Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig starfar þing eftir þingrof?

Árni Helgason

Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör.

Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þingið geti starfað með vanalegum hætti eða hvort svigrúm þess sé minna en vanalega. Í stjórnarskránni er ekki kveðið á um þetta með skýrum hætti en almennt hefur verið talið að þingið geti nýtt tímann eftir að þingrof hefur verið tilkynnt til að ljúka brýnum málum.

Almennt er talið að þing geti nýtt tímann eftir að þingrof hefur verið tilkynnt til að ljúka brýnum málum..

Í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem var unnið í tengslum við breytinguna á 24. gr. stjórnarskrárinnar árið 1991, er vikið að þessu atriði. Þar segir meðal annars að reynsla annarra þjóða, sem búi við svipað fyrirkomulag, sé að þingið taki sér aðeins tíma til að afgreiða brýnustu mál, sem alger samstaða er um, en ljúki síðan störfum til að kosningaundirbúningur geti hafist.

Þessi túlkun er þó ekki óumdeild og á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma. Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að „engar hömlur“ væru „á umboði þingmanna á þessu tímabili“ og unnt væri að leggja fram ný mál þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og að hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnarskipunarlög.

Hafa ber þó í huga að aðstæður á þessum tíma voru sérstakar í samfélaginu og í þingstörfunum, sem stóðu mun lengur en vanalega. Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag.

Heimildir:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

27.10.2009

Síðast uppfært

19.11.2024

Spyrjandi

Guðbjörn Logi Björnsson, ritstjórn

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvernig starfar þing eftir þingrof?“ Vísindavefurinn, 27. október 2009, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54118.

Árni Helgason. (2009, 27. október). Hvernig starfar þing eftir þingrof? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54118

Árni Helgason. „Hvernig starfar þing eftir þingrof?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2009. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54118>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig starfar þing eftir þingrof?
Um þingrof er fjallað nánar í svörum við spurningunum Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það?, Hvenær er þingrof réttlætanlegt? og Hvaða áhrif hefur þingrof? og bendum við lesendum á að kynna sér þau svör.

Eftir að þing hefur verið rofið halda þingmenn umboði sínu en eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort þingið geti starfað með vanalegum hætti eða hvort svigrúm þess sé minna en vanalega. Í stjórnarskránni er ekki kveðið á um þetta með skýrum hætti en almennt hefur verið talið að þingið geti nýtt tímann eftir að þingrof hefur verið tilkynnt til að ljúka brýnum málum.

Almennt er talið að þing geti nýtt tímann eftir að þingrof hefur verið tilkynnt til að ljúka brýnum málum..

Í nefndaráliti allsherjarnefndar, sem var unnið í tengslum við breytinguna á 24. gr. stjórnarskrárinnar árið 1991, er vikið að þessu atriði. Þar segir meðal annars að reynsla annarra þjóða, sem búi við svipað fyrirkomulag, sé að þingið taki sér aðeins tíma til að afgreiða brýnustu mál, sem alger samstaða er um, en ljúki síðan störfum til að kosningaundirbúningur geti hafist.

Þessi túlkun er þó ekki óumdeild og á vorþingi 2009 var þingrof tilkynnt 13. mars en þingið starfaði fram til 17. apríl og var fjöldi mála afgreiddur á þessum tíma. Forsætisráðherra tók það raunar fram þegar tilkynnt var um þingrofið að „engar hömlur“ væru „á umboði þingmanna á þessu tímabili“ og unnt væri að leggja fram ný mál þótt tilkynnt hafi verið um þingrof og að hægt væri að afgreiða bæði almenn lög og stjórnarskipunarlög.

Hafa ber þó í huga að aðstæður á þessum tíma voru sérstakar í samfélaginu og í þingstörfunum, sem stóðu mun lengur en vanalega. Þingstörfum var frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag.

Heimildir:
  • Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur, bls. 255-263. Háskólaútgáfan. Reykjavík. 1999.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...