Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?

Baldur S. Blöndal

Spyrjandi vísar hér líklega til talningaraðferðar í Breska þinginu. Þar koma hins vegar hvorki augu (e. eyes) né nef (e. nose) við sögu heldur: „Ayes to the left, noes to the right“. Orðið „aye“ vísar til samþykkis en „noes“ til neitunar.

Aye er einfaldlega gamalt enskt orð fyrir samþykki sem má rekja aftur til sextándu aldar. Önnur þekkt birtingamynd orðsins er: „aye, aye, sir“ (já, já, herra). Noes er fleirtölumynd enska orðsins no.

Skiptingin í hægri/vinstri (ayes to the left, noes to the right) fer fram ef erfitt þykir að meta hvort fleiri hafi sagt „aye“ eða „no“ í þingsalnum. Þá eru þingmenn fylgjandi tillögunni („aye“) beðnir um að ganga út um hægri dyr þingsalarins, út í svonefnt „aye-lobbí“, en þeir sem eru mótfallnir („noes“) ganga út um vinstri dyrnar þar sem „noes-lobbíið“ er. Þetta kallast division of the assembly á ensku og tíðkast einnig í fleiri ríkjum, eins og Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Írlandi.

Ayes to the left, noes to the right, er orðatiltæki sem er notað í breska þinginu. Á myndinni sést John Bercrow, fyrrverandi forseti neðri deildar breska þingsins.

Misskilningurinn er algengur þar sem aye og noes eru borin fram eins og „eyes“ og „nose“ og er því er skiljanlegt að menn rugli þessu saman.

Heimildir og mynd:
  • Aye and No Lobbies. (Content and Not Content Lobbies). Parliament.uk (Sótt 03.04.2020)
  • Aye, origin and meaning. Online Etymology Dictionary. (Sótt 14.04.20).
  • Breska Þingið. How the Chamber Works. Skjáskot úr myndbandi (0:44). Sótt 14.04.2020 af og birt með CC-BY 3.0 leyfinu.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

6.7.2020

Spyrjandi

Örn Ó.

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2020. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78427.

Baldur S. Blöndal. (2020, 6. júlí). "Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78427

Baldur S. Blöndal. „"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2020. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

"Eyes to the right, the nose to the left", hvaða bull er þetta?
Spyrjandi vísar hér líklega til talningaraðferðar í Breska þinginu. Þar koma hins vegar hvorki augu (e. eyes) né nef (e. nose) við sögu heldur: „Ayes to the left, noes to the right“. Orðið „aye“ vísar til samþykkis en „noes“ til neitunar.

Aye er einfaldlega gamalt enskt orð fyrir samþykki sem má rekja aftur til sextándu aldar. Önnur þekkt birtingamynd orðsins er: „aye, aye, sir“ (já, já, herra). Noes er fleirtölumynd enska orðsins no.

Skiptingin í hægri/vinstri (ayes to the left, noes to the right) fer fram ef erfitt þykir að meta hvort fleiri hafi sagt „aye“ eða „no“ í þingsalnum. Þá eru þingmenn fylgjandi tillögunni („aye“) beðnir um að ganga út um hægri dyr þingsalarins, út í svonefnt „aye-lobbí“, en þeir sem eru mótfallnir („noes“) ganga út um vinstri dyrnar þar sem „noes-lobbíið“ er. Þetta kallast division of the assembly á ensku og tíðkast einnig í fleiri ríkjum, eins og Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Írlandi.

Ayes to the left, noes to the right, er orðatiltæki sem er notað í breska þinginu. Á myndinni sést John Bercrow, fyrrverandi forseti neðri deildar breska þingsins.

Misskilningurinn er algengur þar sem aye og noes eru borin fram eins og „eyes“ og „nose“ og er því er skiljanlegt að menn rugli þessu saman.

Heimildir og mynd:
  • Aye and No Lobbies. (Content and Not Content Lobbies). Parliament.uk (Sótt 03.04.2020)
  • Aye, origin and meaning. Online Etymology Dictionary. (Sótt 14.04.20).
  • Breska Þingið. How the Chamber Works. Skjáskot úr myndbandi (0:44). Sótt 14.04.2020 af og birt með CC-BY 3.0 leyfinu.

...