sjötti einstaklingurinn til þess að gegna embætti forseta Íslands er Guðni Th. Jóhannesson. Hann var kjörinn forseti árið 2016 með tæplega 40% atkvæða en frambjóðendur voru alls níu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....