Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?

Jón Már Halldórsson

Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu þá er nauðsynlegt að fjalla um eðli slíkra forma.

Hvítingjar hjá fjölda tegunda eru vel þekktir. Meðal annars er þetta þekkt hjá hrossum (Equus caballus), hröfnungum (Corvidae), kattardýrum (Felidae), hundum (Canis familiaris) og nautgripum (Bos sppl.). Orsökin fyrir því að slík dýr eru hvít að lit er vegna skorts á litarefnum eða hæfni húðfruma til að framleiða litarefni. Það ber að greina á milli tveggja slíkra forma sem nefnast leukismi og albinismi.

Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu ber að greina á milli tveggja slíkra forma sem nefnast leukismi og albinismi.

Helsti munurinn á leukisma og albinisma má sjá á augnlitnum. Þar sem aðeins melanín skortir hjá albínóum, meðal annars í sjónhimnu og í sjónunni, þá eru augu þeirra rauð vegna áhrifa frá undirliggjandi æðum sem ná að „skína í gegn“. Hins vegar eru augu þeirra sem eru með leukisma með venjulegan augnlit. Skýringin er sú að litfrumurnar sem finnast í sjónhimnunni eru ekki upprunnar frá taugakambinum (e. neural crest) en í húð eru þær staðsettar í neðsta lagi yfirhúðarinnar. Þessar frumur eiga sér annan uppruna á fósturstigi og því óháðar þeim erfðaþáttum sem valda leukisma.

Hjá hvítingjum er oftast um víkjandi gen að ræða og kemur svipfarið því sjaldan fram nema til komi áþekkt gen frá hinu foreldrinu. Stundum er aðeins hluti af húðfrumum sem hafa ekki þá eiginleika sem þarf til að framleiða litarefni en þau dýr hafa þá hvíta flekki á víð og dreif.

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar segir máltækið en engu að síður náðist mynd af þessum tveimur hvítu hröfnum.

Albinismi er þekkt fyrirbæri hjá fuglum en vísindamenn telja að slíkt komi fram í einu tilviki af 1800. Tíðnin virðist vera hærri meðal brúnna og jafnvel svartra fugla en fugla sem hafa rauð eða gul litarefni í fjöðrum. Þess má geta að undan ströndum Kamtchatka-skaga í Kyrrahafinu hefur sést til albínóaháhyrnings.

Auk þess er leukismi vel þekktur meðal fugla, svo sem hjá hröfnungum (Corvidae). Varðandi tíðni er hún nokkuð hærri en hjá fuglum með albinisma þar sem leukismi er á mörgum stigum og birtingarformum.

Hvítir hrafnar eru afar sjaldgæfir á Íslandi eða eins og máltækið segir: Sjaldséðir eru hvítir hrafnar. Þeir eru engu að síður til og sást einn slíkur í upphafi árs 2003 á Stokkseyri. Hann var sagður vera alhvítur, einnig á fótum og goggi. Hvort hér hafi verið um leukisma eða albinisma að ræða er erfitt að meta út frá þeim gögnum sem höfundur hefur undir höndum.

Myndir:
  • Vancouver Island Birds. Myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi eiganda þeirra, ©Mike Yip. Sótt 23.5.2012.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.9.2012

Síðast uppfært

25.4.2023

Spyrjandi

Þóra Björk Stefánsdóttir, f. 1998

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2012, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61846.

Jón Már Halldórsson. (2012, 25. september). Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61846

Jón Már Halldórsson. „Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2012. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61846>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til hvítir hrafnar eða albínóahrafnar?
Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu þá er nauðsynlegt að fjalla um eðli slíkra forma.

Hvítingjar hjá fjölda tegunda eru vel þekktir. Meðal annars er þetta þekkt hjá hrossum (Equus caballus), hröfnungum (Corvidae), kattardýrum (Felidae), hundum (Canis familiaris) og nautgripum (Bos sppl.). Orsökin fyrir því að slík dýr eru hvít að lit er vegna skorts á litarefnum eða hæfni húðfruma til að framleiða litarefni. Það ber að greina á milli tveggja slíkra forma sem nefnast leukismi og albinismi.

Þegar fjallað er um hvít litaform í dýraríkinu ber að greina á milli tveggja slíkra forma sem nefnast leukismi og albinismi.

Helsti munurinn á leukisma og albinisma má sjá á augnlitnum. Þar sem aðeins melanín skortir hjá albínóum, meðal annars í sjónhimnu og í sjónunni, þá eru augu þeirra rauð vegna áhrifa frá undirliggjandi æðum sem ná að „skína í gegn“. Hins vegar eru augu þeirra sem eru með leukisma með venjulegan augnlit. Skýringin er sú að litfrumurnar sem finnast í sjónhimnunni eru ekki upprunnar frá taugakambinum (e. neural crest) en í húð eru þær staðsettar í neðsta lagi yfirhúðarinnar. Þessar frumur eiga sér annan uppruna á fósturstigi og því óháðar þeim erfðaþáttum sem valda leukisma.

Hjá hvítingjum er oftast um víkjandi gen að ræða og kemur svipfarið því sjaldan fram nema til komi áþekkt gen frá hinu foreldrinu. Stundum er aðeins hluti af húðfrumum sem hafa ekki þá eiginleika sem þarf til að framleiða litarefni en þau dýr hafa þá hvíta flekki á víð og dreif.

Sjaldséðir eru hvítir hrafnar segir máltækið en engu að síður náðist mynd af þessum tveimur hvítu hröfnum.

Albinismi er þekkt fyrirbæri hjá fuglum en vísindamenn telja að slíkt komi fram í einu tilviki af 1800. Tíðnin virðist vera hærri meðal brúnna og jafnvel svartra fugla en fugla sem hafa rauð eða gul litarefni í fjöðrum. Þess má geta að undan ströndum Kamtchatka-skaga í Kyrrahafinu hefur sést til albínóaháhyrnings.

Auk þess er leukismi vel þekktur meðal fugla, svo sem hjá hröfnungum (Corvidae). Varðandi tíðni er hún nokkuð hærri en hjá fuglum með albinisma þar sem leukismi er á mörgum stigum og birtingarformum.

Hvítir hrafnar eru afar sjaldgæfir á Íslandi eða eins og máltækið segir: Sjaldséðir eru hvítir hrafnar. Þeir eru engu að síður til og sást einn slíkur í upphafi árs 2003 á Stokkseyri. Hann var sagður vera alhvítur, einnig á fótum og goggi. Hvort hér hafi verið um leukisma eða albinisma að ræða er erfitt að meta út frá þeim gögnum sem höfundur hefur undir höndum.

Myndir:
  • Vancouver Island Birds. Myndir eru birtar með góðfúslegu leyfi eiganda þeirra, ©Mike Yip. Sótt 23.5.2012.
...