Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst 2016. Guðni hefur einnig verið formaður Sagnfræðingafélags Íslands, forseti Sögufélags, stjórnarformaður Þjóðskjalasafns Íslands og gegnt ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum á sviði sviði sagnfræði og skyldra greina.

Í kennslu, rannsóknum og skrifum hefur Guðni einkum beint sjónum sínum að stjórnmála- og utanríkissögu 20. aldar til okkar daga. Doktorsritgerð hans fjallar um fiskveiðideilur Breta á Norður-Atlantshafi 1948-1964. Þá hefur hann skrifað fræðigreinar um landhelgismál og þorskastríð, meðal annars hvernig sameiginlegar minningar mótast og hvernig saga þessara átaka er notuð í samtímanum. Meistararitgerð sína skrifaði Guðni um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna 1990-1991. Í þeirri ritgerð og öðrum skrifum um það efni rýndi hann í möguleika smáþjóðar til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi.

Í kennslu, rannsóknum og skrifum hefur Guðni einkum beint sjónum sínum að stjórnmála- og utanríkissögu 20. aldar til okkar daga.

Við rannsóknir í innlendum og erlendum skjalasöfnum leitaði Guðni uppi heimildir um símahleranir og annað leynilegt eftirlit í kalda stríðinu, skrifaði um það bók árið 2006 og birti greinar. Árið 2009 skrifaði Guðni bók um bankahrunið mikla ári fyrr og búsáhaldabyltinguna sem fylgdi í kjölfarið. Verkið var samtímasaga, rituð í annálastíl og lýsti atburðarásinni frá degi til dags þennan örlagaríka vetur. Gerðir voru sjónvarpsþættir um hrunið sem byggðir voru á bókinni. Ári síðar birtist rit Guðna um Gunnar Thoroddsen, hefðbundin ævisaga stjórnmálamanns en óvenju bersögul að margra mati. Guðni hefur einnig samið yfirlit um sögu Íslands á ensku.

Í fræðastörfum sínum beindi Guðni sjónum allnokkuð að sögu forsetaembættisins og áformum frá lýðveldisstofnun um gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar. Guðni skrifaði meðal annars bók um stjórnarmyndanir og stjórnarslit í forsetatíð Kristjáns Eldjárns og vann að yfirlitsriti um sögu forseta Íslands þegar hann bauð sig fram til þess sama embættis. Verkið kom út í breyttri mynd í árslok 2016.

Í frásögnum af liðinni tíð vill Guðni hafa fólk í fyrirrúmi, skapgerð þess, kosti og galla. Um leið viðurkennir hann fúslega að umhverfi mótar einstaklinga og setur þeim takmörk. Þetta á ekki síst við um sagnfræðinga, jafnvel þótt þeir hafi ætíð að leiðarljósi að gæta ítrustu hlutlægni í fræðum sínum og sannleiksleit. Þar að auki gengur Guðni að því sem vísu að við öðlumst ekki skilning á sögulegri þróun nema sjónarhornið sé vítt, að við sjáum samfélög og ekki aðeins einstaklingana sem skapa þau, og drögum víðtækar ályktanir þó að þar með geti hið sérstaka horfið í skuggann. Eftir stendur þó alltaf að fólk mótar söguna og mestu varðar að henni sé miðlað til alls almennings, ekki aðeins fræðasamfélagsins. Í þeim anda hafði hann lagt drög að gerð sjónvarpsþátta um sögu Íslands frá upphafi til okkar daga þegar örlögin leiddu hann á aðrar slóðir vorið 2016.

Guðni Th. Jóhannesson er fæddur 1968. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Warwick University á Englandi árið 1991 og meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1997. Ári síðar hóf hann doktorsnám í sagnfræði við St. Antony's College í Oxford en lauk því frá Queen Mary, University of London, árið 2003.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

1.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2018, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76658.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. desember). Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76658

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2018. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76658>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðni Th. Jóhannesson stundað?
Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Árin 1996-1998 var hann stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands, kenndi þar einnig og stundaði rannsóknir að loknu doktorsprófi árin 2003-2007. Árið 2013 varð Guðni lektor í sagnfræði við háskólann, síðar dósent og loks prófessor uns hann tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst 2016. Guðni hefur einnig verið formaður Sagnfræðingafélags Íslands, forseti Sögufélags, stjórnarformaður Þjóðskjalasafns Íslands og gegnt ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum á sviði sviði sagnfræði og skyldra greina.

Í kennslu, rannsóknum og skrifum hefur Guðni einkum beint sjónum sínum að stjórnmála- og utanríkissögu 20. aldar til okkar daga. Doktorsritgerð hans fjallar um fiskveiðideilur Breta á Norður-Atlantshafi 1948-1964. Þá hefur hann skrifað fræðigreinar um landhelgismál og þorskastríð, meðal annars hvernig sameiginlegar minningar mótast og hvernig saga þessara átaka er notuð í samtímanum. Meistararitgerð sína skrifaði Guðni um stuðning Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna 1990-1991. Í þeirri ritgerð og öðrum skrifum um það efni rýndi hann í möguleika smáþjóðar til að hafa áhrif á alþjóðavettvangi.

Í kennslu, rannsóknum og skrifum hefur Guðni einkum beint sjónum sínum að stjórnmála- og utanríkissögu 20. aldar til okkar daga.

Við rannsóknir í innlendum og erlendum skjalasöfnum leitaði Guðni uppi heimildir um símahleranir og annað leynilegt eftirlit í kalda stríðinu, skrifaði um það bók árið 2006 og birti greinar. Árið 2009 skrifaði Guðni bók um bankahrunið mikla ári fyrr og búsáhaldabyltinguna sem fylgdi í kjölfarið. Verkið var samtímasaga, rituð í annálastíl og lýsti atburðarásinni frá degi til dags þennan örlagaríka vetur. Gerðir voru sjónvarpsþættir um hrunið sem byggðir voru á bókinni. Ári síðar birtist rit Guðna um Gunnar Thoroddsen, hefðbundin ævisaga stjórnmálamanns en óvenju bersögul að margra mati. Guðni hefur einnig samið yfirlit um sögu Íslands á ensku.

Í fræðastörfum sínum beindi Guðni sjónum allnokkuð að sögu forsetaembættisins og áformum frá lýðveldisstofnun um gagngera endurskoðun stjórnarskrárinnar. Guðni skrifaði meðal annars bók um stjórnarmyndanir og stjórnarslit í forsetatíð Kristjáns Eldjárns og vann að yfirlitsriti um sögu forseta Íslands þegar hann bauð sig fram til þess sama embættis. Verkið kom út í breyttri mynd í árslok 2016.

Í frásögnum af liðinni tíð vill Guðni hafa fólk í fyrirrúmi, skapgerð þess, kosti og galla. Um leið viðurkennir hann fúslega að umhverfi mótar einstaklinga og setur þeim takmörk. Þetta á ekki síst við um sagnfræðinga, jafnvel þótt þeir hafi ætíð að leiðarljósi að gæta ítrustu hlutlægni í fræðum sínum og sannleiksleit. Þar að auki gengur Guðni að því sem vísu að við öðlumst ekki skilning á sögulegri þróun nema sjónarhornið sé vítt, að við sjáum samfélög og ekki aðeins einstaklingana sem skapa þau, og drögum víðtækar ályktanir þó að þar með geti hið sérstaka horfið í skuggann. Eftir stendur þó alltaf að fólk mótar söguna og mestu varðar að henni sé miðlað til alls almennings, ekki aðeins fræðasamfélagsins. Í þeim anda hafði hann lagt drög að gerð sjónvarpsþátta um sögu Íslands frá upphafi til okkar daga þegar örlögin leiddu hann á aðrar slóðir vorið 2016.

Guðni Th. Jóhannesson er fæddur 1968. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Warwick University á Englandi árið 1991 og meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1997. Ári síðar hóf hann doktorsnám í sagnfræði við St. Antony's College í Oxford en lauk því frá Queen Mary, University of London, árið 2003.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
...