Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?

Árni Helgason

1944
Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.

Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram eigi að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort forseti lýðveldisins skuli settur af en sú krafa sé felld í atkvæðagreiðslunni, skuli þing rofið. Í 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að rjúfa beri þing ef samþykkt er frumvarp um breytingu á stjórnarskránni. Til þess að breytingin sé endanlega staðfest af þinginu verður nýkjörið þing einnig að samþykkja breytingarnar. Sá háttur hefur hins vegar oft verið hafður á að láta afgreiðslu stjórnarskrárbreytinga bera að við lok kjörtímabilsins þannig að kosningarnar í kjölfar þingrofsins falli saman við fyrirhugaðar almennar þingkosningar. Þetta var til dæmis gert árin 1991, 1995 og 1999 þegar stjórnarskránni var breytt.



Í 24. gr. stjórnarskrárinnar er aftur á móti heimild til þess að rjúfa þing án þess að tilteknar aðstæður komi upp. Í texta stjórnarskrárinnar er talað um að forseti lýðveldisins rjúfi þing en forsætisráðherra fer í reynd með það vald, samanber það sem fram kemur í 13. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og í 14. gr. um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Það er mikilvægt að hafa þessa reglu í huga þegar kaflinn um forsetann í stjórnarskránni er lesinn, því textinn gefur til kynna að forsetinn fari með mikil völd en í reynd eru þau aðeins formleg.

Þetta á við um þingrofsréttinn sem er á hendi forsætisráðherra. Forseti lýðveldisins hefur almennt það hlutverk að staðfesta ákvörðun forsætisráðherra en dæmi er þó um að forseti hafi verð mótfallinn hugmyndum um þingrof. Það gerðist árið 1950 þegar Sveinn Björnsson forseti lýsti sig andvígan skoðunum Ólafs Thors forsætisráðherra um að rjúfa þyrfti þing vegna stjórnarkreppu. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur til dæmis að forseti geti neitað að rjúfa þing að tillögu forsætisráðherra. Þetta svigrúm forseta er þó takmarkað og ætti fyrst og fremst við ef til dæmis augljóslega er verið að misbeita þingrofsheimildinni. Almennt er matið á hendi forsætisráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í 24. gr. stjórnarskrárinnar segir "Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi". Sumir telja að engu að síður hafi hann ekki rétt til að rjúfa þing. Hefur forsetinn rétt til að rjúfa þing eða þarf frumkvæðið að þingrofi að koma frá forsætisráðherra?

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

21.10.2009

Síðast uppfært

6.5.2019

Spyrjandi

Guðbjörn Logi Björnsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?“ Vísindavefurinn, 21. október 2009, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51227.

Árni Helgason. (2009, 21. október). Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51227

Árni Helgason. „Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2009. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51227>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?
Í stjórnarskránni er á þremur stöðum kveðið á um þingrof og hvernig að því skuli standa. Í tveimur tilfellum er skylt að rjúfa þing, annars vegar skv. 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar skv. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.

Í fyrra tilfellinu kemur fram að ef ¾ hluti þingmanna samþykki að fram eigi að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort forseti lýðveldisins skuli settur af en sú krafa sé felld í atkvæðagreiðslunni, skuli þing rofið. Í 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að rjúfa beri þing ef samþykkt er frumvarp um breytingu á stjórnarskránni. Til þess að breytingin sé endanlega staðfest af þinginu verður nýkjörið þing einnig að samþykkja breytingarnar. Sá háttur hefur hins vegar oft verið hafður á að láta afgreiðslu stjórnarskrárbreytinga bera að við lok kjörtímabilsins þannig að kosningarnar í kjölfar þingrofsins falli saman við fyrirhugaðar almennar þingkosningar. Þetta var til dæmis gert árin 1991, 1995 og 1999 þegar stjórnarskránni var breytt.



Í 24. gr. stjórnarskrárinnar er aftur á móti heimild til þess að rjúfa þing án þess að tilteknar aðstæður komi upp. Í texta stjórnarskrárinnar er talað um að forseti lýðveldisins rjúfi þing en forsætisráðherra fer í reynd með það vald, samanber það sem fram kemur í 13. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og í 14. gr. um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Það er mikilvægt að hafa þessa reglu í huga þegar kaflinn um forsetann í stjórnarskránni er lesinn, því textinn gefur til kynna að forsetinn fari með mikil völd en í reynd eru þau aðeins formleg.

Þetta á við um þingrofsréttinn sem er á hendi forsætisráðherra. Forseti lýðveldisins hefur almennt það hlutverk að staðfesta ákvörðun forsætisráðherra en dæmi er þó um að forseti hafi verð mótfallinn hugmyndum um þingrof. Það gerðist árið 1950 þegar Sveinn Björnsson forseti lýsti sig andvígan skoðunum Ólafs Thors forsætisráðherra um að rjúfa þyrfti þing vegna stjórnarkreppu. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur til dæmis að forseti geti neitað að rjúfa þing að tillögu forsætisráðherra. Þetta svigrúm forseta er þó takmarkað og ætti fyrst og fremst við ef til dæmis augljóslega er verið að misbeita þingrofsheimildinni. Almennt er matið á hendi forsætisráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í 24. gr. stjórnarskrárinnar segir "Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi". Sumir telja að engu að síður hafi hann ekki rétt til að rjúfa þing. Hefur forsetinn rétt til að rjúfa þing eða þarf frumkvæðið að þingrofi að koma frá forsætisráðherra?
...