Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?

JMH

Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á landi.

Tveir ungir hrafnar á Ströndum.

Utan varptíma safnast hrafnar saman á ákveðnum stöðum á kvöldin og geta verið hundruðum saman. Þegar morgna tekur dreifast þeir á stórt svæði við fæðuleit, oftast tveir og tveir saman en líka í smáum flokkum ung- eða geldfugla. Á haustin má sjá þrjá eða fleiri hrafna saman og eru þar að öllum líkindum á ferðinni foreldrar með nýfleyga unga.

Mynd

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.7.2003

Síðast uppfært

25.4.2023

Spyrjandi

Markús Már Efraím

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2003, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3562.

JMH. (2003, 7. júlí). Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3562

JMH. „Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2003. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3562>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?
Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á landi.

Tveir ungir hrafnar á Ströndum.

Utan varptíma safnast hrafnar saman á ákveðnum stöðum á kvöldin og geta verið hundruðum saman. Þegar morgna tekur dreifast þeir á stórt svæði við fæðuleit, oftast tveir og tveir saman en líka í smáum flokkum ung- eða geldfugla. Á haustin má sjá þrjá eða fleiri hrafna saman og eru þar að öllum líkindum á ferðinni foreldrar með nýfleyga unga.

Mynd...