Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?

Hjalti Vigfússon

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins.



Winston Churchill á góðri stundu

Sem hermaður í breska hernum barðist hann í Afríku, meðal annars í orrustunni um Omdurman í Súdan árið 1898. Á þessum tíma vakti hann talsverða athygli fyrir skrif sín í fjölmiðla sem oft voru talsvert umdeild. Hann var kjörinn á þing árið 1900 og fyrir fyrri heimsstyrjöldina vann hann meðal annars fyrir heimavarnarráðið. Í fyrri heimsstyrjöldinni gegndi hann fjölmörgum stöðum þar á meðal sem hergagnaráðherra (e. Minister of Munitions), stríðsmálaráðherra (e. Secretary of State for War) og flugmálaráðherra (e. Secretery of State for Air). Árið 1924 var hann svo skipaður efnahags- og viðskiptamálaráðherra (e. Channcellor of the Exchequer).

Eftir að seinni heimsstyrjöldin brast á var Churchill gerður að sjóliðsforingja (e. First lord of Admirality) og gegndi hann veigamiklu hlutverki innan hernaðarmálaráðuneytisins. Eftir að Neville Chamberlaine sagði af sér sem forsætisráðherra þann 10. maí 1940 (sama dag og Bretar hernámu Ísland) tók Churchill við forsætisráðuneytinu og leiddi Breta í baráttunni við öxulveldin. Churchill var mikill ræðuskörungur og veittu ræður hans bandamönnum og heimsbyggð allri mikinn styrk og innblástur á erfiðum tímum.

Árið 1945 tapaði breski íhaldsflokkurinn í þingkosningunum og varð Churchill þá leiðtogi stjórnarandstöðunnar undir forystu Clements Attlee. Hann varð forsætisráðherra á nýjan leik eftir að íhaldsmenn unnu sigur í kosningunum árið 1951. Ríkisstjórnin hélt velli allt þar til Churchill sagði af sér 7. apríl árið 1955 þá rúmlega áttræður að aldri.

Churchill var margt til lista lagt en auk þess að vera liðtækur ræðumaður var hann mjög fær rithöfundur og fékkst einnig við listmálun. Árið 1953 hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir skrif sín í sagnfræði.

Churchill lést þann 24. janúar 1965 og var veitt heiðursútför. Hann er nú grafinn í kirkjugarði við kirkju heilags Martins í Bladon sem er í grennd við Woodstock á Englandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: Winston Churchill

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

8.10.2007

Spyrjandi

Sólveig Anna Aradóttir, Einar Gauti, Marteinn Briem, Sölvi Guðmundsson, Gerður Ósk

Tilvísun

Hjalti Vigfússon. „Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?“ Vísindavefurinn, 8. október 2007, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6836.

Hjalti Vigfússon. (2007, 8. október). Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6836

Hjalti Vigfússon. „Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2007. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6836>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?
Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins.



Winston Churchill á góðri stundu

Sem hermaður í breska hernum barðist hann í Afríku, meðal annars í orrustunni um Omdurman í Súdan árið 1898. Á þessum tíma vakti hann talsverða athygli fyrir skrif sín í fjölmiðla sem oft voru talsvert umdeild. Hann var kjörinn á þing árið 1900 og fyrir fyrri heimsstyrjöldina vann hann meðal annars fyrir heimavarnarráðið. Í fyrri heimsstyrjöldinni gegndi hann fjölmörgum stöðum þar á meðal sem hergagnaráðherra (e. Minister of Munitions), stríðsmálaráðherra (e. Secretary of State for War) og flugmálaráðherra (e. Secretery of State for Air). Árið 1924 var hann svo skipaður efnahags- og viðskiptamálaráðherra (e. Channcellor of the Exchequer).

Eftir að seinni heimsstyrjöldin brast á var Churchill gerður að sjóliðsforingja (e. First lord of Admirality) og gegndi hann veigamiklu hlutverki innan hernaðarmálaráðuneytisins. Eftir að Neville Chamberlaine sagði af sér sem forsætisráðherra þann 10. maí 1940 (sama dag og Bretar hernámu Ísland) tók Churchill við forsætisráðuneytinu og leiddi Breta í baráttunni við öxulveldin. Churchill var mikill ræðuskörungur og veittu ræður hans bandamönnum og heimsbyggð allri mikinn styrk og innblástur á erfiðum tímum.

Árið 1945 tapaði breski íhaldsflokkurinn í þingkosningunum og varð Churchill þá leiðtogi stjórnarandstöðunnar undir forystu Clements Attlee. Hann varð forsætisráðherra á nýjan leik eftir að íhaldsmenn unnu sigur í kosningunum árið 1951. Ríkisstjórnin hélt velli allt þar til Churchill sagði af sér 7. apríl árið 1955 þá rúmlega áttræður að aldri.

Churchill var margt til lista lagt en auk þess að vera liðtækur ræðumaður var hann mjög fær rithöfundur og fékkst einnig við listmálun. Árið 1953 hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir skrif sín í sagnfræði.

Churchill lést þann 24. janúar 1965 og var veitt heiðursútför. Hann er nú grafinn í kirkjugarði við kirkju heilags Martins í Bladon sem er í grennd við Woodstock á Englandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: Winston Churchill

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....