Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Sigrún Sayeh Valadbeygi og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli.

Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvort Khertek Anchimaa-Toka eða Sühbaataryn Yanjmaa. Sú fyrrnefnda var í forsvari fyrir alþýðulýðveldið Tannu Tuva frá 6. apríl 1940 til 11. okóber 1944 þegar Tuva varð hluti Sovétríkjanna. Sú síðarnefnda gegndi embætti forseta Mongólíu frá 23. september 1953 til 7. júlí 1954 eftir fráfall Gonchigiin Bumtsend þáverandi forseta.

Sumar heimildir vilja þó meina að Isabel Martínez de Perón hafi í raun verið fyrst kvenna til að gegna forsetaembætti, hinar hafi farið með forsetavald, verið þjóðhöfðingjar (e. Head of State), en ekki eiginlegir forsetar. Isabel Perón var þriðja eiginkona Juan Perón forseta Argentínu og jafnframt varaforseti hans. Við andlát hans tók hún við embætti forseta og var þar með fyrsti kvenforseti Ameríku. Hún sat á forsetastóli frá 1. júlí 1974 til 24. mars 1976 þegar hún var sett af.



María Estela Martínez Cartas de Perón, betur þekkt sem Isabel Martínez de Perón, forseti Argentínu 1. júlí 1974 - 24. mars 1976.

Síðan þá hafa margar konur gegnt embætti forseta, sumar lýðræðislega kjörnar en aðrar tekið við embætti með öðrum hætti. Árið 2006 var Ellen Johnson-Sirleaf kosin forseti Líberíu og varð þá fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn í Afríku. Nú er svo komið að Norður-Ameríka er eina heimsálfan þar sem kona hefur ekki gegnt embætti forseta.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.5.2007

Síðast uppfært

20.5.2019

Spyrjandi

Jóhann Ólafsson, Helena Reykjalín Jónsdóttir

Tilvísun

Sigrún Sayeh Valadbeygi og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2007, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6647.

Sigrún Sayeh Valadbeygi og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 22. maí). Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6647

Sigrún Sayeh Valadbeygi og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2007. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?
Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli.

Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvort Khertek Anchimaa-Toka eða Sühbaataryn Yanjmaa. Sú fyrrnefnda var í forsvari fyrir alþýðulýðveldið Tannu Tuva frá 6. apríl 1940 til 11. okóber 1944 þegar Tuva varð hluti Sovétríkjanna. Sú síðarnefnda gegndi embætti forseta Mongólíu frá 23. september 1953 til 7. júlí 1954 eftir fráfall Gonchigiin Bumtsend þáverandi forseta.

Sumar heimildir vilja þó meina að Isabel Martínez de Perón hafi í raun verið fyrst kvenna til að gegna forsetaembætti, hinar hafi farið með forsetavald, verið þjóðhöfðingjar (e. Head of State), en ekki eiginlegir forsetar. Isabel Perón var þriðja eiginkona Juan Perón forseta Argentínu og jafnframt varaforseti hans. Við andlát hans tók hún við embætti forseta og var þar með fyrsti kvenforseti Ameríku. Hún sat á forsetastóli frá 1. júlí 1974 til 24. mars 1976 þegar hún var sett af.



María Estela Martínez Cartas de Perón, betur þekkt sem Isabel Martínez de Perón, forseti Argentínu 1. júlí 1974 - 24. mars 1976.

Síðan þá hafa margar konur gegnt embætti forseta, sumar lýðræðislega kjörnar en aðrar tekið við embætti með öðrum hætti. Árið 2006 var Ellen Johnson-Sirleaf kosin forseti Líberíu og varð þá fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn í Afríku. Nú er svo komið að Norður-Ameríka er eina heimsálfan þar sem kona hefur ekki gegnt embætti forseta.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni....