Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?

EDS

Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar.

Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980 var hún fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í almennum kosningum. Hún var samt ekki fyrsti kvenforsetinn því áður höfðu örfáar konur gegnt embætti forseta, án þess þó að vera þjóðkjörnar. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í almennum kosningum. Hún er einnig sú kona sem hefur setið lengst á forsetastóli.

Vigdís ruddi sannarlega brautina en þó fjölgaði konum í forsetaembætti afar hægt til að byrja með. Fram til ársins 2000 höfðu aðeins tíu konur til viðbótar sest á forsetastól. Á þessari öld hefur konum í embætti forseta hins vegar fjölgað töluvert og hafa, eftir því sem næst verður komist, alls 55 konur gegnt forsetaembætti. Þar af hafa tvær konur gegnt embættinu tvisvar sinnum, annars vegar Hilda Heine, sem var forseti Marshall-eyja 2016-2020 og aftur 2024, og hins vegar Michelle Bachelet, sem var forseti Chile 2006-2010 og 2014-2018. Í fimm öðrum löndum, Argentínu, Filippseyjum, Indlandi, Írlandi og Kosóvo, hafa konur tvisvar sinnum gegnt embættinu og á Möltu hefur þrisvar sinnum verið kvenforseti.

Þótt nokkuð langt sé um liðið síðan Vigdís var fyrst kjörin forseti er hún enn sú kona sem lengst hefur setið í embætti, alls fjögur kjörtímabil eða 16 ár. Sú sem næst henni kemur er Mary McAleese sem var forseti Írlands í 13 ár og 364 daga, árin 1997-2011.

Þegar þetta er skrifað, í byrjun júní 2024, sitja 17 konur á forsetastóli. Senn bætast tvær við: Halla Tómasdóttir, sem tekur við embætti á Íslandi 1. ágúst og Claudia Sheinbaum sem verður nýr forseti Mexíkó 1. desember 2024.

Heimild og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.6.2024

Síðast uppfært

7.6.2024

Spyrjandi

Jóhann Sigurbjarnarson

Tilvísun

EDS. „Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2024, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26556.

EDS. (2024, 3. júní). Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26556

EDS. „Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2024. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?
Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar.

Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands árið 1980 var hún fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í almennum kosningum. Hún var samt ekki fyrsti kvenforsetinn því áður höfðu örfáar konur gegnt embætti forseta, án þess þó að vera þjóðkjörnar. Um það má lesa meira í svari við spurningunni Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í almennum kosningum. Hún er einnig sú kona sem hefur setið lengst á forsetastóli.

Vigdís ruddi sannarlega brautina en þó fjölgaði konum í forsetaembætti afar hægt til að byrja með. Fram til ársins 2000 höfðu aðeins tíu konur til viðbótar sest á forsetastól. Á þessari öld hefur konum í embætti forseta hins vegar fjölgað töluvert og hafa, eftir því sem næst verður komist, alls 55 konur gegnt forsetaembætti. Þar af hafa tvær konur gegnt embættinu tvisvar sinnum, annars vegar Hilda Heine, sem var forseti Marshall-eyja 2016-2020 og aftur 2024, og hins vegar Michelle Bachelet, sem var forseti Chile 2006-2010 og 2014-2018. Í fimm öðrum löndum, Argentínu, Filippseyjum, Indlandi, Írlandi og Kosóvo, hafa konur tvisvar sinnum gegnt embættinu og á Möltu hefur þrisvar sinnum verið kvenforseti.

Þótt nokkuð langt sé um liðið síðan Vigdís var fyrst kjörin forseti er hún enn sú kona sem lengst hefur setið í embætti, alls fjögur kjörtímabil eða 16 ár. Sú sem næst henni kemur er Mary McAleese sem var forseti Írlands í 13 ár og 364 daga, árin 1997-2011.

Þegar þetta er skrifað, í byrjun júní 2024, sitja 17 konur á forsetastóli. Senn bætast tvær við: Halla Tómasdóttir, sem tekur við embætti á Íslandi 1. ágúst og Claudia Sheinbaum sem verður nýr forseti Mexíkó 1. desember 2024.

Heimild og mynd:

...