Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?

Albína Hulda Pálsdóttir og Jón Már Halldórsson

Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins.

Nýjar plöntutegundir bárust einnig til Íslands með landnámsmönnum, svo sem húsapuntur (Elymus repens), baldursbrá (Matricaria maritimum), njóli (Rumex longifolius), skriðsóley (Ranunculus repens) og haugarfi (Stellaria media) svo nokkrar kunnar tegundir séu nefndar. Landnemarnir fluttu líka með sér bæði húsamúsina (Mus musculus domesticus) og hagamúsina (Apodemus sylvaticus).[1][2]

Lítið er vitað um það hvort landnámsmenn hafi átt beinan þátt í landnámi villtra fugla á Íslandi. Kannski hefur Hrafna-Flóki verið með tamda hrafna með sér en ómögulegt er að vita hvort sagan um landafundinn með aðstoð hrafna sé sönn.

En hvað með hrafna, gæti verið að þeir hafi fyrst komið hingað með Hrafna-Flóka? Í dag finnast hrafnar um allt norðurhvel jarðar og á Íslandi eru líklega meira en 10.000 hrafnar dreifðir um allt landið.[3]

Samkvæmt Landnámu sem fyrst var rituð meira en 200 árum eftir landnám Íslands var Flóki Vilgerðarson, kallaður Hrafna-Flóki, einn þeirra norrænu manna sem komu til Íslands áður en landnám norrænna manna hófst af alvöru um 870. Í Landnámu segir þetta um ferðir Flóka:

Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta fló sá aftur um stafn. Annar fló í loft upp og aftur til skips. Hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt sem þeir fundið landið.

Hrafninn (Corvus corax) er ein þeirra fuglategunda sem hefur náð mikilli leikni í að nýta sér sambýlið við manninn og sækir í mannabyggðir þar sem hann kemst oft í fæðu á auðveldari hátt en úti í náttúrunni.[4]

Hrafninn hefur lengi haft á sér slæmt orð enda getur hann lagst á ung lömb og drepið sem og kroppað í afvelta kindur og þannig valdið spjöllum. Hrafninn er líka naskur eggjaræningi og getur haft slæm áhrif á æðavarp en æðardúnn hefur verið verðmæt afurð sem ritaðar heimildir eru til um nýtingu á allt frá 12. öld.[5][6] Mörgum bændum hefur því lengi verið í nöp við hrafninn sem er víða veiddur við bæi og varplönd.

Bein úr hröfnum hafa aðeins einu sinni fundist í fornleifarannsóknum á Íslandi svo vitað sé, það var á Alþingisreit í miðbæ Reykjavíkur. Hér má sjá höfuðkúpu hrafns.

Við vitum lítið um það hvort landnámsmenn hafi átt beinan þátt í landnámi villtra fugla á Íslandi. Kannski hefur Flóki verið með tamda hrafna með sér en ómögulegt er að vita hvort sagan um notkun hans á hröfnum við að finna land sé sönn. Bein úr hröfnum hafa aðeins einu sinni fundist í fornleifarannsóknum á Íslandi svo vitað sé, það var á Alþingisreit í miðbæ Reykjavíkur. Þar fannst eitt hrafnsbein úr jarðlögum frá 1226-1500 og fjögur í jarðlögum frá 1500-1800.[7][8]

Það er athyglisvert hversu sjaldan bein hrafna hafa fundist í íslenskum fornleifarannsóknum þar sem þau eru frekar auðveldlega greind frá beinum annarra fugla á Íslandi og heimildir eru um að hrafnsfjaðrir hafi þótt ágætir fjaðurpennar.[9] Þrátt fyrir að bein hrafna hafi ekki fundist oft í fornleifarannsóknum er líklegast að hrafninn hafi verið varpfugl á Íslandi löngu áður en menn numu hér land. Hugsanlegt er þó að hröfnum á Íslandi hafi fjölgað eftir landnámið, einmitt vegna þess hve lunknir hrafnar eru að nýta sér það sem fellur til í nágrenni við mannabyggðir.

Tilvísanir:
  1. ^ Hagamús. (e.d.). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 28. ágúst 2018 af https://www.ni.is/dyr/spendyr/hagamus.
  2. ^ Jones, E. P., Skírnisson, K., McGovern, T. H., Gilbert, M. T. P., Willerslev, E. og Searle, J. B. (2012). Fellow travellers: a concordance of colonization patterns between mice and men in the North Atlantic region. BMC Evolutionary Biology, 12(1), 35. doi:10.1186/1471-2148-12-35.
  3. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  4. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  5. ^ Sólveig Guðmundsdóttir Beck (2013). Exploitation of wild birds in Iceland from the settlement period to the 19th century and its reflection in archaeology. Archaeologia Islandica, 10, 28–52.
  6. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  7. ^ Best, J. (2013). The Bird Remains from Alþingisreit. Alþingisreiturinn 2012-2013: Fornleifarannsókn. uppgröftur á lóð Alþingis (B. 1-2, B. 2, bls. 235–248). Reykjavík.
  8. ^ Albína Hulda Pálsdóttir (2010). Dýrabein frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C (nr. 2010–1). Skýrslur Íslenskra fornleifarannsókna ehf. Reykjavík: Íslenskar fornleifarannsóknir ehf.
  9. ^ Sama heimild og í nr. 5

Myndir:
  • Hrafn: Pixabay. (Sótt 20.8.2018).
  • Höfuðkúpa hrafns: Úr safni Albínu Huldu Pálsdóttur.

Höfundar

Albína Hulda Pálsdóttir

dýrabeinafornleifafræðingur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.8.2018

Spyrjandi

Fróði Richard Sigurðarsson

Tilvísun

Albína Hulda Pálsdóttir og Jón Már Halldórsson. „Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2018, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76093.

Albína Hulda Pálsdóttir og Jón Már Halldórsson. (2018, 29. ágúst). Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76093

Albína Hulda Pálsdóttir og Jón Már Halldórsson. „Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2018. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?
Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins.

Nýjar plöntutegundir bárust einnig til Íslands með landnámsmönnum, svo sem húsapuntur (Elymus repens), baldursbrá (Matricaria maritimum), njóli (Rumex longifolius), skriðsóley (Ranunculus repens) og haugarfi (Stellaria media) svo nokkrar kunnar tegundir séu nefndar. Landnemarnir fluttu líka með sér bæði húsamúsina (Mus musculus domesticus) og hagamúsina (Apodemus sylvaticus).[1][2]

Lítið er vitað um það hvort landnámsmenn hafi átt beinan þátt í landnámi villtra fugla á Íslandi. Kannski hefur Hrafna-Flóki verið með tamda hrafna með sér en ómögulegt er að vita hvort sagan um landafundinn með aðstoð hrafna sé sönn.

En hvað með hrafna, gæti verið að þeir hafi fyrst komið hingað með Hrafna-Flóka? Í dag finnast hrafnar um allt norðurhvel jarðar og á Íslandi eru líklega meira en 10.000 hrafnar dreifðir um allt landið.[3]

Samkvæmt Landnámu sem fyrst var rituð meira en 200 árum eftir landnám Íslands var Flóki Vilgerðarson, kallaður Hrafna-Flóki, einn þeirra norrænu manna sem komu til Íslands áður en landnám norrænna manna hófst af alvöru um 870. Í Landnámu segir þetta um ferðir Flóka:

Flóki hafði hrafna þrjá með sér í haf, og er hann lét lausan hinn fyrsta fló sá aftur um stafn. Annar fló í loft upp og aftur til skips. Hinn þriðji fló fram um stafn í þá átt sem þeir fundið landið.

Hrafninn (Corvus corax) er ein þeirra fuglategunda sem hefur náð mikilli leikni í að nýta sér sambýlið við manninn og sækir í mannabyggðir þar sem hann kemst oft í fæðu á auðveldari hátt en úti í náttúrunni.[4]

Hrafninn hefur lengi haft á sér slæmt orð enda getur hann lagst á ung lömb og drepið sem og kroppað í afvelta kindur og þannig valdið spjöllum. Hrafninn er líka naskur eggjaræningi og getur haft slæm áhrif á æðavarp en æðardúnn hefur verið verðmæt afurð sem ritaðar heimildir eru til um nýtingu á allt frá 12. öld.[5][6] Mörgum bændum hefur því lengi verið í nöp við hrafninn sem er víða veiddur við bæi og varplönd.

Bein úr hröfnum hafa aðeins einu sinni fundist í fornleifarannsóknum á Íslandi svo vitað sé, það var á Alþingisreit í miðbæ Reykjavíkur. Hér má sjá höfuðkúpu hrafns.

Við vitum lítið um það hvort landnámsmenn hafi átt beinan þátt í landnámi villtra fugla á Íslandi. Kannski hefur Flóki verið með tamda hrafna með sér en ómögulegt er að vita hvort sagan um notkun hans á hröfnum við að finna land sé sönn. Bein úr hröfnum hafa aðeins einu sinni fundist í fornleifarannsóknum á Íslandi svo vitað sé, það var á Alþingisreit í miðbæ Reykjavíkur. Þar fannst eitt hrafnsbein úr jarðlögum frá 1226-1500 og fjögur í jarðlögum frá 1500-1800.[7][8]

Það er athyglisvert hversu sjaldan bein hrafna hafa fundist í íslenskum fornleifarannsóknum þar sem þau eru frekar auðveldlega greind frá beinum annarra fugla á Íslandi og heimildir eru um að hrafnsfjaðrir hafi þótt ágætir fjaðurpennar.[9] Þrátt fyrir að bein hrafna hafi ekki fundist oft í fornleifarannsóknum er líklegast að hrafninn hafi verið varpfugl á Íslandi löngu áður en menn numu hér land. Hugsanlegt er þó að hröfnum á Íslandi hafi fjölgað eftir landnámið, einmitt vegna þess hve lunknir hrafnar eru að nýta sér það sem fellur til í nágrenni við mannabyggðir.

Tilvísanir:
  1. ^ Hagamús. (e.d.). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 28. ágúst 2018 af https://www.ni.is/dyr/spendyr/hagamus.
  2. ^ Jones, E. P., Skírnisson, K., McGovern, T. H., Gilbert, M. T. P., Willerslev, E. og Searle, J. B. (2012). Fellow travellers: a concordance of colonization patterns between mice and men in the North Atlantic region. BMC Evolutionary Biology, 12(1), 35. doi:10.1186/1471-2148-12-35.
  3. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  4. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  5. ^ Sólveig Guðmundsdóttir Beck (2013). Exploitation of wild birds in Iceland from the settlement period to the 19th century and its reflection in archaeology. Archaeologia Islandica, 10, 28–52.
  6. ^ Ævar Petersen. (1998). Íslenskir fuglar (bls. 260-263). Reykjavík: Vaka-Helgafell.
  7. ^ Best, J. (2013). The Bird Remains from Alþingisreit. Alþingisreiturinn 2012-2013: Fornleifarannsókn. uppgröftur á lóð Alþingis (B. 1-2, B. 2, bls. 235–248). Reykjavík.
  8. ^ Albína Hulda Pálsdóttir (2010). Dýrabein frá Alþingisreit: Greining á dýrabeinum frá svæðum A, B og C (nr. 2010–1). Skýrslur Íslenskra fornleifarannsókna ehf. Reykjavík: Íslenskar fornleifarannsóknir ehf.
  9. ^ Sama heimild og í nr. 5

Myndir:
  • Hrafn: Pixabay. (Sótt 20.8.2018).
  • Höfuðkúpa hrafns: Úr safni Albínu Huldu Pálsdóttur.

...