Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Gylfi Magnússon

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þeir það líka, þeir geta til dæmis fengið meira af alls konar vörum eða þjónustu í skiptum fyrir hlutabréf eða fasteignir meðan verðmiðinn er hár.

Þegar eignaverðsbóla springur lækka verðmiðarnir aftur og þau verðmæti sem voru til á pappír hverfa eins og dögg fyrir sólu. Sem dæmi má nefna að verð hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands áttfaldaðist frá sumrinu 2001 til sumarsins 2007, þegar það náði hámarki, jafnvel þótt tekið sé tillit til verðbólgu. Sá sem átti dæmigert safn íslenskra hlutabréfa sumarið 2001 gat því keypt átta sinnum meira af vörum og þjónustu fyrir það sumarið 2007. Fasteignaverð hækkaði ekki jafnmikið en þó ríflega tvöfaldaðist það frá vori 2002 til hausts 2007. Í hruninu gekk þessi hækkun fasteignaverðs næstum öll til baka (það hefur síðan hækkað verulega aftur en það er önnur saga) og hlutabréf urðu nær verðlaus. Sá sem átti verðmætt hlutabréfasafn sumarið 2007 gat því líklega lítið fengið af vörum og þjónustu í skiptum fyrir það tveimur árum síðar.

Mótmæli á Austurvelli haustið 2008 vegna hrunsins.

Slíkar sviptingar skila auðvitað ekki öllum aftur á byrjunarreit þegar upp er staðið. Sumir kaupa nefnilega eignir þegar verð er lágt og selja þegar það er hátt. Þeir græða. Aðrir kaupa þegar verð er hátt og selja þegar það er lágt. Þeir tapa. Þannig græddu sumir og aðrir töpuðu á bólunni og hruninu. Það sama á við um almenning og auðmenn að þessu leyti.

Þessu til viðbótar má nefna að laun hækkuðu verulega í bólunni en lækkuðu svo aftur við hrunið. Þau hafa síðan hækkað til muna aftur og eru nú, haustið 2018, orðin allnokkru hærri en þau urðu hæst fyrir hrun, að teknu tilliti til verðbólgu. Atvinnuleysi jókst einnig verulega um skeið. Þannig að sveiflurnar höfðu einnig áhrif á launþega með beinum hætti í gegnum vinnumarkaðinn en ekki bara í gegnum eignamarkaði. Einnig þar urðu áhrifin mjög misjöfn, þannig að sumir komu verr út en aðrir.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.10.2018

Spyrjandi

Þóra Magnúsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?“ Vísindavefurinn, 8. október 2018. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76469.

Gylfi Magnússon. (2018, 8. október). Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76469

Gylfi Magnússon. „Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2018. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76469>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?
Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þeir það líka, þeir geta til dæmis fengið meira af alls konar vörum eða þjónustu í skiptum fyrir hlutabréf eða fasteignir meðan verðmiðinn er hár.

Þegar eignaverðsbóla springur lækka verðmiðarnir aftur og þau verðmæti sem voru til á pappír hverfa eins og dögg fyrir sólu. Sem dæmi má nefna að verð hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands áttfaldaðist frá sumrinu 2001 til sumarsins 2007, þegar það náði hámarki, jafnvel þótt tekið sé tillit til verðbólgu. Sá sem átti dæmigert safn íslenskra hlutabréfa sumarið 2001 gat því keypt átta sinnum meira af vörum og þjónustu fyrir það sumarið 2007. Fasteignaverð hækkaði ekki jafnmikið en þó ríflega tvöfaldaðist það frá vori 2002 til hausts 2007. Í hruninu gekk þessi hækkun fasteignaverðs næstum öll til baka (það hefur síðan hækkað verulega aftur en það er önnur saga) og hlutabréf urðu nær verðlaus. Sá sem átti verðmætt hlutabréfasafn sumarið 2007 gat því líklega lítið fengið af vörum og þjónustu í skiptum fyrir það tveimur árum síðar.

Mótmæli á Austurvelli haustið 2008 vegna hrunsins.

Slíkar sviptingar skila auðvitað ekki öllum aftur á byrjunarreit þegar upp er staðið. Sumir kaupa nefnilega eignir þegar verð er lágt og selja þegar það er hátt. Þeir græða. Aðrir kaupa þegar verð er hátt og selja þegar það er lágt. Þeir tapa. Þannig græddu sumir og aðrir töpuðu á bólunni og hruninu. Það sama á við um almenning og auðmenn að þessu leyti.

Þessu til viðbótar má nefna að laun hækkuðu verulega í bólunni en lækkuðu svo aftur við hrunið. Þau hafa síðan hækkað til muna aftur og eru nú, haustið 2018, orðin allnokkru hærri en þau urðu hæst fyrir hrun, að teknu tilliti til verðbólgu. Atvinnuleysi jókst einnig verulega um skeið. Þannig að sveiflurnar höfðu einnig áhrif á launþega með beinum hætti í gegnum vinnumarkaðinn en ekki bara í gegnum eignamarkaði. Einnig þar urðu áhrifin mjög misjöfn, þannig að sumir komu verr út en aðrir.

Mynd:

...