Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvenær er þingrof réttlætanlegt?

Árni Helgason

Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, þá geti forsætisráðherra gripið til þingrofs.


Eldur búsáhaldabyltingarinnar og Alþingi í baksýn.

Þingrofið er ekki borið undir atkvæði á Alþingi heldur er það ákvörðun forsætisráðherra sem hann tilkynnir á þingi, ef það er starfandi en annars með auglýsingu í A-deild Stjórnartíðinda.

Tvívegis í sögunni hefur verið deilt um réttmæti þingrofs, annars vegar 1931 þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra rauf þing og í síðara skiptið þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing árið 1974. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin styddist ekki lengur við þingmeirihluta og ákvað forsætisráðherra að rjúfa þing og féllst konungur (árið 1931) og forseti (árið 1974) á það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

22.10.2009

Spyrjandi

Guðbjörn Logi Björnsson, Ritstjórn

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvenær er þingrof réttlætanlegt?“ Vísindavefurinn, 22. október 2009. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=54116.

Árni Helgason. (2009, 22. október). Hvenær er þingrof réttlætanlegt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54116

Árni Helgason. „Hvenær er þingrof réttlætanlegt?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2009. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54116>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er þingrof réttlætanlegt?
Erfitt er að segja með tæmandi hætti við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að rjúfa þing. Fræðimenn hafa til að mynda bent á að ef fyrirséð er að vantrauststillaga á ríkisstjórnina verði samþykkt, ef ríkisstjórnin hefur ekki nægjanlegan þingmeirihluta til að koma áfram brýnum málum á þingi eða ef upp er kominn ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, þá geti forsætisráðherra gripið til þingrofs.


Eldur búsáhaldabyltingarinnar og Alþingi í baksýn.

Þingrofið er ekki borið undir atkvæði á Alþingi heldur er það ákvörðun forsætisráðherra sem hann tilkynnir á þingi, ef það er starfandi en annars með auglýsingu í A-deild Stjórnartíðinda.

Tvívegis í sögunni hefur verið deilt um réttmæti þingrofs, annars vegar 1931 þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra rauf þing og í síðara skiptið þegar Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra rauf þing árið 1974. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin styddist ekki lengur við þingmeirihluta og ákvað forsætisráðherra að rjúfa þing og féllst konungur (árið 1931) og forseti (árið 1974) á það.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:...