Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?

Árni Helgason

Já, Alþingi getur komið saman utan Reykjavíkur og sinnt hefðbundnum þingstörfum. Í 37. grein stjórnarskrárinnar segir:

Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.

Heimildin til að ákveða annan stað fyrir þingið er í höndum forseta lýðveldisins, samkvæmt orðum ákvæðisins, en í framkvæmd væri það forsætisráðherra sem tæki ákvörðun um þetta, samanber 13. grein stjórnarskrárinnar. Forsetinn myndi svo undirrita slíka skipun, samanber 19. grein.

Ekki kemur oft til þess að þessari heimild er beitt. Þess eru þó dæmi og í tilefni af Kristnihátíð á Þingvöllum kom Alþingi saman til sérstaks hátíðarfundar 2. júlí árið 2000.

Á fundinum var samþykkt þingsályktunartillaga um stofnun kristnihátíðarsjóðar auk þess sem formenn þingflokkanna tóku til máls. Þetta var í fimmta sinn sem Alþingi kom saman á Þingvöllum frá endurreisn þess árið 1843.

Fyrir utan hátíðleg tilefni má einnig hugsa sér að heimildin í 37. grein stjórnarskrárinnar væri notuð ef Alþingi gæti af einhverjum ástæðum ekki komið saman í Reykjavík, til dæmis vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

9.3.2005

Spyrjandi

Sigurður Oddgeirsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4824.

Árni Helgason. (2005, 9. mars). Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4824

Árni Helgason. „Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4824>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað?

Já, Alþingi getur komið saman utan Reykjavíkur og sinnt hefðbundnum þingstörfum. Í 37. grein stjórnarskrárinnar segir:

Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.

Heimildin til að ákveða annan stað fyrir þingið er í höndum forseta lýðveldisins, samkvæmt orðum ákvæðisins, en í framkvæmd væri það forsætisráðherra sem tæki ákvörðun um þetta, samanber 13. grein stjórnarskrárinnar. Forsetinn myndi svo undirrita slíka skipun, samanber 19. grein.

Ekki kemur oft til þess að þessari heimild er beitt. Þess eru þó dæmi og í tilefni af Kristnihátíð á Þingvöllum kom Alþingi saman til sérstaks hátíðarfundar 2. júlí árið 2000.

Á fundinum var samþykkt þingsályktunartillaga um stofnun kristnihátíðarsjóðar auk þess sem formenn þingflokkanna tóku til máls. Þetta var í fimmta sinn sem Alþingi kom saman á Þingvöllum frá endurreisn þess árið 1843.

Fyrir utan hátíðleg tilefni má einnig hugsa sér að heimildin í 37. grein stjórnarskrárinnar væri notuð ef Alþingi gæti af einhverjum ástæðum ekki komið saman í Reykjavík, til dæmis vegna náttúruhamfara eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna.

...