Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kreppa?

Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað.

Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þumalputtaregla að ef þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð þá sé hagkerfið í kreppu. Kreppur geta vitaskuld verið misharðar, það er samdrátturinn verið mismikill og mislangur og ekki alltaf ljóst hvenær rétt er að tala bara um samdrátt og hvenær um kreppu.


Í hálfkæringi er stundum sagt að þegar atvinnuleysi aukist þá teljist það samdráttur nema þú verðir sjálfur atvinnulaus, þá sé það kreppa.

Stundum er sagt í hálfkæringi að viðmiðið eigi að vera að þegar atvinnuleysi eykst, þá teljist það samdráttur nema þú verðir sjálfur atvinnulaus, þá sé það kreppa.

Mynd:

Útgáfudagur

4.6.2003

Spyrjandi

Sigurþór Marteinn

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er kreppa?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2003. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3477.

Gylfi Magnússon. (2003, 4. júní). Hvað er kreppa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3477

Gylfi Magnússon. „Hvað er kreppa?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2003. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3477>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.