Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?

JGÞ

Í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri góð lausn á peningavandræðum fólks en ástæðan fyrir því aukin prentun peninga leysir ekki vandamál sem skapast í kreppu er sú að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir. Það er til dæmis ekki hægt að borða þá eða nota þá í staðinn fyrir fötin sem við klæðumst vanalega.

Peningar eru í sjálfu sér gagnslausir, verðmæti þeirra felst í því að hægt er fá önnur verðmæti í skiptum fyrir þá.

Ef prentaðir eru fleiri peningar búa menn ekki til raunveruleg verðmæti heldur aðeins fleiri pappírsmiða og myntir sem duga til að kaupa verðmæti sem fólk framleiðir. Í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga? - Myndband segir að afleiðingin af aukinni peningaprentun „verður líklega einkum sú að það þarf meira af peningum til að kaupa hvern einstakan hlut en áður. Það verður hins vegar ekki til neitt meira af hlutum og þjónustu en áður og því verður ekki hægt að kaupa neitt meira en áður.“

Það sem gerist þá er að verð á vörum og þjónustu hækkar og það kallast verðbólga.

Hægt er að lesa meira um peninga og kreppu í eftirfarandi svörum:

Mynd:

Money Suburb - flickr.com. Myndrétthafi Pictures of Money. Birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15. 7. 2016).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Katrín María Sigurðardóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58893.

JGÞ. (2011, 16. mars). Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58893

JGÞ. „Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58893>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef það kemur kreppa af hverju eru þá ekki bara prentaðir fleiri peningar?
Í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri góð lausn á peningavandræðum fólks en ástæðan fyrir því aukin prentun peninga leysir ekki vandamál sem skapast í kreppu er sú að peningar eru í sjálfu sér gagnslausir. Það er til dæmis ekki hægt að borða þá eða nota þá í staðinn fyrir fötin sem við klæðumst vanalega.

Peningar eru í sjálfu sér gagnslausir, verðmæti þeirra felst í því að hægt er fá önnur verðmæti í skiptum fyrir þá.

Ef prentaðir eru fleiri peningar búa menn ekki til raunveruleg verðmæti heldur aðeins fleiri pappírsmiða og myntir sem duga til að kaupa verðmæti sem fólk framleiðir. Í svari Gylfa Magnússonar við spurningunni Ef Ísland vantar peninga af hverju framleiðum við þá bara ekki peninga? - Myndband segir að afleiðingin af aukinni peningaprentun „verður líklega einkum sú að það þarf meira af peningum til að kaupa hvern einstakan hlut en áður. Það verður hins vegar ekki til neitt meira af hlutum og þjónustu en áður og því verður ekki hægt að kaupa neitt meira en áður.“

Það sem gerist þá er að verð á vörum og þjónustu hækkar og það kallast verðbólga.

Hægt er að lesa meira um peninga og kreppu í eftirfarandi svörum:

Mynd:

Money Suburb - flickr.com. Myndrétthafi Pictures of Money. Birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15. 7. 2016).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

...