Lengsti sannanlegi aldur villtra hrafna (Corvus corax) samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri og endurheimt þegar hann drapst eru 20 ár og 5 mánuðir. Þetta var fugl sem merktur var í Finnlandi.
Hrafn (Corvus corax).
Hæsta staðfesta aldri álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu náði fugl sem Sverrir Thorstensen merkti sem unga í september 1986. Hún fannst dauð í maí 2017 og talið er að hún hafi drepist síðla vetrar. Þessi álft varð því að minnsta kosti 30,5 ára. Hæstum aldri grágæsar (Anser anser) sem vitað er um náði gæs sem merkt var í Belgíu en hún lifði í 23 ár og 7 mánuði.
Það er regla að fuglar í haldi manna nái mun hærri aldri en villtir fuglar, af ýmsum eðlilegum ástæðum. Aldursmet tamins hrafns á sennilega einn af turnhröfnunum í Tower of London sem náði að minnsta kosti 44 ára aldri. Óstaðfest dæmi er um taminn hrafn sem talinn var hafa náð 88 ára aldri. Fuglafræðingar hafa þó dregið þennan óvenju háa aldur í efa.
Heimildir og mynd:
Boarman, W., B. Heinrich. 1999. Corvus corax: Common Raven. The Birds of North America, 476: 1-32.
Á vefsetrinu Nederlandse Ringcentrale eru ýmsar upplýsingar um hæsta staðfesta aldur merktra fugla í Evrópu.
Jón Már Halldórsson. „Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2005. Sótt 22. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5025.
Jón Már Halldórsson. (2005, 30. maí). Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5025
Jón Már Halldórsson. „Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2005. Vefsíða. 22. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5025>.
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!