Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Halda hrafnar þing?

Orðið þing er meðal annars notað um fund og mannamót. Upphafleg merking orðsin er talin vera samkoma. Orðið hrafnaþing er haft um það þegar hrafnar flykkjast saman á jörðu niðri. Í yfirfærðri merkingu er síðan talað um mannamót sem hrafnaþing.

Kunn er sú þjóðsaga að hrafnar haldi hrafnaþing á haustin og skipi sér síðan niður á bæi yfir veturinn, tveir og tveir saman. Þeir leita því á náðir manna þegar hart er í ári og jarðbönn eru.


Tveir hrafnar á þingi.

En hrafnar safnast ekki aðeins saman á haustin heldur einnig yfir veturinn og fram að þeim tíma þegar þeir taka að helga sér óðöl. Þeir leita í hópum á náttstaði og geta verið þar tugum saman. Kunnastir slíkra náttstaða í grennd við höfuðborgarsvæðið er í hlíðum Esju og Ingólfsfjalls. Þess vegna er vel hægt að segja að hrafnar haldi þing!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

9.4.2010

Spyrjandi

Þorsteinn Viðar Antonsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Halda hrafnar þing?“ Vísindavefurinn, 9. apríl 2010. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=55596.

Jón Már Halldórsson. (2010, 9. apríl). Halda hrafnar þing? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55596

Jón Már Halldórsson. „Halda hrafnar þing?“ Vísindavefurinn. 9. apr. 2010. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55596>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.