Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum?

Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir að á þingunum skipi hrafnarnir sér niður á bæi til vetursetu. Í harðbýlu landi þar sem jarðbönn ríkja mikinn hluta vetrar hafa væntingar um æti á sorphaugum bæja haft það í för með sér að hrafnar héldu sig iðulega í nágrenni þeirra. Ólíklegt verður þó að teljast að hrafnarnir hafi meðvitað skipt sér niður á bæi.

Hrafnar eru meðal þeirra fugla sem mest ber á við suma þéttbýlisstaði á veturna.

Hrafnastofninn á Íslandi telur nokkur þúsund fugla að hausti. Það er vel þekkt að þeir hópi sig saman utan varptíma á fjölmörgum stöðum, ekki bara á haustin heldur líka á veturna. Sumir hrafnar halda til við þéttbýli þar sem mestar líkur eru á æti, rétt eins og átti við um sveitabæina fyrr á tímum. Hrafnar eru meðal þeirra fugla sem mest ber á í Reykjavík á veturna. Höfundi er hins vegar ekki kunnugt um að þeir haldi öðrum hröfnum markvisst frá vænlegum stöðum eða bæjum, þótt örugglega sé tekist á um matarbitann.

Heimild og mynd:
  • Árni Óla. 1976. Grúsk V. Ísafold. 248 bls.
  • Maxpixel.net. (Sótt 7.2.2022).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2022

Spyrjandi

Björn Þórisson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2022, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82315.

Jón Már Halldórsson. (2022, 7. febrúar). Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82315

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2022. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82315>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?
Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum?

Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir að á þingunum skipi hrafnarnir sér niður á bæi til vetursetu. Í harðbýlu landi þar sem jarðbönn ríkja mikinn hluta vetrar hafa væntingar um æti á sorphaugum bæja haft það í för með sér að hrafnar héldu sig iðulega í nágrenni þeirra. Ólíklegt verður þó að teljast að hrafnarnir hafi meðvitað skipt sér niður á bæi.

Hrafnar eru meðal þeirra fugla sem mest ber á við suma þéttbýlisstaði á veturna.

Hrafnastofninn á Íslandi telur nokkur þúsund fugla að hausti. Það er vel þekkt að þeir hópi sig saman utan varptíma á fjölmörgum stöðum, ekki bara á haustin heldur líka á veturna. Sumir hrafnar halda til við þéttbýli þar sem mestar líkur eru á æti, rétt eins og átti við um sveitabæina fyrr á tímum. Hrafnar eru meðal þeirra fugla sem mest ber á í Reykjavík á veturna. Höfundi er hins vegar ekki kunnugt um að þeir haldi öðrum hröfnum markvisst frá vænlegum stöðum eða bæjum, þótt örugglega sé tekist á um matarbitann.

Heimild og mynd:
  • Árni Óla. 1976. Grúsk V. Ísafold. 248 bls.
  • Maxpixel.net. (Sótt 7.2.2022).
...